Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 8
8 9
og er sérstök áhersla er lögð á að hann vinni sem almennur ráðgjafi en ekki sem trúboði,
svo að allir geta notið þjónustu hjá honum án tillits trúarlegs bakgrunns síns. Tillögur
starfshópsins verða lagðar fyrir framhaldskirkjuþing í mars nk.
Við skulum hafa það hugfast að margt gott er að gerast í kirkjunni okkar. Æskulýðs-
samtök þjóðkirkjunnar héldu landsmót sitt um síðustu helgi. Yfirskriftin var „Skapandi
landsmót“. Markmiðið var að skoða hvernig þátttakendur geta hlúð að einstaklingnum og
eflt sig með því að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.
Þarna voru samankomnir 250 glæsilegir unglingar víðs vegar af landinu og hefur mótið
verið öllum til sóma.
Það er einnig ánægjulegt að sjá hve margar sóknir eru virkar á samfélagsmiðlunum
og á vef kirkjunnar, kirkjan.is en þar eru birtar stuttar fréttir um fjölbreytt starf innan
kirkjunnar.
Ég vil lýsa ánægju minni yfir öllum þeim jákvæðu og fjölbreyttu fréttum sem við fáum úr
kirkjustarfi þjóðkirkjunnar. Þetta skiptir miklu máli og er hvetjandi því margir eru að gera
frábæra hluti; skálmöld í barnastarfi, námskeið í gítarleik, ný þýðing á Passíusálmunum,
kvöldkirkja, norræn sálmastefna í Skálholti, svo eitthvað sér nefnt.
Ég vil þakka starfsfólki biskupsstofu fyrir undirbúning þingsins.
Það er von mín að störf okkar á kirkjuþingi verði góð, árangursrík og kirkjunni