Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 57
furðuleg. Ég lenti í því einn daginn að stinga mig á notaðri nál og þegar ég spurðist fyrir hvað ég ætti nú að gera var ég hvött til að þvo mér um hendurnar. Eins og kom fram þurftu sjúklingar að borga fyrir öll lyf og búnað og því þurftum við að passa mjög vel að setja rétt upp æðaleggi því að ef uppsetningin mistókst þurfti sjúklingurinn sjálfur að kaupa nýjan æðalegg. Í sumum tilfellum tókst uppsetningin illa en æðaleggirnir voru samt notaðir og í flestum tilfellum voru æðaleggirnir allt of lengi í sjúklingum og margir komnir með æðabólgu. nálarnar notuðum við aftur og aftur hjá sömu sjúklingum þar sem of dýrt var fyrir sjúklingana að kaupa nýjar nálar. um æðaleggina og vökvasettin skriðu maurar og þegar vökvasettin voru ekki í notkun skriðu maurarnir upp og niður slöngurnar. ampúllurnar með saltvatninu voru brotnar annaðhvort með óhreinum matarhníf eða á gluggasyllu þar sem glerið var mjög þykkt og ekki hægt að brjóta það með höndunum. Eftir lyfjagjöf voru nál- arnar og annar búnaður skilinn eftir á rúmi sjúklingsins og hann átti að sjá um að farga því. Stúlkubörn enn borin út á Indlandi Á sjúkrahúsinu kynntist ég fæðingarlækni og aðstoðaði ég hana við ómskoðun óléttra kvenna. Þar fengu konurnar ekki að vita kyn barnsins. Samkvæmt lögum á indlandi mega fæðingarlæknar ekki segja frá kyni barns, en algengt er að stúlku- börnum sé eytt eða þau séu borin út eftir fæðingu. konurnar þurftu líka að skrifa undir skjal um að ef þær myndu fæða stúlkubarn myndu þær ekki drepa barnið. Mér er alltaf minnisstætt þegar hjúkrunarfræðingur sagði við móður sem eignaðist strák að nú væri fjölskyldan fullkomnuð. Á sjúkrahúsinu fékk ég líka að fylgjast með ýmsum aðgerðum, margs konar meðferð o.fl. og var ég viðstödd fæðingu í fyrsta skipti. Það var eiginlega bara skelfileg sjón, það væri lygi ef ég segði annað. konan var látin hálfsitja á bekk með þrjá lækna yfir sér og þegar barnið var að koma var spöngin klippt með mjög svo óhreinum skærum. Barnið var svo tekið af móðurinni og farið með það án þess að sýna móður- inni barnið og var hún svo saumuð saman. Ég veit ekki hvað leið langur tími þangað sjálfboðaliðastarf á indlandi tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 57 Nálarnar notuðum við aftur og aftur hjá sömu sjúklingum þar sem of dýrt var fyrir sjúklingana að kaupa nýjar nálar. Um æðaleggina og vökvasettin skriðu maurar og þegar vökvasettin voru ekki í notkun skriðu maurarnir upp og niður slöngurnar. Hér er öll fjölskyldan mætt með sjúklingnum. Hér átti fólk að henda nálum, en þessi rusla- fata var geymd inn á skrifstofu hjúkrunar- fræðinganna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.