Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 58
til móðirin fékk að sjá barnið sitt en það var að minnsta kosti
ekki inni á fæðingarstofunni. Myndirnar sýna betur hvað ég á
við með orðum mínum um skelfilega sjón. Ári síðar fæddi ég
mitt fyrsta barn og var mér mikið hugsað til þessarar fæðingar
og móðurinnar á sjúkrahúsinu á indlandi.
Gefandi að hjúkra þeim sem
höfðu ekki efni á heilbrigðisþjónustu
Sjálfboðastarfið sem ég átti að sinna var því miður ekki vel
heppnað þó svo að ég hafi fengið að sjá og kynnast ýmislegu
sem ég hef klárlega lært af. Tungumálaerfiðleikar og sam-
skiptaleysi á milli sjúkrahússins og samtakanna sem ég var
með á indlandi varð til þess að ég var, að virtist, mest til sýnis
og sat oft og gerði ekkert allan daginn á sjúkrahúsinu. Í lokin
fékk ég að vera styttri daga á sjúkrahúsinu og fór að aðstoða
vinkonu mína sem bjó með mér í sjálfboðaliðahúsinu við að
kenna börnum í litlu þorpi í fjöllunum nálægt. Þorpið er á
mjög einangruðum stað og þar ríkir gríðarleg fátækt. Á skilti
fyrir utan þorpið stóð nafnið á þorpinu og fyrir neðan það stóð
„below poverty line“, undir fátæktarmörkum.
Við kenndum börnunum stærðfræði og ensku en fórum
líka í ýmsa leiki með þeim. Í þorpinu spurðist út að ég væri
hjúkrunarfræðingur og komu nokkrir íbúar til mín og fengu
mig til að líta á og búa um sár. Það þótti mér ótrúlega gefandi,
og ef ég hefði ráðið mínu sjálfboðastarfi hefði ég frekar viljað
starfa í þorpinu við að stuðla að forvörnum og hjúkra þeim
veiku sem ekki höfðu efni á heilbrigðisþjónustu eða gátu ekki
ferðast úr þorpinu. Mér hefur mikið verið hugsað til fólksins í
þorpinu og þá sérstaklega krakkanna en því miður eru ýmsar
reglur sem koma í veg fyrir að ég geti aðstoðað fjölskyldur í
þessu þorpi. Ég get ekki einu sinni sent þeim föt eða búnað og
það þykir mér miður.
Þegar sjálfboðaliðastarfinu var lokið fór ég til rishikesh, jóga-
höfuðborgar indlands. Þar var ég í 7 daga og stundaði jóga og
hugleiðslu alla daga. Ég endaði svo ferðalagið á 10 daga lestar -
ferð um Suður-indland og karnataka en ég ferðaðist þar ásamt
hópi fólks. Á öllu þessu ferðalagi kynntist ég stórkostlegri
menningu indlands og fólkinu þar. fólkið sem ég kynntist er
stórkostlegt fólk og held ég að ég hafi aldrei hitt jafn hamingju-
samt fólk og indverja. indland mun alltaf eiga stað í hjarta
eyrún gísladóttir
58 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Hér fór ómskoðun fram, konurnar komu í hópum inn á herbergið og
biðu á bekknum á meðan verið var að ómskoða. Karlmenn voru ekki
viðstaddir ómskoðun.
Fæðingarbekkurinn. Balinn á gólfinu var fyrir fylgjuna.
Fólkið sem ég kynntist er stórkostlegt fólk og
held ég að ég hafi aldrei hitt jafn hamingjusamt
fólk og Indverja. Indland mun alltaf eiga stað í
hjarta mínu og ég mun fara þangað aftur enda
ekki búin að skoða nema smápart af risastóru
landi. Á meðan kirja ég möntrur hér heima,
stunda jóga og læt mig dreyma um brosandi
vini mína á Indlandi.