Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 70
er með að hjúkrunarfræðingar noti eiga það sameiginlegt að notað er svokallað vatnspróf. Í vatnsprófi er sjúklingi gefið ör- lítið vatn um munn til þess að meta kyngingargetu. Áður en vatnspróf er gert er gengið úr skugga um að sjúklingur geti haldið sér vakandi í að minnsta kosti 15–20 mínútur. Forsenda vatnsprófs er einnig að sjúklingur geti setið uppréttur. Ef minnsti vafi leikur á að um kyngingartruflun sé að ræða er sjúklingur hafður fastandi og sérhæfður heilbrigðisstarfs mað - ur, til dæmis talmeinafræðingur, kallaður til (Barnard, 2011). Ekki er nægjanlegt að greina kyngingarerfiðleika heldur þarf að skrá niðurstöður og koma þannig upplýsingum um erfiðleikana til skila. Skráningu á kyngingarskimun er o ábóta - vant (Joundi o.fl., 2017). Á Landspítalanum er ekki til staðar auðveld leið til að skrá niðurstöður kyngingarskimunar og það leiðir til þess að jafnvel þó að skimun sé framkvæmd eru niðurstöður hennar ekki sýnilegar. Þetta þarf að leiðrétta. Áhugavert var að sjá hin ýmsu úrræði sem notuð voru í rannsóknum til þess að þjálfa hjúkrunarfræðinga við fram- kvæmd kyngingarskimunar. Í rannsókn Freeland og félaga (2016) var stuðst við hermiþjálfun með tölvustýrðri brúðu. Hermiþjálfun getur verið góður kostur til þess að þjálfa hjúkr- unarfræðinga/-nema áður en þeir framkvæma kyngingar- skimun á sjúklingi. Til er hermi setur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á Landspítalanum þar sem hægt væri að skipu- leggja slíka þjálfun. Eir innleiðingu á þjálfun hjúkrunar - fræðinga er mikilvægt að meta árangur þjálfunarinnar, t.d. með því að fylgjast með gæðavísun (Anderson o.fl., 2016; Sivertsen o.fl., 2017). Í FeSS (Fever, Sugar and Swallowing) verkferlinum, sem stendur til að innleiða á taugalækningadeild Landspítalans, er mikið af skemmtilegu námsefni, eins og mynd bönd, glærur, hugmyndir að hermiæfingum og próf- spurningar, sem nota má til að þjálfa hjúkrunarfræðinga í gagnreyndum vinnubrögðum. Ljóst var í niðurstöðum yfirlitsins að heilbrigðisstarfsfólk varð fyrir ölmörgum hindrunum í tengslum við innleiðingu á verkferlum sem snúa að eirliti með hita, blóðsykri og kyng- ingarerfiðleikum. Hindranirnar, sem starfsfólkið minntist á, voru til dæmis ónóg þjálfun, skortur á skipulagningu og mann ekla (Dale o.fl., 2015). Í nýlegri rannsókn, þar sem 2388 sjúklingum eir heilaslag var fylgt eir, kom í ljós að með því að ölga hjúkrunarfræðingum á heilaslagseiningum varð marktæk fækkun á dauðsföllum fyrsta mánuðinn (Myint o.fl., 2016). Athygli má vekja á því að þeim sjúklingum sem fengu heilaslag um helgi vegnaði marktækt verr en þeim sem fengu heilaslag á virkum degi. Hugsanlega má rekja það til verri mönnunar hjúkrunarfræðinga, aukins ölda afleysingarfólks og minni sérþekkingar. Niðurstöður rannsóknar þeirra Kenny og félaga (2016) sýndu að þeir sjúklingar sem lögðust beint inn á heilaslagsein- ingu fengu marktækt betri meðferð en þeir sem voru ekki á sérhæfðum deildum. Í sömu rannsókn kom einnig fram að einungis 26% sjúklinga lögðust beint inn á heilaslagseiningu. Á Íslandi leggjast sjúklingar oast fyrst inn á bráðamóttöku og síðan inn á taugalækningadeild þar sem sérhæ eirlit fer fram. Mælt er með að sjúklingar með heilaslag fari sem fyrst inn á sérhæfða deild, helst innan ögurra klukkustunda, til að njóta sérhæfðs eirlits. Eins og staðan er í dag bíða flestir sjúk- linganna mun lengur en það. Þetta er óæskilegt þar sem á bráðamóttökum eru o hindranir, eins og mikið vinnuálag og skortur á verkferlum fyrir sjúklinga með heilaslag (Craig o.fl., 2016). Lokaorð Mikil áhersla er lögð á margs konar læknisfræðilega meðferð eða inngrip í bráðameðferð sjúklinga eir heilaslag. Það má hins vegar ekki skyggja á mikilvægi gagnreyndrar hjúkrun- armeðferðar sem hefur sannað gildi sitt. Með slíkum vinnu- brögðum er hægt að draga verulega úr fötlun og auka bata- horfur hjá sjúklingum sem hafa fengið heilaslag. Sérhæ hjúkr- unareirlit með líkamshita, blóðsykri og kyngingu hefur marga kosti. Til dæmis þarf ekki að uppfylla ákveðinn tíma- ramma, eirlitið felur ekki í sér þörf fyrir sérhæfð tæki og krefst þess einungis að ákveðnir verkferlar séu til staðar og að starfsfólk fái þjálfun í að nota þá. Heimildaskrá Albert P. Sigurðsson. (2018). Segabrottnám við brátt blóðþurrðarslag er mesta framför í læknisfræði í áraraðir: Erum við tilbúin til að veita slíka meðferð á Íslandi? Læknablaðið 104, 19–26. doi:10.17992/lbl.2018.01.169 Alberts, M. J., Ollenschleger, M. D. og Nouh, A. (2018). Dawn of a new era for stroke treatment: Implications of the DAWN study for acute stroke care and stroke systems of care. Circulation, 137(17), 1767–1769. doi: 10.1161/CIRCULATIONAHA.118.033579 Al-Khaled, M., Matthis, C., Binder, A., Mudter, J., Schattschneider, J., Pulkowski, U., … Royl, G. (2016). Dysphagia in patients with acute is- chemic stroke: Early dysphagia screening may reduce stroke-related pneu- monia and improve stroke outcomes. Cerebrovascular Diseases, 42(1–2), 81–89. doi:10.1159/000445299 Anderson, J. A., Pathak, S., Rosenbek, J. C., Morgan, R. O. og Daniels, S. K. (2016). Rapid aspiration screening for suspected stroke: Part 2: Initial and sustained nurse accuracy and reliability. Archives of Physical Medicine and Rehabilitation, 97(9), 1449–1455. doi:10.1016/j.apmr.2016.03.024 Aoki, S., Hosomi, N., Hirayama, J., Nakamori, M., Yoshikawa, M., Nezu, T., … Hiroshima University Hospital Stroke Swallowing Team. (2016). e multidisciplinary swallowing team approach decreases pneumonia onset in acute stroke patients. PLoS ONE, 11(5), 1–8. doi:10.1371/journal.pone. 0154608 Barnard, S. L. (2011). Nursing dysphagia screening for acute stroke patients marianne e. klinke o.fl. 70 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Á Íslandi leggjast sjúklingar oftast fyrst inn á bráða móttöku og síðan inn á taugalækninga- deild þar sem sérhæft eftirlit fer fram. Mælt er með að sjúklingar með heilaslag fari sem fyrst inn á sérhæfða deild, helst innan fjögurra klukkustunda, til að njóta sérhæfðs eftirlits. Eins og staðan er í dag bíða flestir sjúklinganna mun lengur en það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.