Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 76
76 77
27. mál 2019
Flutt af Hreini S. Hákonarsyni
Tillaga til þingsályktunar um frekari stefnumótun þjóðkirkjunnar
Málið var sameinað 29. máli
Nefndarálit og breytingartillaga
frá allsherjarnefnd, fjárhagsnefnd og löggjafarnefnd.
Allsherjarnefnd, fjárhagsnefnd og löggjafarnefnd, hafa fjallað um 27. og 29. mál og leggja
til að þau verði sameinuð í eitt mál og afgreidd þannig.
Tillögurnar:
27. mál. Tillaga til þingsályktunar um frekari stefnumótun þjóðkirkjunnar.
29. mál. Tillaga til þingsályktunar um gerð sviðsmynda fyrir þjóðkirkjuna.
Tillögurnar miða báðar að því að unnin verði stefnumótun fyrir þjóðkirkjuna og eru því
efnislega um náskyldar. Í tillögunni í 27. máli er lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega
að stefnumótun og framtíðarsýn þjóðkirkjunnar í ljósi hins nýja viðbótarsamnings
íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar og þeirra breytinga sem hann felur í sér á sambandi
samningsaðilja. Séð verði til þess að sem flest verði kölluð að stefnumótunarborðinu í
samvinnu við prófasta, presta, djákna og sóknarnefndir. Í 29. máli er m.a. lögð áhersla á
að stefnumótum verði að ná til grasrótar þjóðkirkjunnar. Að öðrum kosti verði ekki sátt
um hana.
Lagt er til að heiti hins sameinaða máls verði:
Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að stefnumótun fyrir þjóðkirkjuna.
Nefndirnar taka undir með flutningsmönnum um að nauðsynlegt sé að hafinn sé
undirbúingur að stefnumótun þjóðkirkjunnar, einkum með tilliti til þeirra breytinga sem
kirkjan hefur gengið í gegnum á síðast liðnum mánuðum og árum og þá ekki síst vegna
viðbótarsamningsins sem breytti bæði fjárhagslegri stöðu kirkjunnar og réttarstöðu presta
og annarra starfsmanna biskups Íslands.
Við þessar sameinuðu tillögur leggja nefndirnar fram breytingartillögu sem hljóðar
svo:
B r e y t i n g a r t i l l a g a.
Kirkjuþing 2019 samþykkir að fela kirkjuráði að hefja vinnu að undirbúningi að
stefnumótun fyrir þjóðkirkjuna og ráða utanaðkomandi ráðgjafa/ráðgjafafyrirtæki til að
meta núverandi stöðu þóðkirkjunnar varðandi skipulag, rekstur og stjórnsýslu. Taka skal
tilliti til þeirra breytinga sem kirkjan hefur gengið í gegnum á síðast liðnum mánuðum og
árum. Ásamt mati á núverandi stöðu skili ráðgjafinn/ráðgjafafyrirtækið af sér tillögum
um með hvaða hætti þjóðkirkjan á að nálgast framtíðarsýn og heildar stefnumótun. Hafa