Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 94
að komast í og úr rúmi og fara í bað og á salerni. Auglýst var
eftir þátttakendum á heimasíðu og fésbókarsíðu (e. Facebook)
adstandandi.is. Alls buðu 15 aðstandendur sig fram, þar af
tveir sem ekki uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar.
Rannsóknin er hluti af þróun heimasíðunnar www.adstand-
andi.is sem fyrsti höfundur, Fjóla Sigríður Bjarnadóttir (FSB),
hefur unnið að. Rannsóknin var jafnframt hluti af MS-námi
FSB við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Gerð var
grein fyrir þessu í kynningarbréfi til þátttakenda. Meðhöf-
undar og leiðbeinendur FSB eru hjúkrunarfræðingar með
reynslu af eigindlegum rannsóknum innan öldrunar og sjúk-
lingafræðslu. Rannsakendur höfðu engin tengsl við þátttak-
endur.
Þátttakendur voru 12 konur á aldrinum 40 til 63 ára og var
meðalaldurinn 52 ár. Enginn karl bauð sig fram til þátttöku.
Meðalaldur foreldra var 80 ár. Flestir þeirra bjuggu á eigin
heimili þegar viðtölin fóru fram eða alls níu, tveir bjuggu í
þjónustuíbúð og eitt foreldrið bjó hjá dóttur sinni. Allir þátt-
takendur fengu stuðning frá fjölskyldu sinni við umönnunina.
Í töflu 1 má sjá lýsingu á bakgrunni þátttakenda.
Tafla 1. Lýsing á þátttakendum
Breytur Fjöldi
Aldur þátttakenda
< 50 ára 5
≥ 50 ára 7
Hjúskaparstaða
Gift/í sambúð 10
Einhleyp/ekkja 2
Staða á vinnumarkaði
Útivinnandi 9
Heimavinnandi 1
Öryrki 2
Aldur foreldra
< 80 5
≥ 80 7
Kyn foreldra
Karl 2
Kona 10
Tegund skerðingar hjá foreldri
Líkamleg skerðing 4
Vitræn skerðing 5
Líkamleg og vitræn skerðing 3
Framkvæmd
Til að auka réttmæti og áreiðanleika rannsóknarinnar var
stuðst við lýsingu Malterud (2001) um kerfisbundna öflun
gagna og greiningu á þeim. Gögnum var safnað með einstak-
lingsviðtölum á tímabilinu desember 2018 til maí 2019. Fyrsti
höfundur tók öll viðtölin og fóru þau fram þar sem þátttak-
endur óskuðu eftir: á heimilum þátttakenda, opinberum stöð -
um þar sem óviðkomandi trufluðu ekki eða skrifstofu rann-
sakanda (FSB). FSB hitti 11 þátttakendur og tók síma viðtal við
einn. Í viðtölunum var stuðst við hálfstaðlaðan viðtalsramma
en slíkt stuðlar að því að þær upplýsingar sem þarf til að svara
rannsóknarspurningunni séu dregnar fram (Grove o.fl., 2013).
Viðtalsramminn var fyrst saminn út frá fræðilegu efni og síðan
ígrundaður og endurskoðaður í rýnihópi rannsakenda. Tafla
2 sýnir aðalspurningar úr viðtalsrammanum.
Tafla 2. Aðalspurningar úr viðtalsramma
Hvaða áhrif hefur skert færni móður þinnar/föður þíns haft
á þig?
Hvaða stuðning hefur þú/þið fengið?
Hvar hefur þú fengið upplýsingar um þau úrræði sem í boði
eru fyrir þig/ykkur?
Á hverju strandaði þekking þín varðandi aðstoð þegar færni -
skerðing móður þinnar/föður þíns fór versnandi?
Hvað telur þú að geti aukið þekkingu fólks í þínum sporum?
Getur þú lýst því hvernig þú sérð fyrir þér að best sé að þjóna
aðstandendum aldraðra varðandi upplýsingar?
Hvaða úrræði telur þú að gætu nýst þér/ykkur?
Hvaða upplýsingar finnst þér þurfa að vera aðgengilegar?
Í viðtölunum var lögð áhersla á að þátttakendur staðfestu frá-
sagnir sínar. Í lok hvers viðtals fór FSB yfir aðalatriði viðtalsins
með hverjum þátttakanda til að fullvissa sig um réttan skilning
á frásögninni og skráði niður athugasemdir sínar. Upplýsingar
um þátttakendur, kyn, aldur og tengsl við hinn aldraða voru
skráðar í lok viðtals. Til að ákvarða fjölda þátttakenda var
stuðst við líkan Malterud og félaga (2016) um styrk upplýsinga
(e. information power). Þar er mælt með því að ákvarða fjölda
þátttakenda, meðal annars út frá því hversu sértæk rannsókn-
arspurningin er, og þekkingu þátttakenda á efninu. Eftir tólf
viðtöl töldu rannsakendur að gögnin væru nægileg til þess að
uppfylla markmið rannsóknarinnar.
Lengd viðtala var að meðaltali 45 mínútur (21–103 mín-
útur). Öll viðtölin voru hljóðrituð og skrifuð upp orðrétt.
Gagnagreining
Gögnin voru greind í gagnagreiningarforritinu Nvivo, útgáfu
11.4.3. og notuð var kerfisbundin textaþétting (e. systematic
text condensation) (Malterud, 2012) til að greina gögnin. Að -
ferðin byggist á sálfræðilegri fyrirbærafræðigreiningu Giorgis
og felst í því að greina skráð viðtöl í fjórum stigum en á þessum
stigum eru fundin mynstur og þemu (Malterud, 2012).
Á fyrsta stiginu, heildarsýn — frá óreiðu að þemum (e. total
impression–from chaos to themes), var lögð áhersla á að kynnast
gögnunum og fá heildarmynd. Á þessu stigi var leitað eftir
grófum hugmyndum að fyrstu þemum, svokölluðum for þem -
um (e. preliminary themes) sem lýsa helstu atriðum við talsins,
fjóla sigríður bjarnadóttir, kristín þórarinsdóttir og margrét hrönn svavarsdóttir
94 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020