Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 27
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eir að faraldurinn hófst.
Sömuleiðis var dregið úr heimavitjunum til foreldra nýbura.
Vinnulag í ungbarnavernd hefur sömuleiðis breyst. „Það er
afar misjafnt hvernig vinnulag í ungbarnavernd hefur breyst,“
segir anna guðríður gunnarsdóttir, verkefnastjóri ung- og
smábarnaverndar heilsugæslustöðvar Selfoss. „flestar höguðu
því til að byrja með eins og vanalega en þegar öldi smitaðra
fór vaxandi var því breytt á landsvísu þannig að komum inn á
heilsugæsluna fækkaði og þess í stað var hringt í foreldra við
4 vikna, 9 vikna og 10 mánaða skoðun. Þá var á sumum stöð -
um öllum 2½ árs og 4 ára skoðunum frestað. heimavitjunum
til nýbura og foreldra var fækkað og ölskyldunum fylgt eir
símleiðis. Á sumum stöðvum var farið með vigt heim til for-
eldra, þeir vigtuðu síðan börnin sjálf og fengu símtal frá hjúkr-
unarfræðingi í kjölfarið. Þannig voru mörg erindi leyst í ung -
barnaverndinni með aukinni símaþjónustu,“ segja anna og
Sólrún.
hjúkrunarfræðingar í ungbarnavernd hafa upplifað mikið
óöryggi og vanlíðan meðal nýbakaðra mæðra og foreldra í
kjölfar faraldursins, segir anna og Sólrún tekur undir það.
Sumar barnshafandi mæður hafa verið mjög einangraðar á
meðgöngunni sem og eir fæðingu og hafa jafnvel þur að
fara í gegnum fæðingu án nánasta aðstandanda. anna segir
óvissuna erfiða fyrir verðandi foreldra, m.a. varðandi þátttöku
maka í fæðingunni því það hafi áhrif á andlega líðan þeirra
síðustu vikur meðgöngunnar.
Skólahjúkrun
Sólrún telur að stuðningur og eirfylgd við nemendur í grunn-
skólum landsins hafi kannski ekki verið eins öflug í vor og
undanfarin ár þar sem skólahjúkrunarfræðingum var kippt
inn á stöðvarnar bæði til að minnka smithættu og einnig til að
sinna auknu álagi á heilsugæslustöðvunum. Það var því mikið
álag á skólahjúkrunarfræðinga þegar þeir komust loksins aur
inn í skólana í vor og voru margir sem náðu ekki að klára verk-
efni vetrarins. Áhersla er lögð á að klára þessi verkefni nú í
haust. hún segir jafnframt að skólahjúkrunarfræðingar finni
fyrir aukinni vanlíðan og óöryggi hjá nemendum nú í þriðju
bylgju faraldursins. Það verði því ærið verkefni að halda utan
um þessi börn þegar faraldrinum linni.
Hjúkrunarmóttaka
Mikil orka fór í að skipuleggja sýnatökur þegar faraldurinn
hófst og flestum heilsugæslustöðvum var skipt upp í tvo hópa,
annars vegar þeir sem unnu heima og hins vegar þeir sem
störfuðu inni á stöðvunum. Því reyndist í mörgum tilfellum
nauðsynlegt að draga úr flæði skjólstæðinga inn á hjúkrunar-
móttökur. Einnig var heilsueflandi viðtölum við skjólstæðinga
með sykursýki og aðra langvinna sjúkdóma víða sinnt sím-
leiðis eða hreinlega frestað um óákveðinn tíma.
Þreyta og undirliggjandi streita
fólk er reynslunni ríkara nú í þriðju bylgju faraldursins en
margir eru orðnir þreyttir. „Það er óhætt að segja að álag hefur
verið mikið á hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu og kannski
aldrei verið jafn mikið og árið 2020 en það gleymist o í
umræðunni sem oar beinist að álagi á hjúkrunarfræðinga
sjúkrahúsanna. „Vinnudagarnir breytast sífellt og það er þessi
undirliggjandi streita — ekki bara hjá þeim sem hringja á
heilsugæsluna heldur eru hjúkrunarfræðingar þreyttir. Það
mætti segja að fram sé komin töluverð farsóttarþreyta í mann-
skapinn. kjarabarátta hjúkrunarfræðinga hefur ekki hjálpað
til á þessum óvissutímum,“ segir Sólrún. Það sem einkennt
hefur störf hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum landsins
er sveigjanleiki, þolinmæði, auðmýkt og einlægni. „Það geta
allir fengið þessa veiru. Það eru allir undir hnífnum.“
heilsukvíði á tímum covid-19
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 27
„Vinnudagarnir breytast sífellt og það er þessi
undirliggjandi streita — ekki bara hjá þeim sem
hringja á heilsugæsluna heldur eru hjúkrunar-
fræðingar þreyttir. Það mætti segja að fram sé
komin töluverð farsóttarþreyta í mannskapinn.“
Stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í Færeyjum 2019. Frá
vinstri: Ingibjörg Steindórsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Anna
Guðríður Gunnarsdóttir, Sólrún Ólína Sigurðardóttir, Áslaug Birna
Ólafsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir og Sveinbjörg Ólafsdóttir.