Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 83

Gerðir kirkjuþings - 2019, Blaðsíða 83
83 33. mál 2019 Flutt af Hjalta Hugasyni Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 333/2017 1. gr. 7. mgr. 3. gr. starfsreglnanna orðast svo: Kosningarrétt eiga vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi. 2. gr. Orðin „vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands“ í 4. mgr. 4. gr. starfsreglnanna falla brott. 3. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Athugasemdir við tillögu þessa. Samkvæmt eldri starfsreglum höfðu allir guðfræðimenntaðir kennarar í föstu starfi við guðfræðideild, síðar guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, kosningarrétt við kjör biskups Íslands og vígslubiskupa. Árið 2017 varð breyting á í þessu efni þannig að eftir það var vígsla áskilin í þessu sambandi. Kosningarréttur kennara við guðfræðideild, síðar guðfræði- og trúarbragða-fræðideild, réðst í upphafi af því hlutverki þeirra að mennta presta og síðar einnig djákna til þjónustu í þjóðkirkjunni. Því var ekki gerður greinarmunur á vígðum og óvígðum kennurum í þessu efni enda bera kennarar sömu ábyrgð í þessu efni óháð vígslu. Sá munur sem gerður er á vígðum og óvígðum kennurum með breytingunni 2017 styðst því ekki við málefnaleg rök. Með þessari tillögu er lagt til að staða óvígðra og vígðra kennara verði jöfnuð á þann hátt að hvorugur hópurinn hafi kosningarrétt við biskupskjör. Þrátt fyrir þá breytingu sem hér er lögð til og samþykkt hefur verið í hópi kennara vill guðfræði- og trúarbragðafræðideild eftir sem áður eiga sem nánast samstarf við þjóðkirkjuna og rækja áfram af alúð þau þjónustu- og ráðgjafarhlutverk sem hún hefur hingað til gegnt. Nefndarálit löggjafarnefndar Löggjafarnefnd hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.