Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 97

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 97
vart foreldri og eigin fjölskyldu. Samviskubitið og tilfinningin um að standa sig ekki olli þeim oft miklum kvíða og streitu og margar dætranna lýstu stöðugum áhyggjum af foreldrum sínum. Ég hef verið að glíma við kvíða og svona sem hefur verið og ég finn þennan hnút sem ég fæ yfir mömmu. Ég er með svona hnút yfir henni, það eru áhyggjur af henni að henni líði illa, að eitthvað komi fyrir hana og að ég sé ekki að, að ég sé að bregðast henni á einhvern hátt þegar ég er á fullu í mínu lífi eða þú veist. (Íris, 41 árs, útivinnandi). Líkamleg vanlíðan Dæturnar sögðu að umönnunarálagið leiddi til líkamlegrar vanlíðanar, svo sem þreytu, orkuleysis, verkja, svefntruflana og aukinna einkenna langvinnra sjúkdóma. Þreytan leiddi til þess að þær höfðu sig ekki út eftir að þær komu heim eftir langa daga, enda höfðu þær minni tíma fyrir sjálfar sig. Fríða lýsir líðan sinni svona: „Þetta er svo lýjandi og þegar ég er búin að vera til dæmis hjá henni þá er ég bara búin á því og er bara svona drenuð.“ (Fríða, 43 ára, útivinnandi). Þá sögðu þær frá erfiðleikum með að slaka á og sofna en það ágerðist oft í kjölfar atvika eins og rifrildis eða ósættis milli dætra og foreldris. „Alveg undanfarna mánuði, ég er ekki að hvílast, eins og ég hef verið að gera á nóttunni og ég vakna stund - um með […] kvíða, líður rosalega illa og það tekur alveg tíma fyrir mig að ná mér niður“ (Fríða, 43 ára, útivinnandi). Margar dætranna töluðu einnig um aukin einkenni lang- vinnra sjúkdóma sem þær töldu afleiðingu álags vegna um - önnunar foreldris. Ein dóttirin sagði gigt sína hafa ágerst undanfarin ár. Hún lýsti því svona: Mögulega hefur þessi gigt orðið miklu verri einmitt út af því að maður var sko, sálarlega var maður orðinn eitthvað down sko, þetta er pottþétt, og ef hún hefði ekki verið svona erfið og ekki verið að láta svona […] ég hugsa já að ég hefði ekki verið svona slæm. (Dísa, 60 ára, útivinnandi). Skert félagsleg þátttaka Í viðtölunum sögðu dæturnar frá breytingum á tengslum við fjölskyldu og vini. Þær lýstu því hvernig þeim fannst þær bundnar yfir foreldri og sögðu mikinn tíma og orku fara í umönnun, að keyra á milli staða, fara með foreldrið til læknis og aðstoða við heimilisverk. Ákveðin höft mynduðust sem skertu félagslega þátttöku þeirra og ollu breytingum á tengsl - um þeirra við fjölskyldu og vini. Hanna lýsir skerðingu á félagslegri þátttöku sinni svona: Maður hefur kannski ekki eins mikið félagslegt að gefa, eins og ég hef tekið eftir því að maður fer miklu minna eitthvað annað. Eins og kannski meira þangað til þeirra, hugsa alltaf til þeirra, vera að gera einhverjar áætlanir, reyna að finna einhver úrræði fyrir þau og auðvitað vera á staðnum hjá þeim. (Hanna, 52 ára, útivinnandi). Missi á aðstoð frá foreldri var lýst, t.d. aðstoð með barna- börnin. Dæturnar fundu einnig fyrir missi tengdan samveru- stundum með foreldrum. Anna lýsir því svona: „En náttúrlega þá heldur bauð ég ekki pabba því hann getur ekkert skilið hana eftir.“ (Anna, 40 ára, útivinnandi). Dæturnar sögðu frá því hvernig þær urðu sífellt bundnari yfir foreldrum sínum vegna vaxandi heilsuleysis þeirra og áhyggna af þeim. Þetta skerti ferðafrelsi dætranna raskaði þeirra eigin skipulagi, eins og áhugamálum, og leiddi til minni félagslegrar þátttöku. Kata greindi frá því hvernig skipulagið raskaðist: „Maður var kannski í staðinn fyrir að vera fyrir sunn - an í mánuð að þá var ég kannski bara í 10 daga og kom heim í nokkra daga og fór svo aftur bara til að getað fylgst með aðeins meira“ (Kata, 56 ára, öryrki). Dæturnar urðu varar við tilætlunarsemi af hálfu foreldra sem olli margþættu umönnunarálagi hjá þeim. Þetta kom meðal annars fram í því að foreldrarnir höfnuðu oft þeirri þjónustu sem var í boði eins og kemur fram í lýsingu Írisar, en það leiddi til þess að hún þurfti að vera meira til staðar og hafði ekki eins mikinn tíma fyrir sig og sín áhugamál: Hún er sjálf ráða og, ég meina, ég get ekkert gegn hennar vilja […] hún er alltaf foreldri mitt […] fara mikið gegn hennar vilja yrði rosalega erfitt, taka af henni einhver völdin eða þó það væri fyrir hana rosa biti, þá væri það henni fyrir bestu. (Íris, 41 árs, úti - vinn andi). Í viðtölunum sögðu dæturnar frá því hvernig umönnunin hafði truflandi áhrif á vinnu þeirra en foreldrarnir hringdu, komu og vildu jafnvel að þau hættu að vinna. Flestum fannst truflunin í lagi og gátu brugðist við henni en aðrar höfðu áhyggj - ur sem urðu til þess að þær létu foreldrið ganga fyrir og eigin þarfir sátu á hakanum: „Maður verður foreldri foreldra sinna heldur en barn foreldra sinna. Maður hefur alltaf áhyggjur.“ (Kata, 56 ára, öryrki). Einnig fannst þeim þær að þurfa að vera stöðugt á vaktinni og hafa ekki nægan tíma fyrir sjálfar sig. Kata lýsti samskiptum sínum við föður sinn svona: Hann var kannski að hringja í mig og ég átti að koma núna. Og helst átti ég að koma áður en hann hringdi og ef ég komst ekki, að þá var kannski bara fýla í einhvern tíma og hann hafði ekkert við mig að tala. Þannig að, já, þannig séð, jú jú, það hafði áhrif. (Kata, 56 ára, öryrki). Óvissa Allar dæturnar greindu frá óvissu sem stafaði af vanþekkingu þeirra á kerfinu ásamt því hversu erfitt aðgengi væri að upp - lýsingum. Í lýsingum dætranna kom skýrt fram þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning og að þessari þörf var sinnt að mjög takmörkuðu leyti af fagfólki. Að það væri einhvers staðar svona aðgangur að einhverjum inni í heilbrigðiskerfinu sem að gæti bent manni hvert ætti að leita. Og veita stuðning við þau úrræði sem eru í boði. Að þurfa ekki að vera alltaf að leita að og spyrja einhvern. (Kata, 56 ára, öryrki). Erfið upplýsingaleit Dætrunum þótti erfitt að finna upplýsingar og nálgast þjón- ustu sem foreldrar þeirra áttu rétt á og vissu ekki hvar þær áttu að byrja. Sækja þurfti um mismunandi þjónustu á mismun- ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.