Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 27
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eir að faraldurinn hófst. Sömuleiðis var dregið úr heimavitjunum til foreldra nýbura. Vinnulag í ungbarnavernd hefur sömuleiðis breyst. „Það er afar misjafnt hvernig vinnulag í ungbarnavernd hefur breyst,“ segir anna guðríður gunnarsdóttir, verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar heilsugæslustöðvar Selfoss. „flestar höguðu því til að byrja með eins og vanalega en þegar öldi smitaðra fór vaxandi var því breytt á landsvísu þannig að komum inn á heilsugæsluna fækkaði og þess í stað var hringt í foreldra við 4 vikna, 9 vikna og 10 mánaða skoðun. Þá var á sumum stöð - um öllum 2½ árs og 4 ára skoðunum frestað. heimavitjunum til nýbura og foreldra var fækkað og ölskyldunum fylgt eir símleiðis. Á sumum stöðvum var farið með vigt heim til for- eldra, þeir vigtuðu síðan börnin sjálf og fengu símtal frá hjúkr- unarfræðingi í kjölfarið. Þannig voru mörg erindi leyst í ung - barnaverndinni með aukinni símaþjónustu,“ segja anna og Sólrún. hjúkrunarfræðingar í ungbarnavernd hafa upplifað mikið óöryggi og vanlíðan meðal nýbakaðra mæðra og foreldra í kjölfar faraldursins, segir anna og Sólrún tekur undir það. Sumar barnshafandi mæður hafa verið mjög einangraðar á meðgöngunni sem og eir fæðingu og hafa jafnvel þur að fara í gegnum fæðingu án nánasta aðstandanda. anna segir óvissuna erfiða fyrir verðandi foreldra, m.a. varðandi þátttöku maka í fæðingunni því það hafi áhrif á andlega líðan þeirra síðustu vikur meðgöngunnar. Skólahjúkrun Sólrún telur að stuðningur og eirfylgd við nemendur í grunn- skólum landsins hafi kannski ekki verið eins öflug í vor og undanfarin ár þar sem skólahjúkrunarfræðingum var kippt inn á stöðvarnar bæði til að minnka smithættu og einnig til að sinna auknu álagi á heilsugæslustöðvunum. Það var því mikið álag á skólahjúkrunarfræðinga þegar þeir komust loksins aur inn í skólana í vor og voru margir sem náðu ekki að klára verk- efni vetrarins. Áhersla er lögð á að klára þessi verkefni nú í haust. hún segir jafnframt að skólahjúkrunarfræðingar finni fyrir aukinni vanlíðan og óöryggi hjá nemendum nú í þriðju bylgju faraldursins. Það verði því ærið verkefni að halda utan um þessi börn þegar faraldrinum linni. Hjúkrunarmóttaka Mikil orka fór í að skipuleggja sýnatökur þegar faraldurinn hófst og flestum heilsugæslustöðvum var skipt upp í tvo hópa, annars vegar þeir sem unnu heima og hins vegar þeir sem störfuðu inni á stöðvunum. Því reyndist í mörgum tilfellum nauðsynlegt að draga úr flæði skjólstæðinga inn á hjúkrunar- móttökur. Einnig var heilsueflandi viðtölum við skjólstæðinga með sykursýki og aðra langvinna sjúkdóma víða sinnt sím- leiðis eða hreinlega frestað um óákveðinn tíma. Þreyta og undirliggjandi streita fólk er reynslunni ríkara nú í þriðju bylgju faraldursins en margir eru orðnir þreyttir. „Það er óhætt að segja að álag hefur verið mikið á hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu og kannski aldrei verið jafn mikið og árið 2020 en það gleymist o í umræðunni sem oar beinist að álagi á hjúkrunarfræðinga sjúkrahúsanna. „Vinnudagarnir breytast sífellt og það er þessi undirliggjandi streita — ekki bara hjá þeim sem hringja á heilsugæsluna heldur eru hjúkrunarfræðingar þreyttir. Það mætti segja að fram sé komin töluverð farsóttarþreyta í mann- skapinn. kjarabarátta hjúkrunarfræðinga hefur ekki hjálpað til á þessum óvissutímum,“ segir Sólrún. Það sem einkennt hefur störf hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum landsins er sveigjanleiki, þolinmæði, auðmýkt og einlægni. „Það geta allir fengið þessa veiru. Það eru allir undir hnífnum.“ heilsukvíði á tímum covid-19 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 27 „Vinnudagarnir breytast sífellt og það er þessi undirliggjandi streita — ekki bara hjá þeim sem hringja á heilsugæsluna heldur eru hjúkrunar- fræðingar þreyttir. Það mætti segja að fram sé komin töluverð farsóttarþreyta í mannskapinn.“ Stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í Færeyjum 2019. Frá vinstri: Ingibjörg Steindórsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Sólrún Ólína Sigurðardóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir og Sveinbjörg Ólafsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.