Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 27

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 27
27 19. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000, með síðari breytingum. Tillagan fjallar um að kirkjuráð skipi Strandarkirkjunefnd, sbr. 2. gr. reglna um Strandarkirkju í Selvogi sem samþykktar voru á kirkjuþingi árið 2001. 20. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum. Hér er m.a. lagt til að matsnefnd um hæfni til prestsembættis skili umsögn innan sex vikna í stað fjögurra og að biskupsstofa standi straum af kostnaði við nefndina í stað kirkjumálasjóðs. Einnig er lagt til að prófastar geti óskað eftir aðstoð við undirbúning kjörnefndarfunda ef þeir svo kjósa. 21. mál. Tillaga til þingsályktunar um skipan nefndar til endurskoðunar á starfsreglum um íslensku þjóðkirkjuna erlendis. Tillagan fjallar um skipun þriggja manna nefndar til þess að endurskoða starfsreglur um íslensku þjóðkirkjuna erlendis. Fasteignir. Um fasteignir þjóðkirkjunnar gilda starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum og Fasteignastefna þjóðkirkjunnar sem samþykkt var á kirkjuþingi 2018 og öðlast gildi 1. janúar 2019. Kirkjuráð annast um rekstur fasteigna kirkjumálasjóðs sem felst m.a. í því að annast viðhald eignanna í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun, gæta réttinda og varðveita þau sem tengjast eignunum, sjá um tryggingar og halda uppi lögskilum. – Samkomulag um úrvinnslu og yfirfærslu á tilteknum eignum. Ríkissjóður og þjóðkirkjan hafa gert með sér samkomulag um endanlega úrvinnslu og yfirfærslu á tilteknum lóðum, spildum og öðrum eignum í samræmi við samkomulag frá árinu 2006 við Þjóðkirkjuna um prestssetur og afhendingu þeirra til kirkjunnar. Með samkomulagi þessu hefur endanleg úrvinnsla nú farið fram á því samkomulagi ásamt fullnaðaruppgjöri er tengist eignarhaldi einstakra eigna. Ekki munu verða viðhafðar frekari kröfur milli aðila um yfirfærslu eigna á grundvelli samkomulagsins frá árinu 2006. Í samræmi við það sem kemur fram í samkomulaginu frá árinu 2006 eru aðilar sammála um að lóðir þær og spildur og aðrar eignir, sem þar eru upptaldar, eigi að færast yfir til kirkjunnar og er sérstaklega vísað til þeirra í samkomulaginu með beinum eða óbeinum hætti: Á fundi kirkjuráðs 12. febrúar sl. var samþykkt að fela framkvæmdastjóra kirkjuráðs að undirrita samkomulagið fyrir hönd kirkjumálasjóðs og jafnframt lýsti ráðið yfir ánægju sinni með samkomulagið og þakkaði skrifstofustjóra biskupsstofu fyrir aðkomu hans að því að það hafi náðst eftir áralanga vinnu. (fskj. 3). – Um fasteignasvið. Fasteignasvið þjóðkirkjunnar er starfrækt af kirkjuráði. Þar er sinnt daglegum rekstri þeirra verkefna sem kirkjuráði eru falin í starfsreglum þessum, eftir nánari fyrirmælum

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.