Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 10

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 10
10 11 Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með samkynhneigðum í baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Kæru vinir, Ég nefni þessi mál vegna þess að ég tel að þjóðkirkjan verði að læra af mistökum sínum. Nú vil ég þó sérstaklega taka fram að ég er ekki þeirrar skoðunar að kirkjan eigi að sveiflast með tískubylgjum eða öðrum nútímastraumum. Stór hluti af starfi kirkjunnar felst einmitt í því að standa fast á grunngildum sem vonandi víkja aldrei frá okkur – og kirkja á ekki að láta hina ýmsu sviptivinda slá sig út af laginu. En réttindabarátta samkynhneigðra var ekki tískubylgja. Hún var ekki merki um hnignun samfélagsins eða afturför góðra gilda. Hún var – og er – hluti af þeirri framþróun mannkyns sem átt hefur sér stað á undanförnum öldum. Afstaða kirkjunnar í málefnum samkynhneigðra fældi marga frá henni, og ekki aðeins samkynhneigða einstaklinga heldur einnig fjölskyldur og vini sem ekki gátu skilið orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar um samkynhneigð sem sjúkdóm eða synd. Ég vil leyfa mér að vitna í þessu sambandi í prédikun afa míns heitins, séra Magnúsar Guðmundssonar, sem var á sínum tíma sóknarprestur í Grundarfirði. Hann sagði þar á einum stað: „Vér viljum vera eins og hyggni maðurinn í dæmisögunni. Hann gaf sér tíma til að grafa í gegnum sandlagið niður á klöppina svo að hann gæti byggt á bjargi. Hann gerði sér ljóst að það var ekki nóg að heyra orðið, hann varð að læra að breyta eftir því, halda allt það sem Jesús hefur boðið. Verið gerendur orðsins, ekki aðeins heyrendur. Er það ekki hérna sem meinið liggur hjá oss? Vér eigum að breyta samkvæmt orði Krists, líf vort á að breytast, vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum. … Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir...“ Magnús afi hafði þarna rétt fyrir sér. En lífið heldur áfram og kirkjan hefur og getur sýnt kærleikann í verki með ýmsum hætti, með áherslu á umburðarlyndi, skilning og virðingu fyrir náunganum. Ekkert af þessu kallar á að grunngildum kristinnar trúar sér breytt - þvert á móti. En þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mistökunum - með því að beita sér í þágu mannréttinda, standa með fólkinu, mennskunni og sýna kærleika í verki. Ágætu gestir, Krafan um jafnræði milli ólíkra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga verður sífellt meira áberandi og þá ekki síst meðal yngri kynslóðarinnar. Sjálfstæð kirkja óháð ríkisvaldinu samrýmist líka betur trúfrelsi og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan hefur notið í íslenskri stjórnskipan. Fleiri og fleiri aðhyllast þá skoðun að það sé ekki hlutverk ríkisins að fjármagna trúfélög eða „hygla einu trúfélagi á kostnað annarra“ eins og stundum heyrist sagt. Í mínum huga er ekki spurning um það, að kirkjan getur vel sinnt öllum verkefnum sínum og þar á meðal sáluhjálp og margvíslegri félagslegri þjónustu óháð ríkinu. Ég er

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.