Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 85
85
35. mál 2019
Flutt af kirkjuráði
Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna
Kirkjuþing 2019 heimilar sölu eftirtalinna fasteigna í eigu kirkjumálasjóðs:
Suðurprófastsdæmi.
Jörðin Hraungerði og Voli, Flóahreppi.
Vestfjarðaprófastsdæmi.
Hellisbraut 4, Reykhólahreppi.
Miðtún 12, Ísafirði, Ísafjarðarbæ.
Árnes I
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Skeggjastaðir
Austurlandsprófastsdæmi.
Hamrahlíð 12, Vopnafirði.
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Kirkjuhúsið, Laugavegi 31, Reykjavík.
Heimildarákvæði um sölu fasteigna gilda fram að kirkjuþingi 2021.
Athugasemdir með tillögu þessari.
Kirkjuráð óskar eftir að kirkjuþing 2019 heimili sölu þeirra fasteigna sem greinir í
þingskjalinu. Um sömu söluheimildir er að ræða og samþykktar voru á kirkjuþingi 2017
að frátöldum þeim fasteignum sem seldar hafa verið. Til upplýsingar má geta þess að
fasteignin Hlíðartún 18, Höfn í Hornafirði, hefur verið seld samkvæmt söluheimild
aukakirkjuþings 2019. Þá er óskað söluheimildar kirkjuþings 2019 til að selja fyrrum
prestssetursjörðina Skeggjastaði.
Þau rök sem tilgreind eru fyrir sölu fasteigna koma fram í greinargerð með 22. máli
kirkjuþings 2017. Málið er fylgiskjal.
Þær fasteignir sem seldar hafa verið samkvæmt söluheimild kirkjuþings frá 2017 eru:
Vesturlandsprófastsdæmi.
Laugarbraut 3, Akranesi.
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
Kirkjugata 13, Hofsósi.
Austurlandsprófastsdæmi.
Hraungarður 8, Eiðum.
Nefndarálit fjárhagsnefndar
Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.