Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 9
Heimskonur á sínum tíma
Það voru kjarnakonur sem stofnuðu SSn og þær þurftu að leggja á sig langa og erfiða
ferð með lestum, skipum og sporvögnum þess tíma til að komast til kaupmanna-
hafnar á stofnfundinn. félag íslenskra hjúkrunarkvenna gerðist aðili að SSn 1923
og mætti þar ritari félagsins til Óslóar fyrir hönd íslensku hjúkrunarstéttarinnar.
„Þetta voru heimskonur á sínum tíma,“ segir Ásta en þær sigldu árlega á fundi og
ferðalagið gat verið mjög langt. félag íslenskra hjúkrunarkvenna sótti það fast að
halda fulltrúamót á Íslandi árið 1927, að sögn Sigþrúðar. Landspítalinn var þá í
smíðum og snerust nefndarstörfin því mikið um allt er laut að hjúkrun þar. Engin
forstöðukona hafði verið ráðin og félagið taldi nauðsynlegt að fá ráðgjöf og hjálp um
hvernig stjórnun, menntun og starf yrði á hinum nýja spítala allra landsmanna og í
væntanlegum hjúkrunarskóla Íslands. fulltrúar komu með farþegaskipinu Island,
bjuggu á einkaheimilum og dvöldu hér í 10 daga. haldinn var opinn fundur með
stjórn Landspítalasjóðs, byggingarnefnd, læknum og forystukonum kvenfélaga,
ásamt öllum þeim er áhuga höfðu á að sækja fundinn. Þar var fjallað um þau mál er
brunnu á og sitt sýndist hverjum. norrænu forystukonurnar héldu allar erindi og
tóku oft til máls. Það skyldi því engan undra að við vorum meiri þiggjendur til að
byrja með vegna smæðar, segir Sigþrúður
Ásta fer með okkur aftur til ársins 1939 þegar hún nefnir að hátt í 500 hjúkrun-
arkonur frá norðurlöndum hafi komið sjóleiðis til Íslands á fulltrúamót og hjúkr-
unarkvennaþing SSn. Skipið var bæði ráðstefnu- og gististaður þeirra enda ekki til
hótel fyrir þennan fjölda. að þinginu loknu var ákveðið að sýna gestunum landið.
samstarfið við ssn lagði grunn að þróun hjúkrunar á íslandi
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 9
Frá fulltrúafundi SSN í Bergen 1928.
Á mynd inni eru Sigríður Eiríksdóttir
(lengst til vinstri í fremstu röð), Kristín
Thoroddsen (þriðja frá vinstri í öftustu röð)
og Magdalena Á. Guðjónsdóttir (önnur frá
vinstri í efstu röð).