Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 42
42 43
Rekstrarkostnaður jöfnunarsjóðs nam 19,7 millj. kr. en önnur gjöld voru úthlutaðir
styrkir.
Allar eignir jöfnunarsjóðs eru veltufjármunir.
Fjárhagsáætlun 2020
Nú er í fyrsta sinn er gerð ein fjárhagsáætlun fyrir þjóðkirkjuna í heild. Fjárhagsáætlunin
er fylgiskjal með þessu máli.
Greiðsla frá ríkinu til þjóðkirkjunnar á árinu 2020 er áætluð í fjárhagsáætlun 3,7
milljarðar. Eins og fyrr segir hefur sú fjárhæð ekki fengist staðfest hjá fjármálaráðuneytinu
eða verið birt í fjárlögum.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður embættismanna þjóðkirkjunnar og annarra
starfsmanna verði um 2,6 milljarðar króna og embættiskostnaður presta og biskupa verði
um 159 millj. kr.
Úthlutanir og styrkir til sókna og annarra eru 10,6% af heildartekjum þjóðkirkjunnar eða
um 392,6 millj. kr. en úthlutanir til rekstrar Skálholts eru ekki færðar undir úthlutunarlið
en hafðar sér til að gefa skýrari mynd. Heildarkostnaður vegna Skálholts er áætlaður 80
millj. kr. eða um 2,9% af heildartekjum.
Rekstrar- og viðhaldskostnaður fasteigna í eigu þjóðkirkjunnar er áætlaður um 168,2
millj. kr.
Rekstrarkostnaður vegna kirkjuþings og kirkjuráðs er áætlaður um 58,8 millj.kr.
Rekstrarkostnaður vegna Katrínartúns er áætlaður um 63,5 millj.kr.
Rekstrarkostnaður Tónskóla lækkar um 10,3 millj. vegna framlags Reykjavíkurborgar
til skólans og er áætlaður 23,6 millj. kr.
Verkefnatengdir kostnaðarliðir eru unnir í samræmi við verkefnaáætlun en aðrir liðir
hækka vegna verðlagsbreytinga.