Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 45
sem væri þeim fyrirmynd. að sögn Mar grétar er markviss stuðn -
ingur leiðbeinanda vannýtt auðlind. innan fagsins eru margar
góðar fyrirmyndir sem auðvelt er að nálgast. Með auknu og
skipulögðu samtali milli óreyndra og þeirra sem búa yfir meiri
reynslu liggja tækifæri gagnkvæms lærdóms og þróunar á enn
sterkari fagvitund hjúkrunarfræðinga, segir Margrét.
Breyttar aðstæður í vinnuumhverfinu og samfélaginu hafði
ófyrirséð áhrif á verkefnið og því verður það að bíða betri tíma.
að sögn Margrétar var þátttaka mjög góð og fleiri hefðu viljað
taka þátt en fengu vegna aldurstakmarkana. „Það er fullvíst að
velferðarsvið reykjavíkurborgar mun áfram leggja áherslu á
markvissa styrkingu á faglegri færni hjúkrunarfræðinga sinna,“
segir hún.
20 hjúkrunarfræðingar frá 12 deildum
Landspítalans tóku þátt
nightingale-verkefninu var hrint af stað í lok janúar 2020 á
Landspítala með þátttöku 20 ungra hjúkrunarfræðinga frá 12
klínískum deildum. nightingale-verkefnið fellur vel að áhersl -
um Landspítala um starfsþróun innan skilgreinds vinnutíma
í frjóu lærdómsumhverfi með það að markmiði að starfsfólk
Landspítala búi yfir hæfni til að auka gæði, öryggi og hag-
kvæmni þjónustunnar. Þátttakendur skuldbundu sig til að taka
virkan þátt í ölbreyttri dagskrá um leiðtogafærni á 12 mánaða
tímabili frá janúar til desember 2020.
Verkefnið á Landspítalanum hefur falið í sér leiðtoga þjálf -
un þar sem þátttakendur hafa lesið greinar og hlustað á mynd-
bönd um leiðtogahæfni, tekið nám á netinu á vegum Institute
for Healthcare Improvement Open School, komið saman og
hlustað á fyrirlestra sem tengjast leiðtogahlutverkinu, og farið
í heimsókn til Embættis landlæknis, að sögn huldu Pálsdóttur,
verkefnastjóra menntadeildar Landspítala. fyrirlestrarnir hafa
verið um markmiðasetningu og teymisvinnu, hvernig við nýt -
um styrkleika okkar í starfi og leiðtogafærni. hver mánuð ur
er tileinkaður ákveðnu þema og í febrúar var þemað t.a.m.
teymis vinna.
„Covid-19-faraldurinn hefur auðvitað sett strik í reikning-
inn og hindrað þátttöku okkar bæði í að fara á milli deilda
innan spítalans og ley þátttakendum að velja sér leiðbeinanda
á öðrum deildum, kynnast honum nánar og fylgja honum eir
í starfi. En á móti kemur að við eigum mjög færa leiðtoga inn-
anhúss sem hafa komið og spjallað við okkur,“ segir hulda.
„Þá bauð Embætti landlæknis okkur í heimsókn við mikla
ánægju þátttakenda. Starfsemi embættisins var kynnt og héldu
nokkrir hjúkrunarfræðingar og landlæknir erindi og var áhersla
lögð á umbótastörf í þágu heilsu og vellíðanar landsmanna.
Það er von okkar á Landspítalanum að þátttakendur öðlist
færni til að eiga frumkvæði að og stýra verkefnum innan Land -
markmiðið að valdefla unga hjúkrunarfræðinga
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 45
T
Umbúðir endurun asti úr sjónum.nar úr pl ekum, heilsubúðum og heilsuhilæst í apótF
kum sem og
fni, salt, ger eða laktósa.
ana.ersllum v