Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 58

Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Þjóðleikhúsið býður upp á aðventu- gleði á tröppum leikhússins síðustu tvær helgarnar fyrir jól, en fyrsta sýningin fer fram í dag kl. 14. „Nokkrar ástsælar persónur úr Kardemommubænum, þau Bastían bæjarfógeti, Soffía frænka og yngsti ræninginn, hann Jónatan, bjóða leikhúsgestum að hitta sig á torginu framan við Þjóðleikhúsið, ásamt öðrum skemmtilegum leik- persónum eins og Mikka ref og Ronju ræningjadóttur. Og það er eins gott að hafa varann á, því hver veit nema sjálf Grýla láti sjá sig!“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu. Höfundur og leikstjóri gleðinnar er Guðjón Davíð Karlsson og leikarar eru Örn Árnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Oddur Júlíusson, Hildur Vala Baldursdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Aðventugleðin verð- ur sýnd í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, kl. 14, 15 og 16 báða daga og á sama tíma næstu helgi. Í tilkynningu frá leikhúsinu eru væntanlegir áhorfendur hvattir til að að fylgja gildandi nándar- takmörkunum. Ástsælar Þekktar persónur í tröppunum. Aðventugleði á tröppum Þjóðleikhúss Eftir rúmlega mánaðarlanga lokun vegna hertra sóttvarnareglna hafa salir Listasafnsins á Akureyri verið opnaðir að nýju. Þrjár nýjar sýn- ingar hafa verið opnaðar: Arna Vals- dóttir – Staðreynd 6 – Samlag; Kristín K.Þ. Thoroddsen – KTh – Málverk og ljósmyndir; og Úrval – annar hluti. Ókeypis verður inn í desember og í gildi eru tíu manna fjöldatakmarkanir. Verk sitt „Staðreynd 6 – Samlag“ segist Arna Valsdóttir hafa unnið sérstaklega fyrir sýninguna Stað- reynd – Local Fact árið 2014. „Það er einfaldlega staðreynd að 13 ára var ég sumarstarfsmaður í ostagerð Mjólkursamlags KEA, sem nú hýsir Listasafnið á Akureyri. Síðar vann ég í nýja samlaginu, þegar starfsem- in flutti, fyrst við að einangra mjólk- urrör í kjallaranum og síðar í osta- gerðinni. Í hvert sinn sem ég geng um Listasafnið finnst mér ég finna örlitla mysulykt í loftinu og þekki hljóðið í flísunum. Í verkinu tengi ég gamla samlagið við það nýja og flyt þau bæði inn í Listasafnið.“ Kristín Katrín Þórðardóttir Thor- oddsen (1885-1959) ólst upp í Reykjavík og fékk þar tilsögn í tón- list og myndlist. Hún nam síðan myndlist í Edinborg og New York. Kristín bjó á Akureyri 1907-1932 ásamt manni sínum Steingrími Matthíassyni héraðslækni og börn- um. Þau slitu samvistum 1932 og hélt Kristín ásamt yngstu dóttur sinni til Indlands til að starfa fyrir Alþjóðamiðstöð Guðspekihreyfing- arinnar í Adyar. Kristín færði Akureyrarkirkju ár- ið 1942 tvö málverk sem síðan þá eiga sinn sess í skipi kirkjunnar. Bera verkin skýrt vitni um faglega skólun í myndlist. Hún átti um margt sérstæðan feril og var vel heima í framsæknum hugmyndum síns samtíma. Verk Kristínar hafa ekki áður verið sýnd opinberlega, fyrir utan málverkin tvö í kirkjunni. Á sýningunni má sjá valin málverk ásamt ljósmyndum frá ferðinni til Austurlanda. Sýningarstjóri er Þóra Sigurðardóttir myndlistarmaður. Á sýningunni Úrval – annar hluti er sýndur hluti listaverka safnsins. Salir Listasafnsins á Akureyri opnir að nýju  Þrjár nýjar og ólíkar sýningar hafa verið settar upp Staðreynd Stilla úr verki Örnu Valsdóttir Staðreynd 6 – Samlag. Myndlistarmaðurinn Jón Sæmund- ur opnar í dag, laugardag, sýn- inguna Jónsmessu í Gallerí Kúpu. Sýningarsalurinn er í bakhúsi á Laugavegi 29. Opnunin verður frá kl. 14 til 20 og farið eftir sóttvarna- reglum. Sýningin stendur til 31. desember. Í tilkynningu segir að fljótlega eftir að Covid-veiran hafi dreifst um heiminn hafi Jón Sæ- mundur ákveðið að draga sig í hlé og sýna varkárni. „Einbeita sér að listsköpun í næðinu. Leyfa hug- anum að fara á flug meðan allt flug lá niðri. Leika sér og mála. Kær leikur. Úr þessu listakófi komu ný mál- verk og eitt stykki nýtt gallerí – Gallerí Kúpa. Enn einn angi frá því frjósama fyrirbæri sem Dead-kon- sept Jóns Sæmundar hefur verið.“ Nú opnar hann dyrnar upp á gátt og býður fólki að „skyggnast inn í kúpuna – í dauðaþögnina – þar sem verkin tala.“ Sýnd verða ný mál- verk, lágmyndir og skúlptúrar. Listamaðurinn Jón Sæmundur málar. Jón Sæmundur sýnir í Gallerí Kúpu Þetta er snoturlega útgefinbók af hálfu forlags, kápan ímildum brúntóna jarðlitumog minnir á jóladagatal frá bernskuárum þar sem einn gluggi var opnaður fyrir dag hvern. Þetta er dagbók höf. fyrir árin 2018-19, alls 730 færslur, mislangar eftir því sem dagarnir líða með sínu lagi hver. Sviðið er annars vegar Reykjavík, einkum mið- borgin, hins vegar Íslendingaslóðir á Kanaríeyjum. Veðurlýsing er leiðarhnoða gegn- um alla bókina, sem og frásagnir af íþróttum, einkum enska boltanum, og dylst engum að höf. heldur með Liverpool og fagnar því oft góðum úrslitum þessi árin. Því er ekki að neita að veðurlýsingin og fótboltinn verða stundum að stagli í huga lesenda. Ýmsir koma við sögu, vinir og vandamenn, forleggjarar, listamenn og „Anna mín“ er í brenni- depli, sambýliskona höf. Margar færslur eru fleygaðar með pólitískum pistlum sem hann skrifar fyrir Herðubreið. Þeir eru allir undir sjónarhorni manns sem stendur býsna langt til vinstri í litrófi stjórn- mála, í raun til vinstri við VG, a.m.k. þessi dægrin þegar flokkurinn er í ríkisstjórn. Í samræmi við það skýtur hann pólitískum skotum á ýmsa and- stæðinga á hinum vængnum. Hann fer nú samt á landsfund VG og líður þar vel! Hér er skemmtilega sagt frá ættarflækjum sem teygjast norður í Skagafjörð þar sem höf. hefur eign- ast bróður á gamals aldri. Höf. er mikill lestrarhestur og bækur sem hann kemst yfir þessi ár skipta tug- um. Sjálfur gefur hann út bók og fylgir henni eftir, vinnur líka í hand- ritum sínum. Margt fleira ber á góma. Hann á marga kunningja sem hann hittir oft, lífið er í traustum skorðum reglusemi; AA-fundir eru oft á dagskrá, bæði í Reykjavík og suður í höfum. Í Stéttarkaffi eru mörg mál brotin til mergjar að morgni dags. Dagbókar- og bréfaform á bókum býður upp á fjölbreytni. Í dagbók er hver og einn að tala við sjálfan sig, orða hugsanir sínar í bland við dag- læti hverju sinni. Bréf skrifa menn af ýmsum ástæðum, til yfirvalda, til skattstjóra o.s.frv., formleg bréf með ópersónulegu orðafari, en í kunn- ingjabréfum skrifa (skrifuðu?) menn fréttir af sjálfum sér og láta oft vaða á súðum. Hvort tveggja formið, dag- bækur og bréfabækur, býður þannig upp á tækifæri til að fara út og suður í textanum. Sem dæmi má nefna Dag- bók í Höfn eftir Gísla Brynjúlfsson og Bréf til Láru eftir Þórberg. Hitt er síðan annað mál að Gísli skrifaði dag- bókina fyrir sjálfan sig eingöngu en Úlfar heldur sína dagbók með útgáfu í huga og er þó býsna einlægur. Margar skondnar sögur segir hann af samferðamönnum, lífs og liðnum. Úlfar skrifar læsilegan stíl á góðu máli, er þó full tilgerðarlegur í póli- tískum pistlum sínum. Þessi at- hugasemd hans fannst mér góð: „Las; gæti verið að munurinn á því að lesa „góða“ frásögn og síðri sé sá að við lestur á þeirri góðu starfar hug- urinn, fylgist með öllu og finnur til, en í hinum lakari líður hann áfram eins og maður í áralausum pramma í lygn- um straumi og leiðir ekki hugann að því hvert stefnir?“ (92) Dæmi um skot: „Horfði á Loga Bergmann í sjónvarpi Símans þar sem hann ræddi við Ólaf Ragnar; ef tegundin maður er 87% vatn, hvað ætli mörg % séu loft?“ (111) Dæmi um spurningu til lesenda: „Ef Guð er ekki til, gæti þá ekki verið þörf fyrir hann?“ (158) Það sem á dagana drífur Morgunblaðið/Árni Sæberg Úlfar „Margar skondnar sögur seg- ir hann af samferðamönnum, lífs og liðnum,“ skrifar gagnrýnandinn. Dagbók Fyrir augliti – Dagatal bbbnn Eftir Úlfar Þormóðsson. Veröld 2020. Innbundin, 340 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson les Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson á morgun, sunnudag, en í ljósi að- stæðna sjá Gunnarsstofnun og Rit- höfundasamband Íslands sér ekki fært að bjóða fólki til sín en færa landsmönnum í staðinn upplest- urinn heim í stofu gegnum netið. Ólafur Darri sást síðast á sjón- varpsskjám landsmanna í hlutverki forsætisráðherrans Benedikts í þáttaröðinni Ráðherrann en í þeim þáttum var óspart vísað í sögu Gunnars, eins og segir í tilkynn- ingu. Lesturinn hefst kl. 13.30 á morg- un, sunnudag, og verður hlekkur á hann aðgengilegur á facebook- síðum Skriðuklausturs og Rithöf- undasambands Íslands. Ólafur Darri les Aðventu á aðventu Morgunblaðið/Ásdís Lesari Ólafur Darri Ólafsson. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, býður upp á bíla- bíó í tilefni aðventunnar og sýnir jólamyndina National Lampoon’s Christmas Vacation í kvöld kl. 20 á bílastæðinu hjá Samskipum, á horn- inu á Holtavegi og Barkarvogi. Myndin fjallar um fjölskyldu- föður sem leggur mikið á sig til þess að gera jólin sem hátíðlegust fyrir fjölskyldu sína en hefur ekki erindi sem erfiði. Bílabíó RIFF er eitt stærsta bíla- bíó sem haldið hefur verið hér- lendis, segir í tilkynningu og hefur starfsfólk RIFF, í góðu samstarfi við Samskip, reist gríðarstórt sýn- ingartjald á fyrrnefndum stað. Miðasala á bílabíóið fer fram á vef- síðu Alþjóðlegrar kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík, riff.is. Christmas Vacation í bílabíói RIFF Sígild Jólamyndin National Lampoon’s Christmas Vacation er góð skemmtun. Gugusar, Ingibjörg Turchi, Sal- óme Katrín, Skoffín, Ultraflex og Volruptus eru handhafar Kraums- verðlaunanna í ár en þau voru af- hent í gær á Laugavegi en í stað hefðbundins verðlaunahófs innan- dyra voru verðlaunin veitt undir berum himni í tengslum við tón- leikaseríuna Talið í tónum – Jóla- dagatal sem fer fram allan desem- ber fram að jólum. Í henni koma fram íslenskir listamenn úr öllum áttum, m.a. fjölmargir verðlauna- hafar og listamenn sem tilnefndir eru til Kraumsverðlaunanna í ár. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Segir í tilkynningu að dómnefnd hafi farið yfir og hlustað á 439 hljómplötur og út- gáfur sem komu út á árinu. Það er Aurora velgerðarsjóður sem stendur að Kraumsverðlaun- unum. Kraumsverðlaunin veitt í 13. sinn Verðlaunahópurinn Listamennirnir sem hlutu Kraumsverðlaunin í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.