Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 4
frá 28. febrúar hafa tæplega 5000 manns smitast af covid-19 hér á landi og 17 látist þegar þetta er ritað í byrjun nóvember. ríflega 270 hafa lagst á sjúkrahús og 43 inn- lagnir á gjörgæslu. Álagið er mikið á heilbrigðisstarfsfólk, og var þegar mikið fyrir faraldurinn. Vegna starfs síns hefur öldi hjúkrunarfræðinga farið í sóttkví og verið í einangrun frá ölskyldu og vinum vegna smithættu. fyrir skömmu staðfesti alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga að 1.500 hjúkrunarfræðingar frá 44 löndum hefðu látist af völdum covid-19. Áætlað er að dauðsföll heilbrigðisstarfsmanna af völdum covid-19 á heimsvísu gætu orðið fleiri en 20.000. hjúkrunarfræðingarnir Sesselja haukdal friðþjófsdóttir og Ásgeir Valur Snorra- son voru meðal þeirra fyrstu sem greindust með covid-19 hérlendis. Ásgeir Valur varð ekki mikið veikur en Sesselja var ekki svo heppin. Þegar hún hafði lokið margra vikna einangrun var tilhlökkunin mikil að komast út meðal fólks og hreyfa sig. „Þegar stóri dagurinn kom þorði ég hreinlega ég ekki ein út, ég fékk smá áfall og ein- faldlega grét. Það var mikið áfall. Ég man að ég horfði mikið á fréttir og hafði miklar áhyggjur hversu veik ég gæti orðið — gæti ég dáið?“ Sesselja er enn að glíma við fylgikvilla covid-19. að fást við óþekkta veiru er mikill rússíbani og hefur tekið mikið á Sesselju, en hún deilir reynslu sinni af því að smitast af covid-19 með lesendum blaðsins. Það sem styrkir hana á vegferðinni er að muna góðu dagana — hvernig lífið var fyrir covid-19. „Það geta allir fengið þessa veiru. Það eru allir undir hnífnum,“ segir Sólrún Ólína Sigurðardóttir, formaður fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Þrátt fyrir að fólk sé orðið reynslunni ríkara í þriðju bylgju faraldursins eru margir orðnir þreyttir. „Við fundum fyrir töluverðum heilsukvíða og streitu vegna hinnar óþekktu veiru og o þuri fólk bara að ræða við einhvern um líðan sína og einkenni. Sá kvíði er enn til staðar og þó að störf hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu snúist alla jafnan um stuðn - ing við andlega líðan þá hefur vissulega reynt enn meira á okkur í þessum faraldri.“ Í þessu tölublaði er öldi viðtala við hjúkrunarfræðinga víðs vegar um heilsu- gæsluna en þeir hafa staðið í ströngu frá upphafi faraldursins, allt frá því að sjá um sýnatöku, sinna upplýsingagjöf, róa fólk og hughreysta. Það hefur verið stórt hlutverk hjúkrunarfræðinga að sinna upplýsingagjöf bæði í gegnum síma og netspjall og hefur netspjallið á heilsuvera.is slegið öll met í ölda heimsókna í kjölfar covid-19. rætt er við Margréti héðinsdóttur sem hefur byggt upp netspjallið og stýrt vefnum undan - farin tvö ár. Það eru ekki allir eins lánsamir að hafa aðgang að öflugu heilbrigðiskerfi eins og Eyrún gísladóttir upplifði þegar hún fór í sjáloðaliðastarf til indlands sem ný - útskrifaður hjúkrunarfræðingur. Eyrún gefur lesendum innsýn í arlægan veruleika í máli og myndum. forsíðumyndina tók helga Sif friðjónsdóttir af listaverki eir Vilmund Þorgríms- son myndhöggvara að hvarfi í Djúpavogi. 4 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Helga Ólafs ritstjóri. Ritstjóraspjall TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Suðurlandsbraut 22, 108 reykjavík Sími 540 6405 netfang helga@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður helga Ólafs Fagritstjóri hafdís Skúladóttir Ritnefnd aðalbjörg Stefanía helga- dóttir, alda Ásgeirsdóttir, anna Ólafía Sigurðardóttir, hafdís Skúladóttir, hrund Scheving Thorsteinsson, Margrét hrönn Svavarsdóttir, Sigurlaug anna Þorsteinsdóttir Blaðamaður Magnús hlynur hreiðarsson Forsíðu mynd helga Sif friðjónsdóttir Ljósmyndir Ýmsir Yfirlestur og próförk ragnar hauksson Aug - lýsingar Erna Sigmundsdóttir sími 821 2755 Hönnun og umbrot Egill Baldurs son ehf. Prentun Prenttækni ehf. Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu ritstjori@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræði- greina er að finna á vefsíðu tímaritsins. iSSn 2298-7053
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.