Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 114

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 114
aðgengi að þjónustu er þægilegt og helst í nábýli við aðstand- endur og vini (Martin o.fl., 2020). Arkitektar eru oft beðnir um að endurhanna húsnæði til að taka mið af breyttum þörf - um í kjölfar takmarkana á færni eða skynjun. Það er því mikil- vægt að hjúkrunarfræðingar þekki þá möguleika sem felast í hönnun húsa og þróun tækni til að auðvelda daglegt líf. Hönnun og tækni til að efla sjálfstæði og öryggi Samfara bættri hönnun og tækniþróun hefur reynst mögulegt að hjálpa fólki til að lifa sjálfstæðu lífi á heimili sínu þrátt fyrir skertan mátt og minni færni til athafna í kjölfar veikinda eða fötlunar. Við hönnun húsnæðis fyrir eldra fólk sem býr við minnkaða skynjun eða getu til sjálfsumönnunar er aðalatriði að finna jafnvægi milli þess að tryggja öryggi og efla sjálfræði (Van Steenwinkel o.fl., 2012). Í slíkri hönnun er gert er ráð fyrir lyftu, breiðum dyragáttum, aðgengilegri baðaðstöðu fyrir fólk með göngugrind, hjólastól eða lyftara ásamt rafrænum hurða- og gluggaopnurum. Á allra síðustu árum hefur orðið enn meiri tækniþróun á heimilum og segja má að fjórða iðnbyltingin hafi haldið innreið sína hér á landi (Stefna í mál- efnum eldri borgara 2018–2022). Dæmi um slíka hönnun eru eldhús þar sem hægt er að breyta stillingum eftir því hver sér um eldamennskuna, brautir til að flytja fólk í lyfturum, skynj- arar sem notaðir eru til eftirlits og áminningar og tækni til að auðvelda samskipti íbúa við heilbrigðisstarfsfólk, fjölskyldur og vini. Utandyra er þess gætt að hiti sé í stéttum og að þær séu hjólastólafærar. Göngustígar þurfa að vera aðgengilegir og bekkir hafðir með reglulegu millibili. Allt eru þetta atriði sem stuðla að vellíðan og gera fólki kleift að komast leiðar sinnar og njóta umhverfisins og ferðast milli staða. Fjölþjóðlegur rann sóknarhópur (Iwarsson o.fl., 2016) leitaðist við að sam - þætta fyrirliggjandi þekkingu um samspil fjölmargra þátta á heimilum sem hafa áhrif á áframhaldandi búsetu. Auk þeirra atriða sem nefnd hafa verið bentu höfundar á lausar mottur og varhugaverða gangvegi, of lítið eða of mikið af húsgögnum, erfitt aðgengi að ruslageymslum ásamt skorti á stuðnings- tækjum, eins og handföngum í svefnherbergi og á baði. Rannsóknir hafa sýnt að byltur eru algengasta ástæðan fyrir heilsufarserfiðleikum þeirra sem eru hrumir (Guirguis-Blake o.fl., 2018). Því er áríðandi að ganga þannig frá heimilum að komið sé í veg fyrir slys. Það má gera með því að huga vel að öllum snúrum, setja stamar mottur undir laus teppi, líma stama borða á tröppubrúnir, koma fyrir stuðningsgrindum og fjarlægja hluti sem ef til vill geta þvælst fyrir. Þetta eru atriði sem hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun huga að í sínum vitj- unum og gera ráðstafanir til lagfæringar, oft í samvinnu við iðjuþjálfa sem framkvæma frekari heimilisathuganir og um- bætur. Samfara stefnunni um að fólk búi sem lengst á eigin heimili hafa margar rannsóknir beinst að afstöðu eldra fólks sem býr við minnkaða færni og langvinn veikindi til þess að búa áfram heima. Rannsóknir sýna einnig að þeir sem búa við þverrandi færni til hreyfingar eiga auðveldara með að athafna sig á eigin heimili þar sem þeir þekkja hvern krók og kima heldur en í ókunnu umhverfi. Ósjálfrátt leitast fólk við að minnka óþarfa snúninga um heimilið, en kemur öllu hagan- lega fyrir á einum stað, sjónvarpi, fjarstýringu, síma, lesljósi, útvarpi og göngugrind (Kristín Björnsdóttir, 2018). Mikilvægt er að starfsmenn sem koma á heimilin til að veita aðstoð átti sig á slíku skipulagi og hjálpi til við að viðhalda því. Ofangreindar aðferðir miðast að því að efla öryggi, sjálf - stæði, sjálfræði og vellíðan íbúa. Því er brýnt að skoða áhrif þess á stöðu einstaklingsins þegar heilbrigðisþjónustan fer í auknum mæli fram á heimili fólks. Í mörgum löndum hafa verið gerðar tilraunir með að flytja sjúkrahúsið tímabundið heim (e. Hospital at home). Slíkar hugmyndir hafa verið kynnt - ar hér á landi en hafa ekki verið útfærðar. Í þeim löndum þar sem þessar aðferðir hafa verið prófaðar hefur yfirleitt verið útbúin eins konar sjúkrastofa á heimilinu (Jester og Hicks, 2003a, 2003b). Þetta fyrirkomulag getur vissulega verið hag- kvæmt og ákjósanlegt, en þó er mikilvægt að hefðir og vinnu- reglur sjúkrahúsanna leiði ekki til þess að heimilið breytist í sjúkra stofnun (Liaschenko, 1994). Það er einnig áríðandi að hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun hugi að áhrifum þess að heilbrigðisþjónusta fari fram á heimilum. Heimilisathugun — hvað skiptir máli? Líkt og í mörgum löndum eru iðjuþjálfar á Íslandi lykilstarfs- menn heimaþjónustunnar í verkefnum sem tengjast breyt- ingum á heimilum til að efla öryggi, vellíðan og sjálfstæði íbúa. Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun vinna náið með þeim. Algengt er að iðjuþjálfar geri heimilisathugun í upphafi þjón- ustu og setji í kjölfarið fram tillögur um breytingar á heimili til að stuðla að því að heimilin verði þægilegri fyrir þá sem búa við minnkaða færni í daglegu lífi. Í rannsóknum á þessu sviði er lögð rík áhersla á að sjónarhorn, óskir og skilningur heim- ilismanna ráði ferð við breytingar (Heywood, 2005) og að ekki sé einungis leitast við að auka öryggi og færni heldur einnig að viðhalda merkingu heimilisins (Tanner o.fl., 2008). Flestir leggja mikla áherslu á að viðhalda sjálfræði sínu og vernda einkalíf, en jafnframt hefur komið fram gildi þess að eiga góðar samverustundir. Í tilfellarannsókn Sakellariou (2015) sem fjallaði um breytingar á heimili manns með MND-sjúkdóm og eiginkonu hans komu fram ólík sjónarmið fagfólks og hjón - anna. Fagfólkið lagði megináherslu á að viðhalda sjálf stæði mannsins en hjónunum var mest í mun að varðveita samband og samverustundir sínar. Niðurstöður rannsóknarinnar minna okkur á mikilvægi þess að leita ávallt eftir sjónarmiðum heim- ilisfólks. Samspil umhverfis, tækni og sjálfsmyndar Á liðnum árum hefur skilningur vaxið á mikilvægi tengsla og tilfinninga fyrir vellíðan og þeim áhrifum sem manngert um- hverfi hefur á tilfinningalíf. Merkja má aukinn áhuga meðal félagsvísindafólks á að skoða áhrif aðstæðna á heimilum á líðan og sjálfsmynd íbúa. Í rannsóknum hefur komið fram að breytingar á húsnæði og notkun flókinna tækja, eins og önd- unarvéla, og hjálpartækja, s.s. lyftara, geta ógnað sjálfsmynd íbúa og valdið vanlíðan (Kristín Björnsdóttir, 2018; Lindahl og Kirk, 2019). Í danskri rannsókn er lýst togstreitunni annars kristín björnsdóttir 114 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.