Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 23
Allt hrátt og frekar óvistlegt Þegar hér var komið sögu var ákveðið að hafa tvöfalda landa - mæraskimun og skima alla aftur eftir 5 daga; þá var Suður- landsbrautin opnuð. „Þarna var autt og yfirgefið hús fengið að láni og starfsemin kýld í gang. Ekkert fansí, allt hrátt og frekar óvistlegt, en það varð bara svo að vera, „the show must go on,“ segir ragnheiður brosandi. Starfsfólk frá Öryggismiðstöðinni kom með starfsfólkinu á Suðurlandsbrautina og hefur starfað þar með því, hjúkrunarfræðingum og læknum. Símarnir rauðglóandi ragnheiður segir að þegar önnur bylgjan hafi riðið yfir hafi hún og aðrir stjórnendur séð að heilsugæslustöðvarnar voru orðnar undirlagðar í covid-erindum. Símarnir voru rauðgló- andi og mikil starfsemi í sýnatökum. Því hafi verið ljóst að ef heilsugæslan ætlaði að halda uppi hefðbundinni starfsemi þyrfti að losna við covid sem mest út af stöðvunum. „Því var ákveðið að færa alla einkennasýnatökuna á Suðurlandsbraut- ina og framkvæma hana í tjaldi þar fyrir utan. Sýni voru tekin úr fólki í bílum. En þegar á leið og veturinn nálgaðist sáum við að þetta gæti ekki gengið til lengdar og tókum þá undir okkur meira húsnæði á Suðurlandsbrautinni eins og sannir hústöku- menn. nú þurfti að pæla hvernig við gætum látið fólk streyma í gegnum húsið, inn á einum stað og út á öðrum og haft langa röð innan dyra með 2 m millibili og með sem fæstum snerti- flötum,“ segir ragnheiður. Í dag eru á Suðurlandsbrautinni tekin landamærasýni, einkennasýni og sóttkvíarsýni. Á hverj - um tíma eru um 30–40 starfsmenn og þar af um 6–10 hjúkr- unarfræðingar eða læknar. Sýnatökufjöldinn fer alltaf vaxandi og er um 2–3 þúsund á hverjum degi. Hjúkrunarfræðingar tryggja sóttvarnir ragnheiður segir að í svona starfsemi, þar sem umfangið er svona mikið, séu sóttvarnir gríðarlega mikilvægar. Það hafi verið hlutverk hjúkrunarfræðinga að tryggja að sóttvarnir væru með þeim hætti að sem minnst hætta væri fyrir skjólstæðinga og starfsfólk að smitast. Til dæmis þurfti að kenna öllum að klæðast hlífðarbúnaði rétt og ekki síst hvernig á að klæða sig úr. hvernig fólk má fara á milli svæða, hvað eru hrein svæði og hvað eru óhrein svæði. Einnig sé það hlutverk hjúkrunarfræð- inga og lækna að hafa stöðugt gæðaeftirlit á sýnatökunni sjálfri. Upplýsingagjöf mest hjá hjúkrunarfræðingum nú er ragnheiður beðin að lýsa störfum hjúkrunarfræðinga á þessum sérstöku tímum og hvernig störf þeirra hafa breyst í kjölfar covid-19. „já, upplýsingagjöf til almennings er orðinn miklu stærri hluti af starfsemi hjúkrunarfræðinga, símtöl hafa margfaldast og eins netspjallið sem er stöðugt að vaxa. Sótt- varnir eru einnig orðnar mjög stór þáttur í starfseminni, bæði innan heilsugæslunnar og eins sem ráðgjöf til almennings. Sýnatökur eru einnig nýr þáttur í störfum hjúkrunarfræðinga í svona miklum mæli eins og er í dag.“ Fólk er andlega þreytt Eins og gefur að skilja er mikið álag á öllu heilbrigðisstarfsfólki, það þekkir ragnheiður manna best. „já, álagið er búið að vera gríðarlega mikið, fólk er þreytt og líka bara mjög andlega þreytt, því þetta covid-fár heltekur hugann þannig að lítið svigrúm er til að koma með aðrar nýjungar, verkefni eða þróun. Þetta eru neikvæðu hliðarnar á covid, það leggur ein- hvern veginn allt undir sig alls staðar. Ég held því að við fólk er líkamlega og andlega þreytt eftir langvarandi álag tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 23 „Já, álagið er búið að vera gríðarlega mikið, fólk er þreytt og líka bara mjög andlega þreytt, því þetta covid-fár heltekur hugann þannig að lítið svigrúm er til að koma með aðrar nýjungar, verkefni eða þróun. Þetta eru neikvæðu hlið - arn ar á covid, það leggur einhvern veginn allt undir sig alls staðar.“ „Fjölskyldan um versló.“ Ragnheiður, ásamt syni sínum Agnari og tengdadótturinni Írunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.