Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 88
Cohens (1988 ) til að meta hvort um veik (0,10–0,29), mið - lungssterk (0,30–0,49) eða sterk tengsl (0,50–1,0) væri að ræða. Niðurstöður Af þeim 49 hjúkrunarfræðingum sem svöruðu spurningalist- anum höfðu 22 (45%) verið í starfi í 15 ár eða lengur, 19 (39%) í 4 til 14 ár og 8 (16%) í minna en 4 ár. Rétt um helmingur hjúkrunarfræðinganna var ekki í stjórnunarstöðu eða 25. Starfsánægja og þjónandi forysta Almennt séð voru hjúkrunarfræðingar á HSN ánægðir í starfi. Rúm 89% hjúkrunarfræðinganna (N=42) svöruðu því til að þeir væru mjög ánægðir eða ánægðir í núverandi starfi og rúm 10% (N = 5) að þeir væru hvorki ánægðir né óánægðir. Enginn taldi sig frekar eða mjög óánægðan í starfi. Ekki kom fram munur á starfsánægju hjúkrunarfræðinganna eftir starfsaldri (χ2(4,47) = 3,63; p < 0,05) eða hvort viðkomandi var í stjórn- unarstöðu eða ekki (χ2(2,46) = 3,19; p<0,05). Tafla 1 sýnir vægi þjónandi forystu í fari næstu yfirmanna í hjúkrun og undirþátta ásamt innri áreiðanleika SLS-spurn- ingalistans og undirþátta. Niðurstöðurnar sýndu að áreiðan- leiki spurningalistans í heild var mjög góður eða 0,906 sam - kvæmt Cronbachs-alfa-áreiðanleikastuðlinum. Innri áreiðan- leiki hvers undirþáttar lá á bilinu 0,631–0,923. Þrír af átta þáttum mældust undir viðmiðunarmörkum (α < 0,7). Þetta voru þættirnir hugrekki, forgangsröðun í þágu annarra og fals- leysi sem þýðir að þessir þættir eru ekki áreiðanlegir hjá þeim hópi sem þessi rannsókn náði til. Heildarvægi þjónandi for- ystu var 4,62 af 6,0 mögulegum og staðalfrávikið 0,65. Meðal- talsstigafjöldi undirþátta þjónandi forystu lá á bilinu 3,39 til 5,01. Meðaltalið var hæst fyrir undirþáttinn fyrirgefningu (M = 5,01, SF = 0,74) en það gefur til kynna að persónulegur ágreiningur trufli ekki samskipti hjúkrunarfræðinga og yfir- manna í hjúkrun á HSN. Niðurstöðurnar sýna marktæka sterka jákvæða fylgni milli starfsánægju og þjónandi forystu (r = 0,574, p < 0,05) og það þýðir að eftir því sem ánægjan var meiri voru heildarstig þjón- andi forystu fleiri. Einnig sýna niðurstöðurnar jákvæða fylgni milli starfsánægju og sjö af átta undirþáttum þjónandi forystu. Sterkustu tengslin voru við undirþáttinn eflingu (r = 0,645, p < 0,05) og ráðsmennsku (r = 0,424, p < 0,05). Aðrir undir - þættir voru með miðlungssterk tengsl, sjá nánar í töflu 2. Umræður og ályktanir Í þessari rannsókn var skoðuð starfsánægja hjúkrunarfræðinga á HSN og mat þeirra á vægi þjónandi forystu í fari yfirmanna sinna í hjúkrun í kjölfarið á viðamiklum breytingum í heil- brigðiskerfinu sem leiddu meðal annars til þess að Heilbrigðis- stofnun Norðurlands varð til. Niðurstöðurnar sýndu að hjúkr - unarfræðingarnir voru almennt ánægðir í starfi þrátt fyrir skipulagsbreytingar en enginn af þeim 49 hjúkrunarfræð- ingum sem tóku þátt í rannsókninni svaraði því til að þegar á heildina væri litið væri hann óánægður í starfi. Þessar niður - stöður koma heim og saman við niðurstöður Hallfríðar Ey- steinsdóttur o.fl. (2013) um að mikill meirihluti starfsfólks á hjúkrunardeildum á landsbyggðinni mældist ánægður í starfi um hálfu ári eftir að talsverð endurskipulagning varð á störf - um þeirra vegna hagræðingarkrafna. Þetta er nokkuð athygli- vert þar sem rannsóknir hafa sýnt að mikil endurskipulagning leiði til minni starfsánægju (Burke o.fl., 2011; Hjördís Sigur- steinsdóttir, 2016). kristín þórarinsdóttir, hjördís sigursteinsdóttir og kristín thorberg 88 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Tafla 1. Vægi þjónandi forystu og undirþátta Fjöldi Meðaltal Miðgildi SF Cronbachs-alfa Heildarmæling á þjónandi forystu 49 4,62 4,73 0,65 0,906 Efling 49 4,86 5,00 0,80 0,923 Forgangsröðun í þágu annarra 49 4,68 4,67 0,93 0,650 Ábyrgð 48 4,41 4,50 0,92 0,834 Fyrirgefning 49 5,01 5,00 0,74 0,841 Hugrekki 48 3,39 3,50 1,21 0,631 Falsleysi 47 4,31 4,25 0,77 0,660 Auðmýkt 46 4,54 4,67 0,79 0,903 Ráðsmennska 48 4,92 5,00 0,94 0,838 Tafla 2. Tengsl starfsánægju og þjónandi forystu og undir - þátta Fylgnistuðull Fjöldi (Spearman-rhó) Heildarmæling á þjónandi forystu 0,574** 47 Efling 0,645** 47 Forgangsröðun í þágu annarra 0,361** 47 Ábyrgð 0,307* 46 Fyrirgefning 0,377** 47 Hugrekki 0,031 46 Falsleysi 0,369** 45 Auðmýkt 0,359** 44 Ráðsmennska 0,424** 46 * marktækt p<0,05 ** marktækt p<0,01
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.