Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 13
13
skipuleggja söfnun fyrir Bíafra. Fyrsti stjórnarfundur Hjálparstofnunar kirkjunnar var svo
haldinn 1. apríl 1970. Nafni stofnunarinnar var breytt í Hjálparstarf kirkjunnar.
Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr málþing á Grand hótel í Reykjavík á afmælisdaginn,
fimmtudaginn 9. janúar, klukkan 16:30-18:30. Ég hvet ykkur öll til að mæta á málþingið
en dagskrá þess verður auglýst síðar. Ýmislegt fleira verður gert til að fagna afmælinu
á árinu, þannig kemur til dæmis Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar út í
afmælisútgáfu þann 4. apríl 2020.
Það er við hæfi á þessum merku tímamótum að kirkjan minni á sérstöðu sinnar eigin
stofnunar og að við hvetjum kirkjufólk til að tala máli hennar og leggja henni lið sem
slíkrar. Ég mun leggja til við presta að fjalla sérstaklega um Hjálparstarf kirkjunnar í
messu sunnudaginn 12. janúar 2020 og að tala máli stofnunarinnar við sem flest tækifæri
á afmælisárinu.
Mig langar einnig að nefna að öll getum við haldið áfram að styðja starfið persónulega
en nú styrkja yfir 2.000 Hjálparliðar Hjálparstarf kirkjunnar með mánaðarlegu framlagi. –
Hjálparstarf kirkjunnar er hjálparstarfið okkar!
Fjölskylduþjónustan
Önnur merk stofnun hefur verið í sama húsi og Hjálparstarfið. Það er fjölskylduþjónusta
kirkjunnar. Nú er hún flutt í nýtt húsnæði, hið sama og þjónustumiðstöð biskupsstofu var
í síðast liðið ár, í safnaðarheimili þessarar kirkju, Háteigskirkju. Ég þakka sóknarnefnd og
starfsfólki kirkjunnar fyrir hve vel var tekið á móti starfsfólki þjónustumiðstöðvarinnar
sem nú er flutt í Katrínartún 4 eins og öll starfsemi kirkjuhússins á Laugavegi 31 fyrir
utan verslunina Kirkjuhúsið sem flytur í Katrínartún í byrjun næsta árs. Verslunin er enn
á Laugaveginum.
Fjölskylduþjónustan er hluti af sálgæslustarfi kirkjunnar og þjónar öllu landinu. Öllum
er heimilt að leita beint til hennar og sumir koma samkvæmt ábendingu prests eða ann-
arra aðila. Í bók sinni Í nærveru kemst sr. Sigfinnur Þorleifsson svo að orði: „Sálgæslan er
nokk urs kon ar brúar gerð, tenging á milli Guðs og manns og manns og annars. Hlutverk
hennar er að græða, hugga, styrkja, sætta og leiðbeina.“ Prestar landsins veita sálgæslu-
þjónustu enda eru þeir á vaktinni alla daga og allar nætur ef þannig stendur á. Engar
aðrar fagstéttir veita sálgæslu en sú fræðigrein er fullgild og viðurkennd fræðigrein, en
leitar fanga í sálfræði og læknisfræði eins og geðsjúkdómafræði og sálmeðferð. Sálgæslan
á sér sterkar rætur úr fortíðinni og hinni fornu arfleið. Sálgæslan byggir á heildstæðum
mannskilningi. Manneskjan verður ekki sundurgreind, hún er ein órofa heild, líkami, andi
og sál. Allur maðurinn heill. Fyrirmynd sálusorgarans er frelsarinn sjálfur. Í Biblíunni eru
margar sögur af sálgæslu Jesú Krists. Ein af þeim er sagan af Miskunnsama Samverjanum
sem við þekkjum. Jesús Kristur mætir öllum manneskjum af kærleika og elsku, hann
hlustar og dæmir ekki. Sálusorgarinn mætir manneskjunni í þeim aðstæðum sem hún er
stödd, oft á brothættum stað þar sem trúnaður milli manna skiptir mestu máli. Sálgæslan
fer ekki í manngreiningarálit heldur eru allir jafnir út frá kristnum manngildum.
Annað hlutverk fjölskylduþjónustunnar er að veita prestum, djáknum og starfsfólki
kirkjunnar handleiðslu. Það er mjög mikilvægt ef prestur eða djákni á að endast í starfi