Blik - 01.05.1957, Side 61
B L I K
59
Frd Reykjavík til
Bifrastar
Það var sólbjartan og fagran
morgun seint í júnímánuði, einn
af þessum fágætu morgun á
þessu kalda landi okkar.
Við systumar og fleira fólk
höfðum ákveðið að fara í sum-
arfrí á einhvern fallegan stað
og fannst okkur tími til kom-
inn að láta verða af því. Eftir
venjulegan undirbúning fómm
við frá Reykjavík kl. 1.30 eftir
hádegi.
Þegar komið var út úr bæn-
um, ókum við sem leið lá til
vesturs og norðurs. Fyrst í stað
gekk allt vel, en svo skeði það,
sem helzt ekki má koma fyrir
á skemmtiferðalögum: sumir
fóru að verða bílveikir, og urð-
um við öðru hverju að nema
staðar og hleypa fólki út til að
jafna sig og draga að sér
hreint lof t; en smám saman lag-
aðist þetta og þegar við nálg-
uðumst Hvalfjörðinn, leið öllum
vel.
Hvalfjörðurinn er mjög fal-
legur og mjög langur og hefur
mörgum fundizt tíminn lengi að
líða, sem hafa farið Hvalfjarð-
arleiðina í vondu veðri og á
slæmum vegum, en í þetta skipti
þurfti enginn að kvarta.
Sólin skein í heiði og glitaði
spegilsléttan fjörðinn og var
hann sem bráðið silfur á að líta.
Víða meðfram fjörunni syntu
æðarkollur með litlu ungana
sína og voru þær að kenna þeim
að synda og búa þá undir að
bjarga sér á eigin spýtur. Var
mjög gaman að sjá, hve þessir
litlu hnoðrar vforu kvikir og
fljótir að skjótast á eftir
mömmu sinni.
Margir og gamlir sögustaðir
eru í Hvalfirðinum eins og
kunnugt er, og má þar fyrst
nefna Harðarhólma, þar sem
Hörður Grímkelsson sat í sekt
með mönnrnn sínum. Sundið
milli lands og hólmans merlaði
nú í skini sólar og glitraði, sem
á gull sæi, en fyrir innri augu
mín ber aðra sýn: konu á sundi
með tvo litla drengi sína með-
ferðis. Það er nótt, eftir að
Hörður hafði verið svikinn og
veginn, bjóst Helga kona hans
við að hefndarþorsti byggðar-
manna mundi nær því ekki sval-
að og mundi næst verða snúið
vopnum að sonum þeirra Harð-
ar, og upp á líf og dauða henti
hún sér í hafið og svam til
lands með annan sona sinna —
þann yngri — bundinn við sig,
en við hinn •— þann eldri •—
dugðu eggjunarorð hennar.
„Við mig hafði ég Björninn bundið.
Bróður hans var nóg að eggja.
Brauzt ég yfir bárusundið,
bjargaði lífi sona tveggja“,
segir Davíð Stefánsson í hinu