Blik - 01.05.1957, Side 31

Blik - 01.05.1957, Side 31
B L I K 29 Við þessi vistaskipti var nú Tóta okkar orðin 22 ára. í Reynisholti dvaldist Tóta alls í 20 ár. Þarna bjuggu þá hjónin Jón Pálsson Scheving og Oddný Ólafsdóttir. Hjá þessum ágætu hjónum leið Tótu vel. Á þessu góða heimili mætti hún hjartahlýju, skilningi og mann- úð. Fyrstu 8 árin vann Tóta fyrir kaupi. Árskaupið svaraði svo sem 10—12 krónum, og var það að einhverju leyti greitt í kinda- fóðri. Þarna vann hún öll venju- leg vinnukonustörf, vann að heyskap á sumrum en tóvinnu, þjónustubrögðum, matseld og saumum á öðrum tímum ársins. Oddný húsfreyja var mesta gæðakona og vel verki farin. Hún kenndi Þórunni vinnukonu ýmislegt gagnlegt til handanna svo sem saumaskap. Húsfreyja saumaði m. a. karlmannaföt, sem þóttu fara vel. Þegar á reyndi, kom í ljós, að Þórunn var handlagin og henni sýnt um að læra vandasamari saum svo sem saum á karl- mannafötum. Oddný húsfreyja kunni líka vel að meta verk Þórunnar, samvizkusemi henn- ar, trúmennsku og einlægni. Fyrstu 8 árin, sem Þórunn dvaldist í Reynisholti, voru sannkölluð sólskinsár í lífi hennar. Nú stóð hún á þrítugu. Þá missti hún heilsuna. Afleiðingar þeirra hörmunga, er hún hafði orðið að búa við öll uppvaxtar- árin, komu nú berlega í ljós. Hjartað var sjúkt og allt tauga- kerfið bilað. Við þá kvöl og kröm lifði hún það sem eftir var ævinnar, 58 ár. Þau 8 ár, sem Þórunn vann við góða heilsu í Reynisholti, notaði hún til þess að efna sér í rúm, eignast spariföt, svo að hún m. a. gæti skammlaust farið í kirkju, og svo langaði hana til þess að eignast reiðtygi. Beizlis- stengurnar hafði hún þegar eignazt. Fjarri var það hinum góðu og göfugu hjónum í Reynisholti að hrekja Þórunni frá sér, þó að heilsa hennar leyfði ekki lengur að hún ynni nema hin auðveld- ustu störf og léttustu. Hún dvaldist þess vegna enn hjá þeim hjónum um 12 ára skeið. Að vísu fékk hún ekki kaup lengur annað en framfærsluna og flíkur, enda gat hún ekkert unnið nema rétt húsmóðurinni lítilsháttar hjálparhönd innan bæjar. Á þessum árum neyddist hún til þess að selja kindina sína og beizlisstengurnar, svo að hún gæti keypt sér lyf. Árið 1906 var Halldór Gunn- laugsson skipaður héraðslæknir hér í Eyjum. Brátt tók að fara mikið og gott orð af manninum og lækninum. Sá orðstír barst víða t. d. með vertíðarmönnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.