Blik - 01.05.1957, Síða 31
B L I K
29
Við þessi vistaskipti var nú
Tóta okkar orðin 22 ára.
í Reynisholti dvaldist Tóta
alls í 20 ár. Þarna bjuggu þá
hjónin Jón Pálsson Scheving og
Oddný Ólafsdóttir. Hjá þessum
ágætu hjónum leið Tótu vel. Á
þessu góða heimili mætti hún
hjartahlýju, skilningi og mann-
úð.
Fyrstu 8 árin vann Tóta fyrir
kaupi. Árskaupið svaraði svo
sem 10—12 krónum, og var það
að einhverju leyti greitt í kinda-
fóðri. Þarna vann hún öll venju-
leg vinnukonustörf, vann að
heyskap á sumrum en tóvinnu,
þjónustubrögðum, matseld og
saumum á öðrum tímum ársins.
Oddný húsfreyja var mesta
gæðakona og vel verki farin.
Hún kenndi Þórunni vinnukonu
ýmislegt gagnlegt til handanna
svo sem saumaskap. Húsfreyja
saumaði m. a. karlmannaföt,
sem þóttu fara vel.
Þegar á reyndi, kom í ljós, að
Þórunn var handlagin og henni
sýnt um að læra vandasamari
saum svo sem saum á karl-
mannafötum. Oddný húsfreyja
kunni líka vel að meta verk
Þórunnar, samvizkusemi henn-
ar, trúmennsku og einlægni.
Fyrstu 8 árin, sem Þórunn
dvaldist í Reynisholti, voru
sannkölluð sólskinsár í lífi
hennar.
Nú stóð hún á þrítugu. Þá
missti hún heilsuna. Afleiðingar
þeirra hörmunga, er hún hafði
orðið að búa við öll uppvaxtar-
árin, komu nú berlega í ljós.
Hjartað var sjúkt og allt tauga-
kerfið bilað. Við þá kvöl og
kröm lifði hún það sem eftir var
ævinnar, 58 ár.
Þau 8 ár, sem Þórunn vann
við góða heilsu í Reynisholti,
notaði hún til þess að efna sér
í rúm, eignast spariföt, svo að
hún m. a. gæti skammlaust farið
í kirkju, og svo langaði hana til
þess að eignast reiðtygi. Beizlis-
stengurnar hafði hún þegar
eignazt.
Fjarri var það hinum góðu og
göfugu hjónum í Reynisholti að
hrekja Þórunni frá sér, þó að
heilsa hennar leyfði ekki lengur
að hún ynni nema hin auðveld-
ustu störf og léttustu. Hún
dvaldist þess vegna enn hjá
þeim hjónum um 12 ára skeið.
Að vísu fékk hún ekki kaup
lengur annað en framfærsluna
og flíkur, enda gat hún ekkert
unnið nema rétt húsmóðurinni
lítilsháttar hjálparhönd innan
bæjar.
Á þessum árum neyddist hún
til þess að selja kindina sína og
beizlisstengurnar, svo að hún
gæti keypt sér lyf.
Árið 1906 var Halldór Gunn-
laugsson skipaður héraðslæknir
hér í Eyjum. Brátt tók að fara
mikið og gott orð af manninum
og lækninum. Sá orðstír barst
víða t. d. með vertíðarmönnum.