Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 83

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 83
83 33. mál 2019 Flutt af Hjalta Hugasyni Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 333/2017 1. gr. 7. mgr. 3. gr. starfsreglnanna orðast svo: Kosningarrétt eiga vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi. 2. gr. Orðin „vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands“ í 4. mgr. 4. gr. starfsreglnanna falla brott. 3. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Athugasemdir við tillögu þessa. Samkvæmt eldri starfsreglum höfðu allir guðfræðimenntaðir kennarar í föstu starfi við guðfræðideild, síðar guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, kosningarrétt við kjör biskups Íslands og vígslubiskupa. Árið 2017 varð breyting á í þessu efni þannig að eftir það var vígsla áskilin í þessu sambandi. Kosningarréttur kennara við guðfræðideild, síðar guðfræði- og trúarbragða-fræðideild, réðst í upphafi af því hlutverki þeirra að mennta presta og síðar einnig djákna til þjónustu í þjóðkirkjunni. Því var ekki gerður greinarmunur á vígðum og óvígðum kennurum í þessu efni enda bera kennarar sömu ábyrgð í þessu efni óháð vígslu. Sá munur sem gerður er á vígðum og óvígðum kennurum með breytingunni 2017 styðst því ekki við málefnaleg rök. Með þessari tillögu er lagt til að staða óvígðra og vígðra kennara verði jöfnuð á þann hátt að hvorugur hópurinn hafi kosningarrétt við biskupskjör. Þrátt fyrir þá breytingu sem hér er lögð til og samþykkt hefur verið í hópi kennara vill guðfræði- og trúarbragðafræðideild eftir sem áður eiga sem nánast samstarf við þjóðkirkjuna og rækja áfram af alúð þau þjónustu- og ráðgjafarhlutverk sem hún hefur hingað til gegnt. Nefndarálit löggjafarnefndar Löggjafarnefnd hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.