Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 46
spítalans og heilbrigðisþjónustunnar. Viðfangsefnin eru endalaus og óteljandi og til
þess þarf hæ fólk með frumkvæði, drira og ástríðu að leiðarljósi um að stýra
verkefnum er stuðla að umbótum í starfi.“
Hlustum-verkefnið á vegum Sjúkrahússins
á Akureyri
Sjúkrahúsið á akureyri tók þátt í nightingale-verkefninu og lagði sitt af mörkum við
að styðja ákvörðun alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WhO) með einu ákveðnu
verkefni, hLuSTuM, sem stýrt var af Erlu Björnsdóttur, ráðgjafa fræðslu og starfsþró-
unar á Sak. Tilgangur verkefnisins var að skilgreina og reyna að koma til móts við
þarfir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með það í huga að bæta starfsumhverfi þeirra.
hver og ein deild skipaði tvo fulltrúa sem tóku þátt í verkefninu fyrir hönd deildar -
innar. Leitast var við að fulltrúar deildanna væru undir 35 ára líkt og verkefni night-
ingale kvað á um. Starfsmenn deilda Sak höfðu síðan tækifæri til þess að koma hug-
myndum um bætt starfsumhverfi til þeirra fulltrúa sem skipaðir voru og tóku þátt
fyrir hönd hverrar deildar. haldnir voru vinnufundir með fulltrúum allra deilda þar
sem farið var í gegnum þá þætti sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður töldu geta
ha áhrif á starfsumhverfi, starfslíðan eða starfs þróun þeirra. Lagðar voru fram
spurn ingar um hver áhrifin yrðu ef kæmi til þeirra breytinga sem lagðar voru til.
um miðjan nóvember munu niðurstöður verkefnisins verða kynnt ar starfsmönnum
Sak á opnum fundi. Þar verður farið yfir þær hugmyndir sem komu fram og þær
breytingar sem munu eiga sér stað og hafa áhrif á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga
og ljósmæðra. Ljóst er að niðurstöðurnar munu einnig hafa áhrif á aðrar starfstéttir
og er það einkar gleðilegt, sumar þeirra eru nú þegar komnar til framkvæmda þó
ekki sé búið að kynna þær og má nefna til dæmis breytingar á matseðli í eldhúsi,
aðgengi að „smoothie“ í eldhúsi, gleðistyrk glaums o.fl.
„Það er mikilvægt að viðhorf starfsfólksins fái að heyrast og það fái að vera þátt-
takendur þar sem aðaláhersla er lögð á samtal sem byggist á einlægum áhuga og því
að efla traust. Það er von mannauðsdeildar að verkefni sem þetta verði fyrir mynd
að áframhaldandi vinnu með fleiri starfstéttum svo veita megi og bæta þjónustu sem
fullnægir þörfum starfsmanna,“ segir hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar og bráða- og þróunarsviðs á Sjúkrahúsinu á akureyri.
helga ólafs
46 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Þátttakendur frá Landspítala.