Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 30
Símalistinn sprakk „Ég man þegar við vorum upplýst um það snemma árs 2020 að í kína væri komin upp veirusýking sem dreifðist hratt um heiminn. Það leið ekki langur tími þangað til veiran var komin til Íslands. Þá byrjaði ballið og starfsemi heilsugæslunnar gjör- breyttist á örskömmum tíma. Stöðinni var snemma skipt upp vegna samkomutak- markana og þannig var helmingur starfsfólks á stöðinni í klínískri vinnu en hinn helmingurinn utan stöðvar í fjarvinnu. Þannig unnum við í tæplega þrjá mánuði. Í upphafi faraldursins gegndu hjúkrunarfræðingar innan heilsugæslunnar gríðarlega mikilvægu hlutverki við sýnatökur, símaráðgjöf og skráningu í sóttkví. Símalistinn sprakk og við vorum oft langt fram eftir að klára seinustu símtöl dagsins. Einnig fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru á netinu til muna. allar stöðvar voru daglega að taka sýni. fyrst um sinn fóru sýnatökurnar fram úti. Bílaraðirnar voru langar og það var oft kalt,“ segir Margrét. Bílastæðakjallari Hörpu Margrét segir að til að anna eftirspurn um helgar hafi heilsugæslustöðvarnar skipst á að standa vaktina í bílstæðakjallaranum í hörpu. „já, um tíma var skortur á búnaði eins og sýnapinnum og þá þurfti að vanda vel hverja ætti að bóka í sýnatöku og hverja ekki. Eftir því sem fleiri sýktust fór covid-19 að leggja undir sig meira af okkar dag- legu starfsemi og við þurftum að forgangsraða verkefnum enn frekar. aðeins bráð erindi komu inn á stöð og því sem hægt var að sinna símleiðis var sinnt með þeim hætti. Til þess að minnka líkur á smiti var komið upp sýkingamóttöku á ákveðnum tíma dags. Verkefnum var forgangsraðað í ungbarnavernd, mæðravernd og heilsu- vernd skólabarna. Til lengdar er þó ekki hægt að skerða þessa þjónustu.“ Verkefni heilsugæslunnar hafa breyst Eins og gefur að skilja hafa verkefni heilsugæslunnar breyst og þróast mikið frá því í upphafi ársins. „já, það má með sanni segja, seinustu vikur hafa inflúensubólusetn- ingar verið stór partur af starfseminni. Símaráðgjöfin er áfram mikil og nú hefur bæst við í skjólstæðingahópinn fólk með eftirköst af covid-19. Þegar bóluefni kemur á markað verður það svo hlutverk heilsugæslunnar að sjá um þá bólusetningu. Það eru því næg verkefni fram undan. Á heilsugæslunni í garðabæ höfum við líka lent í smiti innan starfsmannahópsins og það leiddi til þess að stór hluti starfsmanna var um tíma í sóttkví. Það reyndi mikið á en var að sama skapi lærdómsríkt,“ segir Margrét. 30 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Núna erum við í miðri orrustu og hugsum  bara um einn dag í einu segir Margrét Björnsdóttir Margrét Björnsdóttir hóf hjúkrunarferilinn sem hjúkrunarnemi á bráðamóttöku barna á Landspítalanum og hélt þar áfram eftir útskrift. Síðar fór hún að vinna á hjartadeildinni og við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Eftir það lá leið hennar til Heilsugæslu höfuðborgar - svæðisins og þar starfar hún nú sem fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslunni í Garðabæ. Margrét er líka heilsuhagfræðingur. Hún svaraði nokkrum spurningum blaðsins sem snúa fyrst og fremst að covid-19-faraldrinum og hlutverki heilsugæsluhjúkrunarfræðinga á þeim vettvangi. Margrét Björnsdóttir, heilsu- hagfræðingur og fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslunni í Garðabæ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.