Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 103

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 103
sem er fædd milli 1980 og 2000 (Christensen o.fl., 2018; Stanley, 2010). Y-kynslóðin er yngsta kynslóðin sem starfar innan heil- brigðiskerfisins og er kynslóðin sem kemur til með að taka við af reynslumiklum hjúkrunarfræðingum og á sama tíma takast á við fjölmörg krefjandi hlutverk innan hjúkrunar (Sherman o.fl., 2015). Y-kynslóðin er fljót að átta sig á hvar hún getur bætt um betur í leiðtogahlutverkinu með því að efla aðra og stuðla að samvinnu. Þeir sem tilheyra þessari kynslóð hvetja til breytinga og nýsköpunar, en til þess að geta staðið sig vel í hlutverkinu telja þeir mikilvægt að fá góðan stuðning (Sherman o.fl., 2015). Kynslóðirnar eiga margt sameiginlegt og finnst gott að vinna saman (Stevanin o.fl., 2020), en mikilvægt er fyrir Y-kynslóðina að hafa jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem og að fá stuðning og endurgjöf (Anselmo-Witzel o.fl., 2017; Stevanin o.fl., 2020). Þörf er á öflugum leiðtogum til að kalla fram jákvæðar breytingar í heilbrigðiskerfinu (Sherman o.fl., 2015). Að fjár- festa í þróun leiðtogahæfni hjúkrunarfræðinga og veita þeim viðeigandi stuðning og leiðtogafræðslu getur skilað sér í betri hjúkrunarstjórnendum (Hewko o.fl., 2015). Ekki geta þó allir, eða vilja, vera í leiðtogahlutverki eins og aðstoðardeildarstjóra - stöðu. Yngri hjúkrunarfræðingar vilja að jafnaði frekar taka að sér stjórnunarstöður en þeir sem eldri eru (Haaland o.fl., 2019) og þannig hafa til dæmis hjúkrunarfræðingar með 20 ára starfsreynslu eða meira, minni áhuga á leiðtogahlutverkinu en þeir sem eru með eins árs starfsreynslu (Al Sabei o.fl., 2019). Einnig hafa karlkynshjúkrunarfræðingar meiri áhuga á að taka að sér slíkar stöður en konur (Haaland o.fl., 2019; Karlsen, 2012). Aldur, kyn og menntun ættu þó ekki að vera ráðandi þættir þegar bjóða á hjúkrunarfræðingum leiðtogastarf því þessir þættir segja lítið til um getu þeirra til að vera leiðtogar (Al Sabei o.fl., 2019). Stjórnunarstöðu fylgir mikil ábyrgð og miklar kröfur og millistjórnendur þurfa að fá góðan stuðning til þess að geta stutt aðra en góður stuðningur eykur opin samskipti milli stjórnenda, leiðtoga og starfsmanna (Cabral o.fl., 2019; Chis- engantambu o.fl., 2018). Samþætt fræðilegt yfirlit sem beindist að bjargráðum hjúkrunarstjórnenda sýnir að stuðningur frá eigin stofnun er eitt það helsta sem stjórnendur óskuðu sér til að takast á við streitu sem fylgir starfinu (Labrague o.fl., 2018). Hjúkrunarfræðingar hafa almennt lítinn áhuga á stjórnun- arstöðum vegna mikils álags og óstöðugleika milli vinnu og einkalífs sem það skapar (Steege o.fl., 2017; Wong o.fl., 2014). Auknar kröfur í störfum stjórnenda og aukið vinnuálag veldur því að stjórnendur finna fyrir aukinni streitu og slíkt getur haft verulega neikvæðar afleiðingar fyrir þá (Labrague o.fl., 2018). Sú reynsla, að ná ekki að ljúka verkefnum sínum vegna álags, getur haft neikvæð áhrif á hvernig hjúkrunarstjórnendur líta á sjálfa sig og á tilfinningalega líðan þeirra (Labrague o.fl., 2018). Ein helsta ástæða þess að hjúkrunarstjórnendur vilja hætta í starfi sínu er óstöðugleiki milli vinnu og einkalífs (Hewko o.fl., 2015), en jafnvægi milli einkalífs og vinnu skiptir Y-kynslóðina miklu máli (Martin og Kallmeyer, 2018). Í íslenskri rannsókn meðal allra íslenskra hjúkrunardeildar - stjóra (81% svarhlutfall) (Sigursteinsdottir o.fl., 2020) kemur fram að það sem hjúkrunardeildarstjórar helst óskuðu sér til að minnka eigið álag var að hafa aðstoðardeildarstjóra sér við hlið. Hafa margir slíkir verið ráðnir en hlutverk þeirra eru fremur óljós og heilsa þeirra hefur ekki verið rannsökuð á Ís- landi en ofangreind rannsókn sýnir að helmingur hjúkrunar- deildarstjóra var oft undir miklu tímaálagi í vinnunni og andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Þeir lýsa stoðkerfisverkjum frá herðum/öxlum (83% þátttakenda), hálsi/hnakka (81%) og mjóbaki (72%). Álag getur því haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu stjórnenda, en með auknu álagi eykst einnig hættan á persónulegri og vinnutengdri kulnun (Ghislieri o.fl., 2017; Moloney o.fl., 2017). Kulnun er þekkt meðal nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga, reynslumikilla hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarstjórnenda (Al Sabei o.fl., 2019; Boamah og Lasch- inger, 2016; Hewko o.fl., 2015). Íslensk rannsókn leiðir í ljós að hjúkrunarfræðingar undir 40 ára sýna mun alvarlegri kuln - unareinkenni en þeir sem eldri eru (Berglind Harpa Svavars- dóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2020). Rannsóknarniður- stöður sýna að aukin hætta er á kulnun á fyrstu starfsárum starfsmanns sem og þegar um mikla starfsmannaveltu er að ræða (Boamah og Laschinger, 2016; Wei o.fl., 2018). Starfs- ánægja er nátengd báðum þessum þáttum og því mikilvægt að beita aðferðum sem stuðla að aukinni starfsánægju hjúkrunar- fræðinga og hjúkrunarstjórnenda (Warshawsky og Havens, 2014). Leiðtogastíll stjórnenda skiptir einnig sköpum í tengslum við líðan starfsmanna og kulnun (Laschinger o.fl., 2015; Lasch- inger og Fida, 2014). Í kerfisbundnu yfirliti kemur fram að leiðtogastíll hefur mikil áhrif á starfsemi deilda, líðan starfs- fólks og velferð sjúklinga. Umbreytandi forystustíll (e. trans- formational leadership) og leiðandi forystustíll (e. authentic leadership) eru þær stjórnunaraðferðir sem eru áhrifamestar í þáttum sem snúa að aukinni valdeflingu starfsmanna, sam- vinnu milli starfsmanna, draga úr andlegri streitu og vinnu- álagi, draga úr kulnun, auka stuðning og auka framleiðni og skilvirkni (Cummings o.fl., 2018). Síðustu ár hefur þjónandi forysta rutt sér til rúms hér á landi, en margir fræðimenn hafa bent á sterk tengsl þjónandi forystu og umbreytandi forystu (Sigrún Gunnarsdóttir, 2011). Hlutverk stjórnenda í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera skýr til að tryggja öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustunni (Duffield o.fl., 2015). Ófullnægjandi undirbúningur og stuðningur þegar tekið er við starfi stjórnanda, tvíræðni í hlutverki, aukið um- fang stjórnunar og aukið álag hafa neikvæð áhrif á stjórnendur í heilbrigðiskerfinu (Gunawan o.fl., 2018). Ungir hjúkrunar- fræðingar, eða Y-kynslóðin, hafa önnur gildi og styrk á öðrum sviðum en forverar þeirra innan hjúkrunar og eru ekki hræddir við að takast á við krefjandi leiðtogahlutverk (Sherman o.fl., 2015). Engar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á reynslu þeirra af krefjandi leiðtogahlutverki eins og stjórnunarstöðu eftir stutta starfsreynslu í hjúkrun. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkr- unarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980– 2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi. Rannsóknarspurningin er: Hver er reynsla ungra aðstoðardeildarstjóra af stjórnunar- starfi sínu? ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.