Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 26
26 27
2. mál. Tillaga til þingsályktunar um skipan sex manna nefndar vegna viðbótarsamnings
milli þjóðkirkjunnar og ríkisins.
Flutt af forsætisnefnd.
Aukakirkjuþing 2019 samþykkir að beina því til kirkjuráðs að skipa sex manna nefnd
vegna viðbótarsamnings milli þjóðkirkjunnar og ríkisins. Nefndarskipan verði eftir-
farandi: Biskup Íslands tilnefnir einn fulltrúa, forsætisnefnd tilnefnir annan. Einn fulltrúi
er tilnefndur af kirkjuráði, einn af löggjafarnefnd, einn af fjárhagsnefnd og einn af alls-
herjarnefnd. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti.
Samkvæmt samþykkt kirkjuþings skipaði kirkjuráð á fundi sínum 11. september sl.
eftirfarandi fulltrúa í nefndina: Forsætisnefnd: Aðalmaður: Anna Guðrún Sigurvinsdóttir,
vara maður: Guðlaugur Óskarsson. Kirkjuráð: Aðalmaður: Axel Árnason Njarðvík, vara-
maður: Arna Grétarsdóttir. Biskupsembættið: Aðalmaður: Guðmundur Þór Guðmundsson,
varamaður: Þorvaldur Víðisson. Allsherjarnefnd: Aðalmaður: Guðrún Karls Helgudóttir,
varamaður: Anný Ingimarsdóttir. Fjárhagsnefnd: Aðalmaður: Gísli Jónasson, varamaður:
Gísli Gunnarsson. Löggjafarnefnd: Aðalmaður: Steindór R. Haraldsson, varamaður:
Bryndís Malla Elídóttir. Nefndin hefur hlotið heitið Framtíðarnefnd þjóðkirkjunnar.
Mál lögð fram af kirkjuráði á kirkjuþingi 2019.
Kirkjuráð leggur fram 11 mál. Þau eru eftirfarandi:
1. mál. Skýrsla kirkjuráðs.
Að venju leggur kirkjuráð fram skýrslu um störf sín á kirkjuþingsárinu. Skýrsla þessi
ásamt fylgiskjölum er lögð fyrir kirkjuþing 2019 skv. starfsreglum um kirkjuráð nr.
817/2000, með síðari breyingum.
Vísað er til Árbókar kirkjunnar þar sem einnig er að finna greinargóðar skýrslur um
kirkjustarfið.
2. mál. Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar.
Fjármál þjóðkirkjunnar eru lögð fram á kirkjuþingi. Reikningar stofnana og sjóða vegna
ársins 2018 eru aðgengilegir öllum kirkjuþingsfulltrúum. Ríkisendurskoðun skilar
endurskoðunarskýrslu vegna sjóða og stofnana kirkjunnar fyrir árið 2018.
17. mál. Tillaga til þingsályktunar um Jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar.
Hér er lögð fram endurskoðuð jafnréttisstefna þjóðkirkjunnar. Í núgildandi stefnu er kveðið
á um að Jafnréttisnefnd leggi mat á jafnréttisstefnuna og endurskoði framkvæmdaáætlun
hennar. Jafnréttisnefnd hefur nú endurskoðað stefnuna. Þar kemur fram að Jafnréttisnefnd
skuli skila tillögu að nýrri framkvæmdaráætlun til biskups og kirkjuráðs fyrir 1. september
2023. Hún verði lögð fyrir kirkjuþing haustið 2023 og taki gildi 1. janúar 2024.
18. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar
fasteignir kirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum.
Tillagan fjallar um að leiga prestssetra í eigu kirkjunnar skuli ekki vera lægri en kr. 50.000
á mánuði og taki sú fjárhæð breytingum árlega samkvæmt neysluvísitölu.