Blik - 01.05.1957, Page 7

Blik - 01.05.1957, Page 7
BLIK 5 æskumanninum. En þessi brúð- arganga lengist, það reynir á þolrifin, viljann, hjartað, sem undir slær, — og svo kemur aft- urhvarf hugans og uppgjöfin. „Þá leiztu aftur, vinur, það var þin dauðasynd; þá varð þitt fjör að lúa, þá livarf hin fagra mynd; Og vœna sveitin viða, sem var þér nóg og öllum: nú varð hún þröngur dalur og luktur háum fjöllum.“ Eins og í sögunni um konu Lots, þá fullyrðir skáldið ís- lenzka, að þetta afturhvarf æskumannsins frá göfugri hug- sjón, leiði til andlegs dauða. Allt verður svo þröngt og ömurlegt. Hugsjónaeldurinn í augunum slokknar, þunglyndið og deig- lyndið heltekur hugann. Allir erfiðleikar verða að háum fjöll- um, sem engin tök virðast á að yfirstíga. Svo er þá gripið til þess ráðs, að deifa hugarangrið með nautnum eiturlyf ja og ann- arri ólyf jan. Og kvæði skáldsins um uppgjöf æskumannsins end- ar á þessu erindi: „Þvi sá, sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr, fœr aldrei leyst þá gátu: hvað hinumegin býr. En þeim, sem eina lifið er bjarla brúðarmyndin, þeir brjótast upp á fjallið og upp á hœsta tindinn." Nemendur mínir. Þessi hug- vekja mín er flutt ykkur í viss- um tilgangi. Ég þekki það úr 30 ára skólastarfi, hve margir unglingar koma hingað í skól- ann með þeim fasta ásetningi að starfa vel, starfa með hug og hönd að náminu. 1 fyrstu virðast þeir hugfangnir af hug- sjón sinni. Óskimar um mark og mið eru þeim efstar í huga. Allt virðist svo auðvelt, meðan hugsjónaeldurinn logar. Engum kemur þá til hugar að líta aftur, meðan allt leikur í lyndi. — En svo tekur að sækja á brattann. Þá fer að reyna á viljann og þróttinn. Sem betur fer hrósar fjöldinn af ykkur miklum sigri í þessari fjallgöngu okkar eða brúðargöngu. En því miður reyndist sumum hún of erfið. Hugurinn reynist hvikull, vilj- inn veikur; umhverfið býður margs konar freistingar, sér- staklega á vertíð. Og fyrr en varir er sem allar fróm- ar óskir séu gufaðar upp úr hugskotinu, fjörið orðið að lúa, hin fagra mynd horfin, unglingurinn orðinn að salt- stólpa eða andlegri hraunstrýtu. Ég þekki engan ungling á ykkar reki, sem ekki æskir þess að verða nýtur og góður þjóð- félagsþegn. Það er göfug hug- sjón. Til þess þarf hug og dug. Á þeirri göngu að settu marki má ekki líta aftur, þó að mót- vindur blási og öldur ýfist við keipa. Fátæk þjóð, fátækt land hefir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.