Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 32

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 32
32 33 unga fólksins nr. 952/2009 skal kirkjuþingið kjósa einn fulltrúa á kirkjuþing með málfrelsi og tillögurétt og var María Björt Guðnadóttir kjörin til þess. Eftirfarandi tólf mál voru afgreidd á Kirkjuþingi unga fólksins. 1. Tillaga um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009 sem kveður á um að kirkjuþing hið almenna verði pappírslaust fyrir 2020. Jafnframt verði dregið sem mest úr notkun plasts á öllum sviðum kirkjulegs starfs. 2. Samþykkt var ályktun sem kveður á um að kirkjuþing hið almenna streymi fundum sínum með hljóði og mynd. Upptökur verði svo aðgengilegar eftir þingið. 3. Samþykkt var tillaga um að prestar þjóðkirkjunnar, sem og biskup Íslands, vígslu- biskupar og prófastar, ættu ekki að vera opinberir embættismenn íslenska ríkisins. 4. Samþykkt var ályktun um að gerð verði krafa um að þeir prestar sem þjóna sem sóknarprestar skuli ljúka sérstöku námi á vegum guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands. Yrði það á lengd við diplómanám með áherslu á sálgæslu og stjórnun. Meginröksemdin fyrir þessu er að sóknarprestum mun fækka með sameiningu prestakalla og verða þeir verkstjórar í prestateymum úti í prestaköllunum. 5. Samþykkt var tillaga um breytingu á starfsreglum kirkjuþings unga fólksins þar sem kjör tveggja ritara er lagt niður enda verði þingið tekið upp með hljóði og mynd. 6. Tillaga var samþykkt um að söfnuðum verði skylt sjá til þess að fræðsla á vegum Samtakanna 78 sem kallast „Fræðsla til fagstétta“, fari fram að minnsta kosti á tveggja ára fresti. 7. Kirkjuþing unga fólksins samþykkti áskorun til biskupsembættisins þess efnis að opnuð yrði æskulýðsmiðstöð. Langtímamarkmiðið yrði að allir gætu notið slíkrar miðstöðvar og því þyrfti að huga að landsbyggðinni sem og höfuðborgarsvæðinu hvað það snerti. 8. Ályktun um að ráðinn yrði æskulýðsprestur hjá biskupsembættinu var samþykkt. Skal hann meðal annars hafa yfirsýn yfir helgihald fyrir ungt fólk og fræða jafnvel um kirkjulegar athafnir eins og skírn og hjónavígslur. Æskulýðsprestur myndi vera talsmaður unga fólksins í kirkjunni og efla æskulýðsstarfsemi á landsvísu í samstarfi við sóknarpresta og prófasta. 9. Þá lýsti kirkjuþing unga fólksins ánægju sinni með yfirlýsingu sr. Kristjáns Björnssonar, vígslubiskups í Skálholti, sem birtist á kirkjan.is 14. maí 2019, þar sem meðal annars kom fram að kirkjan vilji standa með þolendum ofbeldis og taka alvarlega allar ásakanir um óviðeigandi eða ranga hegðun. 10. Samþykkt var ályktun þar sem skorað er á alla starfsmenn kirkjunnar að draga úr flugferðum. Fara aðeins í þær ferðir sem teljast nauðsynlegar. Jafnframt skuli kirkjan kolefnisjafna ferðir sínar með skógrækt á landsvæðum kirkjunnar. 11. Kirkjuþing unga fólksins hvetur sóknarnefndir landsins til þess að kjósa ungt fólk til setu í sóknarnefndum. Viðmiðið ætti að vera að í hverri sóknarnefnd sitji að minnsta kosti einn einstaklingur yngri en 30 ára ef möguleiki er fyrir hendi. Þá lýsti þingið ánægju sinni með þær sóknir sem leitast hafa við að hafa ungt fólk í sóknarnefndum. 12. Kirkjuþing unga fólksins minnti á þingsályktun kirkjuþings 2017, mál nr. 7, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.