Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 30

Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 30
30 31 Samþykktir kirkjuráðs um starf og rekstur Skálholts og Skálholtaskóla frá 22. febrúar 2012. (fskj. 5). Tillögur stjórnar Skálholts og lagahóps kirkjuráðs frá 4. júní 2019. (fskj. 6). Skýrsla Kolbeins Kolbeinssonar verkfræðings um Stefnumörkun til framtíðar dags. 5. maí 2019. (fskj. 7). Fundargerðir stjórnar Skálholts og skólaráðs Skálholtsskóla. (fskj. 8). – Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. Stjórn Skálholtsstaðar samþykkti stofnun Verndarsjóðs Skálholtdómkirkju með skipulagsskrá dags. 11. ágúst 2016. Markmið sjóðsins var að afla fjármuna, varðveita þá og ráðstafa til endurbóta og viðhalds í og við Skálholtsdómkirkju, m.a. listglugga Gerðar Helgadóttur o.fl. Stjórn sjóðsins var skipur þremur mönnum, og þremur til vara. Biskup tilnefndi einn stjórnarmann og einn til vara, kirkjuráðs einn og til vara og biskup og kirkjuráð ein stjórnarmann sameiginlega og einn til vara. Skipunartími stjórnar var til 30. júní 2019. Í stjórn sátu Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, sr. Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur og Margrét Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn voru sr. Egill Hallgrímsson, Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Sognstöðva og Ragnhildur Benediktsdóttir, lögfræðingur. Stjórn Verndarsjóðsins hefur starfað ötullega að því að kynna verkefnið og afla þess fjár frá fyrirtækjum og einkaaðilum. Í upphafi verksins lagði kirkjuráð út fyrir verkinu kr. 10 milljónir og var það tæplega þriðjungur kostnaðarins sem ráðið samþykkti síðar að breyta í styrk. Annað stærsta framlag til verksins kom frá Húsafriðunarsjóði að upphæð 9 milljónir. Heildarkostnaður við verkið nam liðlega 30 milljónum og reyndist það mun lægri upphæð en fyrst var áætlað. Á síðasta ári lauk viðgerðum á listgluggum Gerðar Helgadóttur og altarismynd Nínu Tryggvadóttur en þessi miklu listaverk eru þjóðargersemar. Því var fagnað með „gluggamessu“ 16. desember s.l. með hátíðardagskrá í Skálholtsskóla og hádegisverði. Þar var þeim fjölmörgu sem lögðu verkefninu lið þakkað. Kirkjuráð þakkar stjórn Verndarsjóðsins fyrir störf sín. Tónskóli þjóðkirkjunnar. Tónskóli þjóðkirkjunnar starfar samkvæmt starfsreglum um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar nr. 1074/2017. Samkvæmt starfsreglunum starfrækir kirkjan Tónskóla þjóðkirkjunnar „sem annast um menntun organista og kirkjutónlistarfræðslu þeirra og annars tónlistarfólks innan kirkjunnar. Tónskólinn heyrir undir kirkjuráð. Skólinn starfar eftir námsskrá sem kirkjuráð samþykkir“. Kirkjuráð skipar þriggja manna kirkjutónlistarráð sem stjórn Tónskóla þjóðkirkjunnar og fagráð í kirkjutónlistarmálum. Í ráðinu sitja nú Guðmundur Sigurðsson, organisti formaður, Helga Þórdís Guðmundsdóttir, organisti og sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur. Varamenn eru sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur, Hákon Tumi Leifsson, organisti og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur. Björn Steinar Sólbergsson, organisti, er skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.