Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 106

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 106
Hvetjandi þættir: „Ég sá fleiri kosti út úr þessu en galla“ Allir þátttakendur rannsóknarinnar lýstu mikilli ánægju og þakklæti yfir að hafa fengið tækifæri til að taka að sér það viðamikla og krefjandi hlutverk sem þeim fannst starf að - stoðar deildarstjóra vera. Hvetjandi þáttum í reynslu þátttak- enda mátti skipta í fjögur undirþemun: aukin tækifæri, áhrif launa, mikilvægi stuðnings og tækifæri til starfsþróunar. Aukin tækifæri Þátttakendur lýstu starfinu sem skemmtilegu en á sama tíma mjög krefjandi. Þeir sáu mörg tækifæri felast í starfinu fyrir persónulegan og faglegan þroska eða litu jafnvel á það sem eins konar stökkpall í starfsferli sínum. Sara sagði: „Fyrir mér er þetta toppurinn, gæti ekki verið betra.“ Una sá aftur á móti aðra hvetjandi þætti við stjórnunarstarfið: „Mér fannst spenn- andi að vera stjórnandi, millistjórnandi, og mér fannst líka spennandi að vera bara 8–16 mánudaga til föstudaga.“ Fleiri þátttakendur voru sammála þessu: með dagvinnu skapaðist meira svigrúm til þess að taka þátt í allri starfsemi deildarinnar og vera í meiri tengslum við samstarfsfólk auk þess sem auðveldara var að hafa yfirsýn yfir starfsemi deildarinnar. Guðrún komst svo að orði: „Mér fannst bara æðislega gaman að fá þetta starf, mig langaði líka að vera partur af deildar- stjórateyminu … það er rosa flottur deildarstjóri á deildinni.“ Áhrif launa Hjá þeim sem enn voru í vaktavinnu varð launahækkunin töluverð og voru því laun hvetjandi þáttur í starfi þar sem álag var mikið. Laun höfðu þó ekki afgerandi áhrif á það hvort þátt- takendur sóttu um aðstoðardeildarstjórastarf eða ekki og skiptist það nokkuð jafnt hvort laun voru hvetjandi þáttur eða ekki. Þeir sem fóru yfir í dagvinnu töluðu um að heildarlaunin væru þau sömu eða jafnvel lægri en áður þar sem vaktaálag og yfirvinna var ekki lengur í boði. Þeim fannst laun því ekki endur spegla þá álagsaukningu sem varð í nýju starfi. Þóra sagði að með tímanum hefðu launin skipt minna máli og að hún sjálf myndi í dag velja sér verr launað starf í skiptum fyrir minna áreiti. Mikilvægi stuðnings Stuðningur var hvetjandi þáttur sem kom fram hjá öllum þátt- takendum. Þeir sem fengu mikinn stuðning í starfi töldu það hafa jákvæð áhrif á starfsánægju sína. Stuðningurinn var mis- mikill af hálfu yfirmanna, en flestir sögðu frá auknum stuðn - ingi eftir því sem leið á starfstímann. Stuðningur frá sam - starfsfólki kom fram hjá flestum en var jafnframt sá stuðningur sem hafði mikið persónulegt gildi fyrir aðstoðardeildarstjór- ana. Í upphafi fannst þeim oft og tíðum að þeir þyrftu að sanna sig í starfi og vinna sér inn traust og álit samstarfsfólks. Tækifæri til starfsþróunar Markmið aðstoðardeildarstjóranna voru ólík, en öllum fannst starfið vera mjög lærdómsríkt og hvetjandi. Tækifæri til starfs - þróunar skipti einna mestu máli. Slík tækifæri jukust í nýju starfi og ýttu undir áhuga þeirra til þess að þróast í starfi og vilja til þess að vinna áfram hjá stofnuninni. Þeir sem ekki fengu tækifæri til starfsþróunar lýstu ákveðnum vonbrigðum því ný staða gaf þeim von um aukna starfsþróun sem svo stóðst ekki. Voru þeir farnir að huga að starfi annars staðar vegna þessa. sandra sif gunnarsdóttir og sigríður halldórsdóttir 106 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Aukin tækifæri Áhrif launa Mikilvægi stuðnings Tækifæri til starfsþróunar Mikið álag Lítill stuðningur og skortur á aðlögun Álag vegna mönnunarvanda Aldursfordómar Aukið aðgengi Álag vegna vaktavinnu og óunninna verkefna Bjargráð „Ég sá fleiri kosti út úr þessu en galla“ — Hvetjandi þættir „Vil vera aðgengileg en þetta er líka truflun“ — Samræmi milli einkalífs og vinnu „Verkefnin eru óteljandi einhvern veginn“ — Hindrandi þættir „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“ Mynd 1. Heildargreiningarlíkan, yfirlit yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.