Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 38

Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 38
38 39 Kirkjuþing afgreiddi skýrslu kirkjuráðs með eftirfarandi þingsályktun: Kirkjuþing þakkar fyrir að upplýsinga- og kynningarmál voru tekin föstum tökum eins og kirkjuþing 2018 ályktaði. Kirkjuþing þakkar skírnarnefnd hennar störf og leggur til að hún haldi áfram vinnu sinni og kynni söfnuðum tillögur sínar. Kirkjuþing áréttar að farið verði eftir ályktun kirkjuþings 2017 um hlutdeild unga fólksins í kirkjustarfi og stjórn og ályktun sama þings um að jöfn hlutföll kynja skuli ávallt vera í öllum stjórnum, nefndum og ráðum á vegum þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing hvetur til að hið góða og mikilvæga starf Fjölskylduþjónustu kirkjunnar verði kynnt betur fyrir söfnuðum landsins. Kirkjuþing minnir á mikilvægi þess að vandað verði til verka við skipulagsbreytingar vegna viðbótarsamnings kirkju og ríkis. Fyllsta samráðs og gagnsæis verði gætt í hvívetna. Nefndarálit allsherjarnefndar um skýrslu kirkjuráðs. Allsherjarnefnd 2019 hefur fjallað um skýrslu kirkjuráðs og fylgigögn ásamt ávörpum við upphaf kirkjuþings. Nefndin þakkar þeim sem ávörpuðu kirkjuþing við þingsetningu í Háteigskirkju. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings talaði um það sem framundan væri hjá þjóðkirkjunni, um einfaldað lagaumhverfi, meiri aðgreiningu frá ríkisvaldinu, aukið sjálfstæði og ábyrgð á sínum innri málum með nýjum viðbótarsamningi kirkju og ríkis. Framundan er þó áframhaldandi samtal við ríkið um leiðréttingu sóknargjalda og fagnaði hún því stofnun Sóknasambands. Dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir talaði um að kirkjan yrði að læra af mistökum sínum en standa samt fast á grunngildunum. Hún minntist einnig á að með nýjum viðbótarsamningi bæri þjóðkirkjan nú ábyrgð á eigin rekstri og þyrfti að axla ábyrgð á framkvæmd samningsins. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands minnti á 62. grein Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands en það gerðu einnig forseti og dómsmálaráðherra, þar er kveðið á um að ríkisvaldinu beri að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Biskup sagði að með viðbótarsamningi kirkju og ríkis væru nýir tímar framundan. Hún minnti á Hjálparstarf kirkjunnar sem á 50 ára afmæli á næsta ári. Hún kom inn á mikilvægi Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, endurmenntunar presta í sálgæslu og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Þá gerði hún umhverfisstefnu kirkjunnar einnig að umræðuefni. Allsherjarnefnd þakkar ýtarlega og góða skýrslu kirkjuráðs. Nefndin leggur til að málið verði samþykkt með ályktun á þskj. 55.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.