Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 58
til móðirin fékk að sjá barnið sitt en það var að minnsta kosti ekki inni á fæðingarstofunni. Myndirnar sýna betur hvað ég á við með orðum mínum um skelfilega sjón. Ári síðar fæddi ég mitt fyrsta barn og var mér mikið hugsað til þessarar fæðingar og móðurinnar á sjúkrahúsinu á indlandi. Gefandi að hjúkra þeim sem höfðu ekki efni á heilbrigðisþjónustu Sjálfboðastarfið sem ég átti að sinna var því miður ekki vel heppnað þó svo að ég hafi fengið að sjá og kynnast ýmislegu sem ég hef klárlega lært af. Tungumálaerfiðleikar og sam- skiptaleysi á milli sjúkrahússins og samtakanna sem ég var með á indlandi varð til þess að ég var, að virtist, mest til sýnis og sat oft og gerði ekkert allan daginn á sjúkrahúsinu. Í lokin fékk ég að vera styttri daga á sjúkrahúsinu og fór að aðstoða vinkonu mína sem bjó með mér í sjálfboðaliðahúsinu við að kenna börnum í litlu þorpi í fjöllunum nálægt. Þorpið er á mjög einangruðum stað og þar ríkir gríðarleg fátækt. Á skilti fyrir utan þorpið stóð nafnið á þorpinu og fyrir neðan það stóð „below poverty line“, undir fátæktarmörkum. Við kenndum börnunum stærðfræði og ensku en fórum líka í ýmsa leiki með þeim. Í þorpinu spurðist út að ég væri hjúkrunarfræðingur og komu nokkrir íbúar til mín og fengu mig til að líta á og búa um sár. Það þótti mér ótrúlega gefandi, og ef ég hefði ráðið mínu sjálfboðastarfi hefði ég frekar viljað starfa í þorpinu við að stuðla að forvörnum og hjúkra þeim veiku sem ekki höfðu efni á heilbrigðisþjónustu eða gátu ekki ferðast úr þorpinu. Mér hefur mikið verið hugsað til fólksins í þorpinu og þá sérstaklega krakkanna en því miður eru ýmsar reglur sem koma í veg fyrir að ég geti aðstoðað fjölskyldur í þessu þorpi. Ég get ekki einu sinni sent þeim föt eða búnað og það þykir mér miður. Þegar sjálfboðaliðastarfinu var lokið fór ég til rishikesh, jóga- höfuðborgar indlands. Þar var ég í 7 daga og stundaði jóga og hugleiðslu alla daga. Ég endaði svo ferðalagið á 10 daga lestar - ferð um Suður-indland og karnataka en ég ferðaðist þar ásamt hópi fólks. Á öllu þessu ferðalagi kynntist ég stórkostlegri menningu indlands og fólkinu þar. fólkið sem ég kynntist er stórkostlegt fólk og held ég að ég hafi aldrei hitt jafn hamingju- samt fólk og indverja. indland mun alltaf eiga stað í hjarta eyrún gísladóttir 58 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Hér fór ómskoðun fram, konurnar komu í hópum inn á herbergið og biðu á bekknum á meðan verið var að ómskoða. Karlmenn voru ekki viðstaddir ómskoðun. Fæðingarbekkurinn. Balinn á gólfinu var fyrir fylgjuna. Fólkið sem ég kynntist er stórkostlegt fólk og held ég að ég hafi aldrei hitt jafn hamingjusamt fólk og Indverja. Indland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég mun fara þangað aftur enda ekki búin að skoða nema smápart af risastóru landi. Á meðan kirja ég möntrur hér heima, stunda jóga og læt mig dreyma um brosandi vini mína á Indlandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.