Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 15

Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 15
15 höfum reyndar látið það ná yfir lengra tímabil því þátttaka kirkjunnar á Artic Circle ráðstefnunni hefur varað fram undir miðjan október. Í tengslum við þátttöku á þessari norðurslóðaráðstefnu hefur þjóðkirkjan staðið fyrir málþingi um umhverfismál með þátttakendum frá ýmsum kirkjum og kirknasamtökum heimsins og nú síðast einnig með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, Landverndar og fleirum. Þeir kennimenn og konur sem hafa sótt þessar samkonur hafa endað dvölina með því að prédika í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu um umhverfismál og aðstæður heima fyrir. Þjóðkirkjan lætur sig umhverfið varða því við höfum hlutverk í hinni sístæðu sköpun Guðs og hér er um siðferðilegt málefni að ræða ekki síður en vísindalegt. Unga fólkið Um síðustu helgi var haldið landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar. Það fór fram í Ólafsvík og var yfirskriftin „skapandi landsmót“. Það var gaman að hitta þetta unga prúða fólk sem hafði flest keyrt um langan veg til að sækja mótið. Þetta unga fólk mun væntanlega muna eftir kirkjunni sinni á leið sinni um lífsins veg og eiga sína fulltrúa á kirkjuþingum framtíðarinnar. Kirkjan er nú ekki meira deyjandi en það að hvarvetna um land allt er fólk sem leggur á sig ómælda vinnu í kirkjunni og styður þar með samfélag sitt og heldur utan um allt það góða starf sem fram fer í kirkjum landsins. Þetta þarf ég ekki að segja ykkur því þið eruð hluti af þeim góða hópi. Unga fólkið er framtíðin er stundum haft á orði, en unga fólkið er líka hér og nú og kirkjuþing unga fólksins á líka fulltrúa sinn á þessu þingi. Víðs vegar um heiminn hefur unga fólkið beitt sér í loftslagsmálunum og þau hafa líka áhrif á starfið í kirkjum vítt og breitt um veröldina. Í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi hafa þau ásamt fleirum staðið fyrir verkefninu „fasta fyrir umhverfið“. Verkefnið fjallaði um að koma með hagnýtar leiðir í umhverfisstarfi og var það 40 daga áskorun um að draga úr vistsporinu og eiga umhverfisvænni hversdag. Kosning á kirkjuþing og lýðræðið Ég fagna því að á kirkjuþinginu núna er lögð fram tillaga að breytingum um kjör til kirkjuþings. Bakland fulltrúa kirkjuþings er ekki nógu mikið eða sterkt þegar fulltrúar geta verið með allt niður í 3 atkvæði á bak við sig. Með tillögunni gefst kirkjuþingi tækifæri til að ræða starfsreglur um kjör til kirkjuþings þó breytingartillagan feli aðeins í sér að fella niður fimm orð. Það er talað um að fulltrúalýðræði ríki í kirkjunni. Það endurspeglast m.a. í kosningum á kirkjulegum vettvangi og hér á kirkjuþinginu. Ég hef sagt það áður og segi það enn. Það á að kjósa til kirkjuþings í almennri kosningu alls þjóðkirkjufólks. Það er hvort sem er kosið til kirkjuþings í sama mánuði og til sveitarstjórna. Þeir sem eru í þjóðkirkjunni fá þá 2 atkvæðaseðla til að fara með inn í kjörklefann, annan til kirkjuþingskosninga, hinn til sveitarstjórnarkosninga. Þannig yrði lýðræðið betur tryggt og hægt að nota tækifærið til að laga skráningar í kirkjunni. Ég myndi vilja sjá lista fólks í hverju kjördæmi. Bak við nöfnin á listunum er hugmyndafræði sú sem fólkið aðhyllist í sambandi við stjórn og framgöngu kirkjunnar í landinu. Fólk getur þá kosið þann lista sem það telur best til þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.