Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 77
hjúkrun krabbameinssjúklinga eða hjúkrun barna. Efst á forgangslistanum eru
gæði hjúkrunarinnar, og þróun á sviðinu er hröð. CAST er með gæðastimpil frá
JACIE (The Joint Accreditation Committee-ISCT & EBMT) sem er einn mesti
gæðastimpill sem hægt er að fá innan samtaka stofnfrumuígræðslna í heiminum.
Að lokum
Stofnfrumuígræðsla er flókin meðferð sem felur í sér langvarandi samskipti sjúk-
lingsins og heilbrigðiskerfisins þar sem hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki.
Sjúklingurinn getur læknast af sjúkdómi sínum en getur þurft að eiga við auk-
verkanir meðferðarinnar það sem eftir er ævinnar. Því er það mikilvægt að allir
starfandi hjúkrunarfræðingar hafi grunnþekkingu á því hvað í meðferðinni felst
fyrir sjúklinginn og fjölskyldu hans til að þeir geti brugðist við þörfum þeirra á
réttan hátt, sýnt þeim stuðning og skapað þeim eins góð lífsskilyrði og hægt er
miðað við aðstæður.
Heimildaskrá
Gahrton, G. og Ringdén, O. (2012). Stamcellstransplantation. Í G. Gahrton og G. Juliusson (ritstj.), Blo-
dets Sjukdomar, Lärobok i Hematologi (bls. 153–162). Lundi: Studentlitteratur.
Olofsson, T. (2012). Stamceller och blodbildning. Í G. Gahrton og G. Juliusson (ritstj.), Blodets sjukdomar,
Lärobok i Hematologi (bls. 21–30). Lundi: Studentlitteratur.
Quinn, B. og Stephens, M. (2006). Bone marrow transplantation. Í N. Kearney og A. Richardson (ritstj.),
Nursing patients with cancer — principles and practice (bls. 329–351). Edinborg og New York: Elsevier
Churchill Livingstone.
Yi, J. C. og Syrjala, K. L. (2009). Sexuality after hematopoietic stem cell transplantation. The Cancer Jour-
nal, 15(1), 57–64.
stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 77
Hin fjölhæfa blóðmyndandi stofnfruma
gefur af sér margar mismunandi frumuteg-
undir, þar á meðal frumur ónæmiskerfisins
(hvít blóðkorn) og rauð blóðkorn. OpenStax,
Anatomy & Physiology. OpenStax CNX. Feb
26, 2016. http://cnx.org/contents/14fb4ad7-
39a1-4eee-ab6e-3ef2482e3e22@8.24