Blik - 01.05.1957, Side 29

Blik - 01.05.1957, Side 29
B L I K 27 Þegar húsmóðirin sá, að þær mundu aldrei ná bænum hjálp- arlaust, skundaði hún til hjálp- ar gömlu konunni. Nú skipaði hún Tótu að flýta sér heim til þess að gæta barnanna. Sjálf reyndi hún eftir mætti að að- stoða gömlu konuna í veðurofs- anum og hjálpa henni til bæj- ar. Eftir langa mæðu kom hús- móðirin heim einsömul, yfir- komin af þreytu og nær dauða en líf i. Þá lagðist hún upp í rúm, og Tóta sá, að hún táraðist. Hún hafði orðið að skilja við gömlu konuna fyrir utan tún- garðinn, gat ekki komið henni lengra, og enga hjálp að fá. Kon- an kaus að lokum heldur að bjarga tveim lífum en þrjú týnd- ust. Um kvöldið kom húsbóndinn heim. Fann hann þá móður sína dána utan við túngarðinn, þar sem konan skyldi við hana. Um kvöldið báru þau líkið heim á börum. Til þess að firra heimilið slúðursögum og leiðindum af- réðu hjónin við Tótu, að þau skyldu segja sveitungunum, að gamla konan hefði komizt heim með lífsmarki. Fyrsti veturinn, sem Tóta var í nýju vistinni, var mjög harður eins og sá fyrri og bændum á- kaflega þungur í skauti. Sumarið 1882 sendi Hilmar Finsen landshöfðingi Islands- ráðgjafanum í Kaupmannahöfn skýrslu um ástandið í landinu vorið 1882. Þar segir m.a.: „Eftir hinn einmuna harða vetur 1880-1881 kom afar kalt sumar, svo að hey urðu að minnsta kosti helmingi minni en í meðalári. Fé var því lógað um haustið, miklu fleira en venju gegndi, og jafnvel kúm, því að töður urðu enn minni hlutfalls- lega en úthey. Veturinn 1881-82 var svo illur og umhleypinga- samur, að peningur lifði ekki á útigangi. Þar sem það var reynt, féll hann og hestar hundruðum saman. Hafís lagðist að Norð- ur- og Austurlandi í apríl og auk þess að miklum hluta Suður- lands. — Vorið varð því afar kalt. Korn hefur ekki hrokkið til fóðurbætis, enda hafa margir ekki haft efni á að kaupa, en sumir ekki náð fyrir ótíð og illu standi hestanna. Þúsundir fjár hafa fallið, en það, sem lifir, er illa fært. Helmingur unglamba hefur drepizt, og ær og kýr nyt- lausar. Af þessu leiðir, að í Suð- ur- og Vesturamtinu hlýtur að verða skortur á keti til heimilis og útflutnings. Þar af leiðir aft- ur, að menn hafa ekkert til að kaupa útlenda matvöru fyrir“. Þannig var þá lýsing lands- höfðingjans á tíðarfari og af- komu bænda á Suðurlandi eftir síðari harðindaveturinn, sem var fyrsti veturinn, sem Tóta var í vist hjá frænda sínum. Eins og alltaf áður, þá áttu fátækustu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.