Blik - 01.05.1957, Qupperneq 47
B L I K
45
Það var venja hér í Eyjum,
er ginklofinn var sem mestur,
þegar kona var þunguð á þeim
tíma, er vörur voru litlar í búð-
um, að hlutaðeigendur tóku út
efni í líkkistuna og líkklæðin,
áður en þryti. Svo viss var dauði
barns hvers talinn. Það var held-
ur ekki óvenjulegt, að þungaðar
konur leituðu til meginlands
(Landeyja) til þess að ala þar
börn sín og koma á þann hátt
í veg fyrir dauða barnanna. Ekki
er ósennilegt, að þess konar
ferðalög mæðranna hafi verið
orsök þess, sem segir í annál
19. aldar árið 1825: „Ginklofa-
sýki hafði lengi legið í landi í
Vestmannaeyjum og fækkað þar
mjög börnum, en eigi annars
staðar gjört hér skaða þann, er
teljandi væri, en nú færðist hún
til meginlandsins og tók að
dreifast út um nálægar sveitir
þar eystra; dóu úr henni 7 í
Vestmannaeyjum, 4 í Árnes-
sýslu og 3 í Gullbringusýslu. ‘‘
— Sjá ennfremur Eftirmæli 18.
aldar eftir M. Stephensen frá
Viðey. —
Ýmsir höfundar hafa á um-
liðnum öldum minnzt á ginklof-
ann hér í ritum síniun.
Séra Gissur Pétursson, sem
prestur var að Ofanleiti 1689—-
1713, kemst þannig að orði í rit-
gerð sinni: „Lítil tilvísun um
Vestmannaeyja háttalag og
bygging":
„Sóttatilfelli falla hér ei til
nema almennileg fyrir utan
vatnsbjúg og ginklofa. Ginklof-
ann fá hér þau ungu, nýfæddu
börnin. Hann er að sjá mjög lík-
ur sinadrætti; afmyndar, teygir
og togar sundur og saman lim-
ina, gjörir og einnig holdið blá-
svart. Sjaldan fá hann fullorðn-
ir, en ef það skeður, stíga þeir
gjarnan fram,“ þ. e. deyja.
f Eftirmælum 18. aldar segir
höfundurinn Magnús Stephen-
sen, þar sem hann lætur ísland
sjálft tala við hina liðnu öld:
,,Á ung-fósturböm mín lögð-
ust nokkrum sinnum sérlegar
sóttir og veikindi. Nefndi ég
meðal þeirra til ginklofann í
Vestmannaeyjum, sem árlega
hefur nú lengi sálgað fjölda
þeirra, er fæðast. Get ég til,
að óhollt vatn, sífelld, misjöfn
fiskæti og óhentug sjófugla-
fæða fyrir mæður og börn, eink-
um af fýlunga, sem mér stend-
ur þar helzt stuggur af, valda
muni þessum óttalega barna-
dauða, og gremst mér, að lítil
rækt er enn lögð við að minnka
hann.“
Séra Jón Austmann, prestur
að Ofanleiti frá 1827—1858 og
fyrst einn prestur í Eyjum
1837, segir svo um ginklofann
hér í Útskýringatilraun yfir
Vestmannaeyjar bls. 150: „Að
ginklofinn geisi hér óttalaust, er
lýðum ljóst, og hefir hinum
dönsku læknum hingað til ekki
hið minnsta tekizt að lina hon-