Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 80

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 80
tengjast svo spennugjafa (e. pulse generator) undir húð á bringu (Hartmann o.fl., 2019; NICE, 2003). Einum mánuði eftir aðgerðina er kveikt á raförvuninni sem dregur úr hreyfi- einkennum og öðrum einkennum sem svara meðferð með levódópa, s.s. verkjum (Eatough og Shaw, 2017). Ströng inntökuskilyrði eru fyrir því að fá djúpkjarna-rafskauts - örvun og samkvæmt klínískum leiðbeiningum standast aðeins um 1–10% einstaklinga með PV skilyrðin (NICE, 2003). Áður en einstaklingurinn fær grænt ljós til þess að fara í að gerðina, er framkvæmd ítarleg læknisfræðileg og taugasál fræðileg skoðun. Endanleg ákvörðun er tekin af þverfaglegu teymi ásamt sjúklingnum og aðstandendum hans eftir nákvæma umræðu um ávinning og hugsanlegar aukaverkanir (Hart- mann o.fl., 2019; NICE, 2003). Ábendingar fyrir djúpkjarna- rafskautsörvun eru m. a. miklar daglegar ofhreyfingar og tíð „off “-tímabil sem ekki lagast þrátt fyrir bestu lyfja með ferð. Þegar sjúklingur er „off “ versnar hreyfigeta skyndilega og helst þannig, jafnvel í langan tíma (Aviles-Olmos o.fl., 2014). Ýmsar frábendingar eru fyrir aðgerðinni, s.s. heilabilun, ómeðhöndl - uð geðræn vandamál og aðrir líkamlegir sjúkdómar (Hartmann o.fl., 2019). Sjúklingar sem hafa fengið djúpkjarna-rafskauts - örvun hafa sagt frá jákvæðum áhrifum hennar, til dæmis jafn- ari hreyfigetu og meiri lífsgæðum. Jafnframt þykir kostur að hægt sé að einfalda og minnka lyfja meðferðina og þar með draga úr aukaverkunum hennar (Con stantinescu o.fl., 2017; Haahr o.fl., 2010; Hartmann o.fl., 2019). Meðferð með djúpkjarna-rafskautsörvun þolist almennt vel (Haahr o.fl., 2010; Mathers o.fl., 2016). Samt eru ákveðnar aukaverkanir sem geta fylgt aðgerðinni svo sem blæðing (1–10%) og sýking (0–15%). Rafstraumnum getur auk þess fylgt versnun á jafnvægi, tali og líkamsstöðu (Aiello o.fl., 2017; Hartmann o.fl., 2019; Lewis o.fl., 2015). Ýmis geðræn og tauga- sálfræðileg einkenni, svo sem þunglyndi, oflæti, sinnuleysi, ótti, grátur, hlátur, hvatvísi og sjálfsvígshugsanir, geta einnig komið fram (Ryu o.fl., 2016). Tilhneiging er til þess að einblína á árangur djúpkjarna- rafskautsörvunar á hreyfieinkennin. Nauðsynlegt er einnig að fylgjast með öðrum einkennum sem hafa áhrif á líðan skjól - stæðingsins, s.s. kvíða, þunglyndi og hvatastjórnun. Kvíði og þunglyndi Kvíði og þunglyndi hrjá allt að 60–80% einstaklinga með PV á einhverjum tímapunkti í sjúkdómsferlinu (Antosik-Woj - cinska o.fl., 2017). Erfitt getur reynst að greina þunglyndi þar sem mörg einkenni þess líkjast einkennum PV. Má þar nefna orkuleysi, svefntruflanir, þreytu, þyngdartap, sinnuleysi og hægar hreyfingar og hugsun (Goodarzi o.fl., 2016; Trojano og Papagno, 2018). Algengt er að kvíði og þunglyndi haldist í hend ur og getur birst sem ótti, spenna, kvíðaköst, vitræn hæg- ing, depurð, orkuleysi og skapstyggð (Trojano og Papagno, 2018). Niðurstöður umfangsmikillar safngreiningar Couto og félaga (2014), sem tók til 63 rannsókna, sýndu að kvíði og þunglyndi geti minnkað eftir djúpkjarna-rafskautsörvun en að þau áhrif væru skammvinn. Aðrir rannsakendur hafa ályktað að andleg líðan geti hugsanlega versnað eftir djúpkjarna-raf- skautsörvun, til dæmis vegna óánægju með meðferðina eða óraunhæfra væntinga, ófullnægjandi fræðslu og stuðnings og dópamínfráhvarfs (Giannini o.fl., 2019). Í verstu tilfellunum getur andleg vanlíðan leitt til sjálfsvígshegðunar (Abbes o.fl., 2018; Birchall o.fl., 2017). Hvataröskun Hvataröskun er yfirheiti yfir margvíslega röskun þar sem „ein- staklingur getur ekki staðist hvöt eða freistingu til þess að framkvæma eitthvað sem gæti verið skaðlegt honum sjálfum eða öðrum“ (Kasemsuk o.fl., 2017, bls. 63). Þeir sem eru með hvataröskun framkvæma ákveðnar athafnir margsinnis, óhóf- lega og af þráhyggju án þess að hugsa um afleiðingar gjörða sinna (Gatto og Aldinio, 2019). Hvataröskun er þekkt vandamál hjá einstaklingum með PV og talið er að um 14–29% sjúklinga hafi þessi einkenni, og sumir jafnvel fleiri en eina undirtegund á sama tíma (Evans o.fl., 2019; Gatto og Aldinio, 2019; Trojano og Papagno, 2018). Ein- staklingar með PV eru oftar með hvataröskun en þeir sem ekki eru með sjúkdóminn þar sem tíðnin er frá 0,2–5,3% (Gatto og Aldinio, 2019; Merola o.fl., 2017). Hvataröskun er flokkuð í spilafíkn, kynlífsfíkn, kaupáráttu, áráttuát eða lotuofát (e. binge eating). Einnig getur komið fram tómstundafíkn (e. hobbyism) sem lýsir sér með ákafri hrifn- ingu af ákveðnum athöfnum eða áhugamálum, og „punding“ sem kemur fram í endurtekinni, tilgangslausri hegðun. Áráttu- kennd notkun á dópamínergum lyfjum, þar sem sjúklingar taka þá mun stærri lyfjaskammta en þörf er á til að meðhöndla hreyfieinkenni, er einnig þekkt og getur lýst sér á svipaðan hátt og eiturlyfjafíkn (Gatto og Aldinio, 2019; Kasemsuk o.fl., 2017; snædís jónsdóttir, jónína h. hafliðadóttir og marianne e. klinke 80 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Sjúklingar sem hafa fengið djúpkjarna-raf- skautsörvun hafa sagt frá jákvæðum áhrifum hennar, til dæmis jafnari hreyfigetu og meiri lífsgæðum. Jafnframt þykir kostur að hægt sé að einfalda og minnka lyfjameðferðina og þar með draga úr aukaverkunum hennar. Hvataröskun er flokkuð í spilafíkn, kynlífsfíkn, kaupáráttu, áráttuát eða lotuofát (e. binge eat- ing). Einnig getur komið fram tómstundafíkn (e. hobbyism) sem lýsir sér með ákafri hrifningu af ákveðnum athöfnum eða áhugamálum, og „punding“ sem kemur fram í endurtekinni, til- gangslausri hegðun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.