Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 73
Stofnfrumuígræðsla af því tagi sem hér er talað um er ekki framkvæmd á Íslandi og þar til nýlega komu allir Íslendingar sem þurftu á stofnfrumuígræðslu að halda til Stokkhólms, bæði börn og fullorðnir, og voru það um það bil 10 einstaklingar á ári. Hjúkrunarfræðingar á ýmsum stöðum innan heilbrigðiskerfisins sinna þessum sjúk- lingum og því er mikilvægt að viss kunnátta sé til staðar um hvað sjúklingurinn hefur gengið í gegnum, hvaða áhættu þættir liggja fyrir og hvaða aukaverkanir sjúklingurinn getur þurft eiga við, stundum það sem eftir er. Markmið þessarar fræðslugreinar er að auka vitund hjúkrunarfræðinga um stofnfrumuígræðslu og að hjálpa íslensk um hjúkrunarfræðingum að sinna þessum stækkandi hópi sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Stofnfrumuígræðsla Stofnfrumuígræðsla er fyrst og fremst notuð til meðferðar á illkynja blóðsjúk- dómum (hvítblæði, mergæxli, eitilfrumukrabbameini og fleira) þó aðrir sjúk- dómar, eins og meðfæddir ónæmisgallar, séu líka meðhöndlaðir (Quinn og Stephens, 2006. Yi og Syrjala, 2009). Fyrstu stofnfrumuígræðslurnar áttu sér stað í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum en urðu ekki algengar fyrr en á þeim átt- unda (Gahrton og Ringdén, 2012). Mikil framþróun hefur átt sér stað síðustu áratugi, sérstaklega þegar kemur að þekkingu á frumum líkamans og hvernig best sé að meðhöndla þær aukaverkanir sem geta komið upp í sambandi við meðferð ina. Þetta hefur ekki bara aukið lífslíkur töluvert heldur einnig aukið lífsgæði til muna. Til eru tvenns konar stofnfrumuígræðslur, allogen og autolog stofnfrumuígræðsla. Allogen stofnfrumuígræðsla er þegar stofnfrumurnar koma frá gjafa en autolog þegar stofnfrumur eru teknar úr sjúklingnum sjálfum, frystar og gefnar baka til seinna. Hér verð ur aðallega talað um allogen stofnfrumu- ígræðslu. Hvað er stofnfruma? Stofnfruma er fruma sem býr fyrst og fremst í beinmerg stórra beina og hlutverk hennar er að framleiða frumur sem eru frumstig annarra blóðfruma líkamans (rauð og hvít blóðkorn og flögur). Stofnfrumur skipta sér og búa til nýjar stofn- frumur og þess vegna er hægt að fjarlægja hluta af stofnfrumum einstaklings til að gefa öðrum án þess að skaða gjafann (Olofsson, 2012). tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 73 Stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun Sólveig Aðalsteinsdóttir CAST (Cellterapier och Allogen Stamcellstransplantation) er sérstakt svið innan Karolinska há- skólasjúkrahússins í Stokkhólmi sem einblínir á ýmsar gerðir frumumeðferðar fyrir sjúklinga frá 3 mánaða upp í 75 ára. Sviðið skiptist í legudeild og göngudeild. Stofnfrumuígræðsla hefur verið meginþáttur þeirrar meðferðar sem fram hefur farið á sviðinu en aðrar tegundir frumumeðferðar hafa verið að ryðja sér rúms, eins og CAR-T frumumeðferð, og munu að öllum líkindum verða stærri hluti af þeim meðferðarúrræðum sem í boði verða fyrir sjúklinga í framtíðinni. Sólveig Aðalsteinsdóttir er sérfræðingur í krabbameinshjúkrun við Karolinska há- skólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Í meistara- námi sínu rannsakaði hún hvernig stofnfrumuígræðsla getur haft áhrif á kyn- lífsheilbrigði 2–4 árum eftir meðferð og upplýsingagjöf heilbrigðisstarfsfólks til sjúklinga um hugsanlegar aukaverkanir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.