Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 29
29
Skálholt
– Skálholtsstaður.
Biskup Íslands og kirkjuráð hafa forræði um framkvæmdir í Skálholti og starfrækslu
Skálholtsstaðar. Skálholtsstaður og Skálholtsskóli hafa verið rekin sem ein rekstrareining
síðastliðin ár. Um Skálholt gilda lög nr. 32/1963 um heimild handa ríkisstjórninni til þess að
afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað og um Skálholtsskóla lög nr. 22/1993. Í lögum um
Skálholtsskóla nr. 22/1993 er kveðið á um hlutverk og stjórnun Skálholtsskóla. Kirkjuráð
ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri skólans fyrir hönd þjóðkirkjunnar.
Samkvæmt samþykkt kirkjuráðs frá 22. febrúar 2012 og starfsreglum um vígslubiskupa
ábyrgist vígslubiskup í umboði kirkjuráðs rekstur og starfsemi í Skálholti á grundvelli
samþykktrar fjárhagsáætlunar og hefur almennt fyrirsvar vegna Skálholts. Jafnframt er
stjórnun Skálholtsskóla í höndum vígslubiskups Skálholtsumdæmis fyrir hönd kirkjuráðs.
Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum 8. maí sl. að afnema ofangreindar samþykktir.
Á fundi kirkjuráðs í Skálholti þann 8. maí sl. var samþykkt að fela stjórn Skálholts að
boða til fundar um framtíðarstjórnskipan Skálholts og skila tillögum sínum til kirkjuráðs.
Tillögur fundarins voru lagðar fram til kynningar á fundi kirkjuráðs 12. júní sl. Kirkjuráð
fagnaða vinnunni, þakkaði fyrir hana og tók undir tillögurnar í megindráttum. Í samræmi
við tillögurnar samþykkti kirkjuráð að skipa í framkvæmdastjórn Skálholts og setja henni
erindisbréf. Í stjórnina voru eftirtaldir skipaðir: Aðalmenn: Drífa Hjartardóttir, bóndi
og forseti kirkjuþings, sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hrunaprestakalli,
Suðurprófastsdæmi og Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, hótelstjóri. Til vara: Þórarinn
Þorfinnsson, bóndi á Spóastöðum í Biskupstungum, Olga Eleonora Marcher Egonsdóttir,
fjármálastjóri og Árborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi. Kirkjuráð mun í samræmi
við tillögurnar setja framkvæmdastjórninni erindisbréf. Kirkjuráð samþykkti einnig að
heimila stjórn Skálholts að auglýsa eftir ráðsmanni, enda sé verkefnið að fullu fjármagnað.
Aðalmenn í skólaráði eru: sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, formaður, Ásdís
Guðmundsdóttir, Háskóla Íslands, Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita
Árnessýslu. Varamenn: Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri, Runólfur Smári Steinþórsson,
prófessor og Sigurður Sigursveinsson frá Háskólafélagi Suðurlands.
– Skálholtsjörðin.
Málefni ábúanda á Skálholtsjörðinni hafa verið til umræðu í kirkjuráði en ábúendur hafa
sagt upp ábúðinni. Kirkjuráð hefur gert upp við ábúendur og leyst til sín eignir þær sem
þeir vildu selja. Kirkjuráð hefur ákveðið að búskap í Skálholti verði hætt en að ráðinn verði
ráðsmaður Skálholts sem sjái um viðhald og önnur viðvik á staðnum.
– Gestastofa í Skálholti.
Kirkjuráð hefur einnig samþykkt að vígslubiskupshúsi verði breytt í Gestastofu og hefur
ákveðið að taka til skoðunar hugmyndir og tillögur að fyrsti áfangi endurnýjunar gamla
vígslubiskupshúss, sem ASK arkitektar hafa unnið, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar
vegna ársins 2020.
Eftirtalin gögn eru aðgengileg í gagnaherbergi kirkjuþings: