Blik - 01.05.1957, Page 29
B L I K
27
Þegar húsmóðirin sá, að þær
mundu aldrei ná bænum hjálp-
arlaust, skundaði hún til hjálp-
ar gömlu konunni. Nú skipaði
hún Tótu að flýta sér heim til
þess að gæta barnanna. Sjálf
reyndi hún eftir mætti að að-
stoða gömlu konuna í veðurofs-
anum og hjálpa henni til bæj-
ar.
Eftir langa mæðu kom hús-
móðirin heim einsömul, yfir-
komin af þreytu og nær dauða
en líf i. Þá lagðist hún upp í rúm,
og Tóta sá, að hún táraðist.
Hún hafði orðið að skilja við
gömlu konuna fyrir utan tún-
garðinn, gat ekki komið henni
lengra, og enga hjálp að fá. Kon-
an kaus að lokum heldur að
bjarga tveim lífum en þrjú týnd-
ust.
Um kvöldið kom húsbóndinn
heim. Fann hann þá móður sína
dána utan við túngarðinn, þar
sem konan skyldi við hana. Um
kvöldið báru þau líkið heim á
börum. Til þess að firra heimilið
slúðursögum og leiðindum af-
réðu hjónin við Tótu, að þau
skyldu segja sveitungunum, að
gamla konan hefði komizt heim
með lífsmarki.
Fyrsti veturinn, sem Tóta var
í nýju vistinni, var mjög harður
eins og sá fyrri og bændum á-
kaflega þungur í skauti.
Sumarið 1882 sendi Hilmar
Finsen landshöfðingi Islands-
ráðgjafanum í Kaupmannahöfn
skýrslu um ástandið í landinu
vorið 1882. Þar segir m.a.:
„Eftir hinn einmuna harða
vetur 1880-1881 kom afar kalt
sumar, svo að hey urðu að
minnsta kosti helmingi minni en
í meðalári. Fé var því lógað um
haustið, miklu fleira en venju
gegndi, og jafnvel kúm, því að
töður urðu enn minni hlutfalls-
lega en úthey. Veturinn 1881-82
var svo illur og umhleypinga-
samur, að peningur lifði ekki á
útigangi. Þar sem það var reynt,
féll hann og hestar hundruðum
saman. Hafís lagðist að Norð-
ur- og Austurlandi í apríl og auk
þess að miklum hluta Suður-
lands. — Vorið varð því afar
kalt. Korn hefur ekki hrokkið til
fóðurbætis, enda hafa margir
ekki haft efni á að kaupa, en
sumir ekki náð fyrir ótíð og illu
standi hestanna. Þúsundir fjár
hafa fallið, en það, sem lifir, er
illa fært. Helmingur unglamba
hefur drepizt, og ær og kýr nyt-
lausar. Af þessu leiðir, að í Suð-
ur- og Vesturamtinu hlýtur að
verða skortur á keti til heimilis
og útflutnings. Þar af leiðir aft-
ur, að menn hafa ekkert til að
kaupa útlenda matvöru fyrir“.
Þannig var þá lýsing lands-
höfðingjans á tíðarfari og af-
komu bænda á Suðurlandi eftir
síðari harðindaveturinn, sem var
fyrsti veturinn, sem Tóta var í
vist hjá frænda sínum. Eins og
alltaf áður, þá áttu fátækustu