Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 95

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 95
95 40. mál 2019 Flutt af biskupi Íslands Þingsályktun um tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar Kirkjuþing 2019 samþykkir meðfylgjandi tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar: Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar. Um grundvöll kirkjutónlistarinnar. Tónlistin er gjöf Guðs. Grundvöllur kirkjutónlistar er trúin á þríeinan Guð, föður, son og heilagan anda. Hún er samofin sköpuninni og inntaki fagnaðarerindisins og er farvegur heilags anda. Kristin kirkja um allan heim býr að ríkulegum tónlistararfi. Grunnur þess arfs er söngur Davíðssálma og annarra ljóða Biblíunnar. Þjóðkirkjan byggir á þessari arfleifð aldanna og mótar hana og þróar. Um kirkjusönginn. Þjóðkirkjan er syngjandi kirkja. Guðsþjónustan er Guði til dýrðar og söfnuðinum til blessunar og uppbyggingar í trú, von og kærleika. Söngur og tónlist tengir fólk á einstakan hátt. Helgihaldið byggir á almennri, litúrgískri þátttöku og almennur söngur hefur grundvallarvægi þ.m.t. við skírn, fermingu, hjónavígslu og útför. Meginreglan er að í kirkjunni fari fram lifandi tónlistarflutningur, hljóðritanir komi ekki í staðinn og textar séu almennt á íslensku. Um hljóðfærin í kirkjunni. Hið hefðbundna hljóðfæri kirkjunnar er orgelið. Hlutverk þess er að styðja við safnaðarsöng og prýða helgihald og tónleika. Önnur hljóðfæri sem notuð eru í kirkjunni þjóna einnig þeim tilgangi. Um sálmabókina og tónlist utan sálmabókar. Sálmabókin er söngbók kirkjunnar. Hún geymir kjarna kirkjusöngsins og er í stöðugri þróun. Söfnuðir þjóðkirkjunnar syngja einnig trúarlega texta og lög utan sálmabókar þegar það hentar. Tónlist utan sálmabókar með veraldlegum texta getur verið viðbót sem þjónar tilgangi athafnarinnar, en leysir aldrei sálminn af hólmi við kirkjulegar athafnir. Framkvæmd kirkjutónlistarstefnunnar er skilgreind í starfsreglum um kirkjutónlist á vegnum þjóðkirkjunar nr. 1074/2017. Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar var endurskoðuð og þannig samþykkt á kirkjuþing 2019. Nefndarálit allsherjarnefndar Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.