Blik - 01.05.1957, Side 22
20
B L I K
barninu eftirminnilega. Þá nótt
sofnaði Tóta litla eftir langvar-
andi hugarkvöl og ekka.
Stór, handarhaldslaus bolli
var á heimilinu. Hann var eign
gömlu konunnar, ömmu hús-
móðurinnar. Handarhaldið hafði
brotnað af honum, áður en Tóta
mundi eftir sér. Bolli þessi var
helzt notaður til þess að mæla í
honum óbrennt kaffi. Hann tók
hálft pund.
Undir vökulokin var mjólk-
að á bænum, þá lesinn hús-
lestur og síðan gengið til náða.
Kvöld eitt, meðan verið var að
mjólka, var Tóta litla send með
bollann út í f jós til þess að sækja
í hann spenvolga nýmjólk handa
kettlingnum. Á leið 1 baðstof-
una datt hún með bollann í kol-
dimmum göngunum og braut
hann. Fyrir óhapp þetta flengdi
amma gamla munaðarleysingj-
ann á beran rassinn. Það kostaði
oftast hýðingu, ef eitthvað bar
út af, og gamla konan geymdi
hirtingarvöndinn á afviknum
stað við rúmið sitt.
Þetta kvöld grét Tóta litla
beisklega vegna flengingarinn-
ar. Því hafði hún ekki lokið, þeg-
ar húslesturinn skyldi hefjast.
Kom þá gamla konan askvaðandi
að henni og hótaði að bæta um
flenginguna, ef hún hætti ekki
„bölvuðu orginu“. Reyndi þá
barnið eftir mætti að bæla niður
harm sinn og tilfinningar, með-
an guði var gefið sitt.
Eitt sinn reyndi Tóta litla að
flýja refsingu gömlu konunnar.
Hljóp hún þá út í heykumbl.
Þar í námunda var geymdur
hrísköstur. I kumbhnu náði
gamla konan í Tótu litlu, reif
hrís úr kestinum og flengdi
hana á bert, svo að úr blæddi.
Og ekki voru undirfötin til fyr-
irstöðu um að ná fljótlega inn
á bert á litlu stúlkunni.
Einu sinni datt Tóta litla með
matarskál húsbóndans í dimmu
göngunum. Flýði hún þá út í
fjós og dvaldist þar fram eftir
degi af hræðslu við að koma í
bæinn, vegna þess að húsbónd-
inn hafði látið sér svo ljót orð
um munn fara og hótað henni
refsingu. Þó lagði hann aldrei
hendur á hana eða sló hana
nokkru sinni þau 13 ár, sem hún
var í fóstri hjá þeim hjónum.
Þegar Tóta stálpaðist, var hún
látin sofa hjá vinnukonunni á
bænum. Hjá henni svaf hún í
nokkur ár eða fram að fermingu.
Gestkvæmt var á bænum, því að
hann var að vissu leyti í þjóð-
braut, og hjónin gestrisin. Ekk-
ert gestarúm var þó á bænum.
Vinnukonan var jafnan látin
ganga úr rúmi fyrir gestunum,
en Tóta látin halda hvílu sinni
og sofa hjá þeim, hvort sem það
var karl eða kona. Það var henni
viðurstyggð oft og tíðum, þó að
hún þyrði ekki að kvarta og
yrði að þola og hlýða. Einu sinni
sem oftar bar þar gest að garði.
J