Blik - 01.05.1957, Qupperneq 7
BLIK
5
æskumanninum. En þessi brúð-
arganga lengist, það reynir á
þolrifin, viljann, hjartað, sem
undir slær, — og svo kemur aft-
urhvarf hugans og uppgjöfin.
„Þá leiztu aftur, vinur,
það var þin dauðasynd;
þá varð þitt fjör að lúa,
þá livarf hin fagra mynd;
Og vœna sveitin viða,
sem var þér nóg og öllum:
nú varð hún þröngur dalur
og luktur háum fjöllum.“
Eins og í sögunni um konu
Lots, þá fullyrðir skáldið ís-
lenzka, að þetta afturhvarf
æskumannsins frá göfugri hug-
sjón, leiði til andlegs dauða. Allt
verður svo þröngt og ömurlegt.
Hugsjónaeldurinn í augunum
slokknar, þunglyndið og deig-
lyndið heltekur hugann. Allir
erfiðleikar verða að háum fjöll-
um, sem engin tök virðast á að
yfirstíga. Svo er þá gripið til
þess ráðs, að deifa hugarangrið
með nautnum eiturlyf ja og ann-
arri ólyf jan. Og kvæði skáldsins
um uppgjöf æskumannsins end-
ar á þessu erindi:
„Þvi sá, sem hræðist fjallið
og einlægt aftur snýr,
fœr aldrei leyst þá gátu:
hvað hinumegin býr.
En þeim, sem eina lifið
er bjarla brúðarmyndin,
þeir brjótast upp á fjallið
og upp á hœsta tindinn."
Nemendur mínir. Þessi hug-
vekja mín er flutt ykkur í viss-
um tilgangi. Ég þekki það úr
30 ára skólastarfi, hve margir
unglingar koma hingað í skól-
ann með þeim fasta ásetningi
að starfa vel, starfa með hug
og hönd að náminu. 1 fyrstu
virðast þeir hugfangnir af hug-
sjón sinni. Óskimar um mark
og mið eru þeim efstar í huga.
Allt virðist svo auðvelt, meðan
hugsjónaeldurinn logar. Engum
kemur þá til hugar að líta aftur,
meðan allt leikur í lyndi. — En
svo tekur að sækja á brattann.
Þá fer að reyna á viljann og
þróttinn. Sem betur fer hrósar
fjöldinn af ykkur miklum sigri
í þessari fjallgöngu okkar eða
brúðargöngu. En því miður
reyndist sumum hún of erfið.
Hugurinn reynist hvikull, vilj-
inn veikur; umhverfið býður
margs konar freistingar, sér-
staklega á vertíð. Og fyrr
en varir er sem allar fróm-
ar óskir séu gufaðar upp
úr hugskotinu, fjörið orðið
að lúa, hin fagra mynd horfin,
unglingurinn orðinn að salt-
stólpa eða andlegri hraunstrýtu.
Ég þekki engan ungling á
ykkar reki, sem ekki æskir þess
að verða nýtur og góður þjóð-
félagsþegn. Það er göfug hug-
sjón. Til þess þarf hug og dug.
Á þeirri göngu að settu marki
má ekki líta aftur, þó að mót-
vindur blási og öldur ýfist við
keipa.
Fátæk þjóð, fátækt land hefir