Blik - 01.05.1957, Qupperneq 4
2
B L I K
ásetningi. Sögnin er á þessa
leið:
Þú afræður í huga þér þrjár
óskir göfugar og frómar, geng-
ur síðan á Helgafell með þær í
huga, þögull og einbeittur.
Aldrei máttu líta aftur á leið-
inni upp fellið.
Þegar upp kemur, snýrðu á-
sjónu þinni gegn austri og berð
fram óskirnar þrjár.
Trúin flytur fjöll, segir gam-
alt orðtak. Svo djúpt er tekið
í árinni um mátt trúarinnar.
Henni verður því eigi mikið
fyrir því að uppfylla þrjár
frómar óskir þínar, ef hugur
þinn og hjarta fylgir máli.
Afturlitið skal vera sönnun
þess, að viljinn um óskirnar er
veikur og reikull, og þá færðu
þeim ekki fullnægt. Guð hjálpar
þeim, sem hjálpa sér sjálfir,
segir annað orðtak. Þegar vilj-
ann vantar og framtakssemina,
er hætt við, að okkur gangi seint
að ná markmiðinu eða fá óskum
okkar fullnægt.
Ég hafði gilda ástæðu til að
ætla, að við hefðum öll, þegnar
skólans, sem þarna vorum á
ferð, öðlazt trú á hina fornu
sögn, ef við færum rétt að og
höguðum ferð okkar eftir sett-
um reglum. Til þess að tryggja
okkur það, drápum við á dyr að
bænum Helgafelli í von um að
fá að bera saman ráð okkar við
kunnugan. Húsfreyjan sjálf
kom til dyra. Við tjáðum henni
erindi okkar. Hún tók því sér-
staklega alúðlega. Virtist okkur,
að hún tryði sjálf hinni fornu
sögn um dulmögnun Helgafells
og óskaði innilega, að okkur
mætti verða að trú okkar. Það
styrkti mig í trú minni.
Áður en við lögðum á fellið,
fylgdi húsfreyja okkur handan
fyrir bæinn og sýndi okkur
leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur,
sem þar er. Síðan lagði hún á
ráðin um gönguna' á Helgafell.
Við skipuðum okkur 1 eina röð.
Hæst á fellinu er grjótbyrgi,
sem Snorri goði á sjálfur að
hafa hlaðið. Inn í það skal
gengið, snúa andliti í austur og
bera svo fram í huga hinar
þrjár óskir. Ég gat ekki annað
fundið, en við værum öll stað-
ráðin í því að hlíta settum regl-
um og bera síðan fram óskirnar
af föstum vilja, bljúgu hjarta
og einbeittum hug.
Ég gekk fyrstur hina troðnu
slóð upp á fellið. Ekki fyrst og
fremst vegna þess, að ég átti
að heita leiðtogi fararinnar,
heldur með þeim ásetningi að
fá aðstöðu til að lesa í andlit
nemenda minna, sem á eftir mér
gengju í byrgið, eftir að ég
hefði borið þar fram sjálfur
þrjár óskir. Allt gekk þetta
samkvæmt reglunum. Við ein-
beittum huga okkar og vilja að
óskunum þrem, gengum þögul
á fellið og litum aldrei aftur á
leiðinni. Þar gengum við beint