Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 9
Heimskonur á sínum tíma Það voru kjarnakonur sem stofnuðu SSn og þær þurftu að leggja á sig langa og erfiða ferð með lestum, skipum og sporvögnum þess tíma til að komast til kaupmanna- hafnar á stofnfundinn. félag íslenskra hjúkrunarkvenna gerðist aðili að SSn 1923 og mætti þar ritari félagsins til Óslóar fyrir hönd íslensku hjúkrunarstéttarinnar. „Þetta voru heimskonur á sínum tíma,“ segir Ásta en þær sigldu árlega á fundi og ferðalagið gat verið mjög langt. félag íslenskra hjúkrunarkvenna sótti það fast að halda fulltrúamót á Íslandi árið 1927, að sögn Sigþrúðar. Landspítalinn var þá í smíðum og snerust nefndarstörfin því mikið um allt er laut að hjúkrun þar. Engin forstöðukona hafði verið ráðin og félagið taldi nauðsynlegt að fá ráðgjöf og hjálp um hvernig stjórnun, menntun og starf yrði á hinum nýja spítala allra landsmanna og í væntanlegum hjúkrunarskóla Íslands. fulltrúar komu með farþegaskipinu Island, bjuggu á einkaheimilum og dvöldu hér í 10 daga. haldinn var opinn fundur með stjórn Landspítalasjóðs, byggingarnefnd, læknum og forystukonum kvenfélaga, ásamt öllum þeim er áhuga höfðu á að sækja fundinn. Þar var fjallað um þau mál er brunnu á og sitt sýndist hverjum. norrænu forystukonurnar héldu allar erindi og tóku oft til máls. Það skyldi því engan undra að við vorum meiri þiggjendur til að byrja með vegna smæðar, segir Sigþrúður Ásta fer með okkur aftur til ársins 1939 þegar hún nefnir að hátt í 500 hjúkrun- arkonur frá norðurlöndum hafi komið sjóleiðis til Íslands á fulltrúamót og hjúkr- unarkvennaþing SSn. Skipið var bæði ráðstefnu- og gististaður þeirra enda ekki til hótel fyrir þennan fjölda. að þinginu loknu var ákveðið að sýna gestunum landið. samstarfið við ssn lagði grunn að þróun hjúkrunar á íslandi tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 9 Frá fulltrúafundi SSN í Bergen 1928. Á mynd inni eru Sigríður Eiríksdóttir (lengst til vinstri í fremstu röð), Kristín Thoroddsen (þriðja frá vinstri í öftustu röð) og Magdalena Á. Guðjónsdóttir (önnur frá vinstri í efstu röð).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.