Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 36

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 36
36 37 kirkjunni fyrirsvar, þ.e. biskupi Íslands, kirkjuþingi og kirkjuráði með aðkomu PÍ og annarra fagfélaga þar sem það á við. Þannig leiði biskup Íslands, sem er leiðtogi þjóðkirkjunnar, viðræðurnar f.h. kirkjunnar ásamt forseta kirkjuþings og fulltrúa sem kirkjuráð tilnefnir.“ □ Kirkjuráð samþykkti að fela starfshópum kirkjuráðs að taka I. og II. hluta til umfjöllunar og skila kirkjuráði tillögum sínum og hugmyndum. Forseti kirkjuráðs tilnefndi þrjá kirkjuráðsmenn í starfshópinn, sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Örnu Grétarsdóttur og Svönu Helen Björnsdóttur. Kirkjuráð samþykkti tilnefninguna. □ Kirkjuráð samþykkti að fela lagahópi kirkjuráðs að taka III. hluta ályktunarinnar til umfjöllunar og skila kirkjuráði tillögum sínum og hugmyndum. □ Kirkjuráð samþykkti að fela starfshópum kirkjuráðs að taka I. og II. hluta til umfjöllunar og skila kirkjuráði tillögum sínum og hugmyndum. Tillögur lagahóps 11. júní 2019: Lagahópur tekur undir ályktun prestastefnu um nauðsyn stefnumótunar fyrir þjóðkirkjuna. Lagahópur telur hins vegar að módelið sem notað var 2004-2010 sé barn síns tíma og ekki heppilegt til nútíma stefnumótunar. Breytingar í nútímasamfélagi eru einfaldlega of hraðar til að þessi aðferð henti í dag. Lagahópur bendir á að til þess að stefnumótun heppnist í framkvæmd sé mjög mikilvægt að sem mestur samhljómur sé innan kirkjulegra stjórnvalda um málið. Lagahópur leggur til að kirkjuráð leggi fram þingsályktun á næsta kirkjuþingi um að ráðist verði í grundvallar stefnumótun fyrir þjóðkirkjuna og til verksins verði ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi eða ráðgjafar. 4. „Prestastefna 2019 hvetur Biskup Íslands til að stofna gleðinefnd í kirkjunni til að gleðjast saman og stuðla að aukinni virkni gleðidaganna frá jólum til öskudags og frá páskum til hvítasunnu. Nefndin kæmi með tillögur hvernig auka mætti gleðina í kirkjunni á þessum tveimur tímabilum og stuðla að samvinnu við önnur félög. Nefndin mundi starfa í 11 mánuði frá 1. júlí 2019 til 31. maí 2020. Hún mundi skila inn tillögum bæði til Biskups Íslands og presta og djákna annars vegar 15. október fyrir tímabilið frá jólum til öskudags og hins vegar 1. mars fyrir tímabilið frá páskum til hvítasunnu.“ – Nýtt húsnæði biskupsstofu Biskupsstofa hefur sagt upp leigusamningi við kirkjumálasjóð og hefur biskup Íslands gengið til samninga um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 4, Reykjavík (Höfðatorgi) fyrir starfsemi embættisins og jafnframt aðra þá kirkjulegu aðila sem hýstir hafa verið í Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31, Reykjavík, þeir sem það kjósa. Kostir hins nýja húsnæðis eru helstir þessir: Öll starfsemi biskupsstofu verður sameinuð (þ.m.t. þjónustumiðstöð í Háteigskirkju) og jafnframt verður hún á einni hæð. Einnig verður Tónskóla þjóðkirkjunnar boðið að fá aðstöðu í Katrínartúni þ.e.a.s. sú starfsemi sem nú fer fram í Grensáskirkju svo og Hinu íslenska Biblíufélagi sem er í leiguhúsnæði í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Húsnæðið er nýlegt og uppfyllir allar nútímakröfur um loftgæði, birtu, hljóðvist, aðgengi fatlaðs fólks, bifreiðastæði o.s.frv.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.