Blik - 01.05.1957, Side 28

Blik - 01.05.1957, Side 28
26 B L I K hún Sigga gamla í Fjósum, sem nú hefur legið í gröf sinni í 30 ár“. Þegar Tóta kom heim frá kirkjunni, hét húsmóðirin henni stekkjarlambi, ,,þó þú sért eins og þú ert“. Við þessi síðustu orð húsmóðurinnar setti Tótu litlu hljóða. Ekki einu sinni á sjálf- an fermingardaginn fékk hún að lifa án angurs og skattyrða. >— Lambið fékk hún aldrei. — Nú var Tóta orðin það gömul, að framfærslu hreppsins var lokið og meðgjöf hætt. Þá sögðu hjónin henni upp vistinni. Þá var hún veglaus og veikluð, >— einstæðingur, sem engin vissi úrræði. Um sumarið eða haustið eftir ferminguna fór hún þess vegna úr fóstrinu til ömmu sinnar og föðurbróður, sem nú var giftur og átti böm. Tóta hafði alltaf fengið næg- an mat á uppvaxtarheimilinu. Og þó að húsmóðirin væri hörð við hana og beitti hana stund- um líkamlegum refsingum, var hún þó oftast skálkaskjólið lengst af. Hjá henni varð hún vör mannúðlegra tilfinninga og samúðar, svo og hjá gamla manninum, sem var hinn mesti öðlingur. Föðurbróðir Tótu var einhver allra fátækasti bóndinn í hreppn- um. Hann og þau hjón tóku Tótu til sín fremur af mannúð og manngöfgi og sökum skyldleika en af getu eða liðsþörf. Heim til þeirra kom hún röltandi einn góðviðrisdag með allar eigur sínar á bakinu, svolítinn pinkil með fatalörfum. Það var vorið 1881. Veturinn hafði verið óvenju- lega harður og sorfið fast að heimili frænda hennar ekki síð- ur en f jölmörgum öðrum heim- ilum á Suðurlandi. Nú fór í hönd harðindatímabil, sem hafði í för með sér heyleysi, horfelli og hungursneyð. Þegar Tóta flutti til ömmu sinnar og frænda, var amma hennar á áttræðisaldri. Hún dó fyrsta veturinn, sem Tóta var þar. Dauða hennar bar að með þeim hætti, er nú skal greina: Fagran góðviðrisdag á góunni vildi gamla konan ganga í heim- sókn til næsta bæjar. Það var sem næst klukkustundar gang- ur. Hún var naumast komin miðra garða, þegar að syrti og yfir skall skafrenningsbylur. Húsbóndinn, föðurbróðir Tótu, var ekki heima, heldur aðeins auk Tótu kona hans, sem var komin langt á leið, og börnin þeirra ung. Þegar bylurinn skall á, sneri gamla konan við. Það sáu þær að heiman. Sendi húsmóðirin Tótu undir eins af stað til þess að hjálpa ömmu sinni til bæj- ar. Veðurofsinn varð bráðlega svo mikill, að þær urðu að skríða til þess að mjakast áfram.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.