Blik - 01.05.1957, Qupperneq 28
26
B L I K
hún Sigga gamla í Fjósum, sem
nú hefur legið í gröf sinni í 30
ár“.
Þegar Tóta kom heim frá
kirkjunni, hét húsmóðirin henni
stekkjarlambi, ,,þó þú sért eins
og þú ert“. Við þessi síðustu orð
húsmóðurinnar setti Tótu litlu
hljóða. Ekki einu sinni á sjálf-
an fermingardaginn fékk hún
að lifa án angurs og skattyrða.
>— Lambið fékk hún aldrei. —
Nú var Tóta orðin það gömul,
að framfærslu hreppsins var
lokið og meðgjöf hætt. Þá
sögðu hjónin henni upp vistinni.
Þá var hún veglaus og veikluð,
>— einstæðingur, sem engin vissi
úrræði.
Um sumarið eða haustið eftir
ferminguna fór hún þess vegna
úr fóstrinu til ömmu sinnar og
föðurbróður, sem nú var giftur
og átti böm.
Tóta hafði alltaf fengið næg-
an mat á uppvaxtarheimilinu.
Og þó að húsmóðirin væri hörð
við hana og beitti hana stund-
um líkamlegum refsingum, var
hún þó oftast skálkaskjólið
lengst af. Hjá henni varð hún
vör mannúðlegra tilfinninga og
samúðar, svo og hjá gamla
manninum, sem var hinn mesti
öðlingur.
Föðurbróðir Tótu var einhver
allra fátækasti bóndinn í hreppn-
um. Hann og þau hjón tóku Tótu
til sín fremur af mannúð og
manngöfgi og sökum skyldleika
en af getu eða liðsþörf. Heim
til þeirra kom hún röltandi einn
góðviðrisdag með allar eigur
sínar á bakinu, svolítinn pinkil
með fatalörfum. Það var vorið
1881.
Veturinn hafði verið óvenju-
lega harður og sorfið fast að
heimili frænda hennar ekki síð-
ur en f jölmörgum öðrum heim-
ilum á Suðurlandi. Nú fór í hönd
harðindatímabil, sem hafði í för
með sér heyleysi, horfelli og
hungursneyð.
Þegar Tóta flutti til ömmu
sinnar og frænda, var amma
hennar á áttræðisaldri. Hún dó
fyrsta veturinn, sem Tóta var
þar. Dauða hennar bar að með
þeim hætti, er nú skal greina:
Fagran góðviðrisdag á góunni
vildi gamla konan ganga í heim-
sókn til næsta bæjar. Það var
sem næst klukkustundar gang-
ur. Hún var naumast komin
miðra garða, þegar að syrti og
yfir skall skafrenningsbylur.
Húsbóndinn, föðurbróðir Tótu,
var ekki heima, heldur aðeins
auk Tótu kona hans, sem var
komin langt á leið, og börnin
þeirra ung.
Þegar bylurinn skall á, sneri
gamla konan við. Það sáu þær
að heiman. Sendi húsmóðirin
Tótu undir eins af stað til þess
að hjálpa ömmu sinni til bæj-
ar. Veðurofsinn varð bráðlega
svo mikill, að þær urðu að skríða
til þess að mjakast áfram.