Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 26

Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 26
26 27 2. mál. Tillaga til þingsályktunar um skipan sex manna nefndar vegna viðbótarsamnings milli þjóðkirkjunnar og ríkisins. Flutt af forsætisnefnd. Aukakirkjuþing 2019 samþykkir að beina því til kirkjuráðs að skipa sex manna nefnd vegna viðbótarsamnings milli þjóðkirkjunnar og ríkisins. Nefndarskipan verði eftir- farandi: Biskup Íslands tilnefnir einn fulltrúa, forsætisnefnd tilnefnir annan. Einn fulltrúi er tilnefndur af kirkjuráði, einn af löggjafarnefnd, einn af fjárhagsnefnd og einn af alls- herjarnefnd. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti. Samkvæmt samþykkt kirkjuþings skipaði kirkjuráð á fundi sínum 11. september sl. eftirfarandi fulltrúa í nefndina: Forsætisnefnd: Aðalmaður: Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, vara maður: Guðlaugur Óskarsson. Kirkjuráð: Aðalmaður: Axel Árnason Njarðvík, vara- maður: Arna Grétarsdóttir. Biskupsembættið: Aðalmaður: Guðmundur Þór Guðmundsson, varamaður: Þorvaldur Víðisson. Allsherjarnefnd: Aðalmaður: Guðrún Karls Helgudóttir, varamaður: Anný Ingimarsdóttir. Fjárhagsnefnd: Aðalmaður: Gísli Jónasson, varamaður: Gísli Gunnarsson. Löggjafarnefnd: Aðalmaður: Steindór R. Haraldsson, varamaður: Bryndís Malla Elídóttir. Nefndin hefur hlotið heitið Framtíðarnefnd þjóðkirkjunnar. Mál lögð fram af kirkjuráði á kirkjuþingi 2019. Kirkjuráð leggur fram 11 mál. Þau eru eftirfarandi: 1. mál. Skýrsla kirkjuráðs. Að venju leggur kirkjuráð fram skýrslu um störf sín á kirkjuþingsárinu. Skýrsla þessi ásamt fylgiskjölum er lögð fyrir kirkjuþing 2019 skv. starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000, með síðari breyingum. Vísað er til Árbókar kirkjunnar þar sem einnig er að finna greinargóðar skýrslur um kirkjustarfið. 2. mál. Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar. Fjármál þjóðkirkjunnar eru lögð fram á kirkjuþingi. Reikningar stofnana og sjóða vegna ársins 2018 eru aðgengilegir öllum kirkjuþingsfulltrúum. Ríkisendurskoðun skilar endurskoðunarskýrslu vegna sjóða og stofnana kirkjunnar fyrir árið 2018. 17. mál. Tillaga til þingsályktunar um Jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Hér er lögð fram endurskoðuð jafnréttisstefna þjóðkirkjunnar. Í núgildandi stefnu er kveðið á um að Jafnréttisnefnd leggi mat á jafnréttisstefnuna og endurskoði framkvæmdaáætlun hennar. Jafnréttisnefnd hefur nú endurskoðað stefnuna. Þar kemur fram að Jafnréttisnefnd skuli skila tillögu að nýrri framkvæmdaráætlun til biskups og kirkjuráðs fyrir 1. september 2023. Hún verði lögð fyrir kirkjuþing haustið 2023 og taki gildi 1. janúar 2024. 18. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum. Tillagan fjallar um að leiga prestssetra í eigu kirkjunnar skuli ekki vera lægri en kr. 50.000 á mánuði og taki sú fjárhæð breytingum árlega samkvæmt neysluvísitölu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.